Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 17
Hreystihjón í Hvíta húsinu Forsetafrúin bandaríska er þekkt fyrir áherslu sína á að rækta líkamann og huga að heilsunni. Hér er hún í hjólatúr með dætrunum Maliu og Söshu. AFP MICHELLE OG BARACK OBAMA RÆKTA LÍKAMANN AF KAPPI OG REYNA AÐ VERA FYRIRMYNDIR FYRIR BANDA- RÍKJAMENN Í HEILSURÆKT OG HOLLUSTU. Forsetahjónin bandarísku leggja bæði mikla áherslu á hreyfingu og taka sér tíma í að rækta lík- ama og sál þrátt fyrir annir. Barack Obama hefur sagt frá því að hann hafi gert hreyfingu að reglulegum hluta af lífi sínu þegar hann var 22 ára gamall og þá einnig tekið ákvörðun um að sleppa áfengi úr lífinu. Forsetinn hefur aðgang að lyftingasal og körfuboltavelli í Hvíta húsinu og nýtir hvort tveggