Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 47
skuli vera svona pumpandi aktíft á öllum plönum, allt frá gríðarlega stórum, flottum uppfærslum á hágæða söngleikjum og niður í skrýtnasta „avant-garde“ sem ég hef nokkurn tímann séð. Við eigum ofboðslega flotta leik- ara og rosalega hæfileikaríka leikstjóra af mörgum kynslóðum. Það sem einkennir ís- lenskt listalíf er að það leynist einhver ótrú- legur frumkraftur innra með listafólki heima sem skilar sér í flottum sýningum. Ég verð því reglulega að koma heim til Íslands til að komast í samband við þessa frumorku og frumþörf til sköpunar.“ Eitthvað er rotið í heimi hér Spurður nánar um Hver er hræddur við Virginíu Woolf? segir Egill verkið bregða upp mynd af andlegu og siðferðislegu gjaldþroti. „Við erum að glíma við gríðarlega sjúkdóma líkt og spillingu, valdafíkn, framagirnd, en of- an á það bætist mikill alkóhólismi og neyslu- hyggja. Í verki Albee göngum við inn í ákveðna allegoríu. Hjónin Martha og George eru Dídí og Gógó [Vladimir og Estragon í Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett]. Þau eru föst í „status quo“-ástandi og komast ekki upp úr hjólförunum. Þau hafa spólað sig föst og það sem eykur á eðjuna er brennivín- ið og drullan er samlífið. Inn í þennan heim koma tveir trúðar eða gestir sem gengið er fram af og gengið frá svo möguleiki á endur- lausn geti átt sér stað,“ segir Egill og bendir á að sorg hjónanna í verkinu felist í því að draumarnir rættust ekki. „George varð aldrei það skáld sem til stóð heldur beygði sig undir vald pabba Mörthu, sem hún lætur líka kúga sig undir. Það sem toppar framadrauminn er barnleysið í verkinu sem er hið endanlega gjaldþrot því það er aldrei talað um það held- ur er leikinn sá leikur að barnið sé til. Það er enginn styrkur til að horfast í augu við raun- veruleikann. Þá verður til óraunveruleiki,“ segir Egill og tekur fram að hann sjái sterka samsömun milli verksins og þjóðfélags- ástandsins heima á Íslandi í dag. „Við vorum rækilega vakin upp í hruninu en ástandið er orðið eins, nema núna er þetta orðið verra því það þarf að lyfja þetta til. Það getur vel verið að ég sé svartsýnismaður, en ég upplifi ekki annað en að heimurinn sé á ofboðslegum hraðsnúningi gegn sjálfum sér. Það eru mjög svartir tímar framundan. Það ríkja svartar skoðanir, sem hafa ekki fengið að viðra sig síðan seinna stríði lauk. Allt einu má tala hátt um slíkar skoðanir, hvort heldur það birtist í fyrirlitningu á útlendingum eða samferðafólki,“ segir Egill og bendir á að hlutverk lista sé að leita eftir sannleika í gegnum mótsagnir. „Því það er ekki til neinn einn sannleikur. Þegar mótsögnum er stillt upp myndast skilningur á einhverjum milli- vegi. Ef heimurinn fær ekki að stilla saman mótsögnum, hvort heldur er á sviði, í bókum eða á hvíta tjaldinu, þá getur reynst erfitt að átta sig á því hvaða öfl takast á.“ Á næsta ári bíða Egils átök við eitt fræg- asta verk leikbókmenntanna því þá setur hann upp Hamlet í Óðinsvéum. „Ég veit ekki um neinn leikstjóra sem er ekki með Hamlet á óskalistanum, þannig að þegar mér bauðst að setja leikritið upp sló ég til og hlakka mik- ið til,“ segir Egill og tekur fram að Hamlet verði víðar í Danmörku árið 2016, en þá verða 400 ár liðin frá andláti Shakespeare. „Það verða þrír Hamletar næsta vetur í Dan- mörku. Gamli meistarinn minn, Hans Henrik- sen, sem lærði í Pétursborg og orðinn er leik- hússtjóri í Álaborg, er að fara að setja upp Hamlet auk þess sem Stefan Larsson, leik- hússtjóri hjá Betty Nansen-leikhúsinu í Kaupmannahöfn, ætlar líka að setja upp Hamlet,“ segir Egill og bendir á að lykilsetn- ing verksins snúist í sínum huga um að eitt- hvað sé rotið, ekki bara í Danaveldi, heldur í heiminum öllum. „Jacques Derrida skrifaði í bók sinni Draugur Marx að líkt og í Hamlet muni birt- ast draugur sem tilkynnir að eitthvað sé rangt í heiminum. Það er Marx sem hvíslar í eyra okkar að við séum beitt órétti, því okkur er misboðið með valdníðslu og spillingu,“ seg- ir Egill og bætir síðan við: „Maður þarf samt að passa biturðina, því ekki vill maður missa lífsviljann.“ Ljósmynd/Natascha Thiara Rydvald Ljósmynd/Natascha Thiara Rydvald * Það er mjög gott leik-húslíf á Íslandi. Miðaðvið smæð er ótrúlegt að það skuli vera svona pumpandi aktíft á öllum plönum. Peter Plaugborg og Charlotte Munck í hlutverkum sínum sem Stanley og Blanche, en Munck stökk inn í hlutverkið með tveggja vikna fyrirvara. 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 „Þetta er vel heppnuð færsla til nútímans á leikriti Williams, sem er þess virði að sjá. Vegna leikstjórnarinnar og allra leikaranna, svo góðir eru þeir,“ skrifar Ulla Strømberg á menningarvefnum kulturkupeen.dk og gefur uppfærslu Konunglega leikhússins á Omstigning til Paradis sex stjörnur af jafnmörgum mögulegum. „Nútímaaðlög- unin á Omstigning til Paradis er djörf og vel hugsuð, leikur allra er þróttmikill. Charlotte Munck vekur forvitni okkar með blöndu sinni af óöryggi og reiði – tónlistin veitir góðan slagkraft,“ skrifar Gregers Dirckinck-Holmfeld, fyrrverandi leiklistar- gagnrýnandi hjá Ekstra Bladet, á vefnum gregersdh.dk og gefur fjórar stjörnur. Jakob Steen Olsen, gagnrýnandi danska dagblaðsins Berlingske, gefur einnig fjórar stjörnur. Hann bendir á að það sé ekkert sem minni á paradís á þeirri endastöð sem áhorfendur verða vitni að, því á stóra sviði Konunglega leikhússins birtist forgarður helvítis fullur af lágstéttarlífi, öskrum og lát- um í heimi staðsettum eftir bæði Afganist- an og fjármálakreppu. Hann hrósar Peter Plaugborg og Signe Egholm Olsen fyrir túlkun sína á Stanley og Stellu, en er ekki jafnhrifinn af Munck í hlutverki Blanche. „Með Charlotte Munck – sem frá náttúr- unnar hendi er sterk, gáfuð, meðvituð og íbyggin leikkona – í hlutverki persónunnar er erfitt að trúa því að þessi Blanche sé fórnarlamb aðstæðna.“ Olsen gerir endi verksins að sérstöku umtalsefni, en í stað þess að láta Stanley nauðga Blanche er atburðurinn útfærður eins og kynlíf tveggja jafningja „hans, sem ögrar henni, hennar, sem fylgir náttúru sinni og sökum þess tortímist,“ skrifar Ol- sen og tekur fram að auðvitað megi prófa að beita slíkri femínískri túlkun á verkið. Christian Skovgaard Hansen finnst færsl- an til nútímans ekki lukkast sem skyldi og gefur fjóra blóðdropa á leiklistarblogginu ungtteaterblod.dk. „Uppsetningin gerir líf- inu á jaðrinum á samfélaginu skil, þar sem fleiri taparar verða til en sigurvegarar. Þetta er sýning fyrir þá sem vilja upplifa hráa sýn- ingu sem á sama tíma vekur áhorfendur til umhugsunar […] Munck er fín sem Blanche, en hún leikur hlutverkið næstum of snoturt. Ég sakna ofsans, ögrunarinnar og hráleikans sem í hlutverkinu leynist,“ segir Hansen, en hrósar Plaugborg og Ol- sen fyrir framúrskarandi túlkun sína á Stanley og Stellu. Uppfærslan fær þrjár stjörnur hjá Anne Liisberg á vef sviðlistartímaritsins Teater1, sem hrósar velheppnaðri færslu leikritsins til nútímans. „Margt var mjög vel gert í uppfærslunni, en samt náði hún ekki al- mennilegu flugi á frumsýningu,“ skrifar Liis- berg og kvartar m.a. undan skorti á drama- tískri uppbyggingu í leiknum og of miklum öskrum. Monna Dithmer, gagnrýnandi danska dagblaðsins Politiken, er á sama máli um að vel hafi tekist til við að færa leikritið til nútímans, en finnur að samleik Plaugborg og Munck í hlutverkum sínum sem Stanley og Blanche. Aðallega finnst henni skorta á kynferðislega spennu milli þeirra og gefur sýningunni þrjú hjörtu. VIÐTÖKUR DANSKRA LEIKLISTARRÝNA Vel heppnuð færsla til nútímans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.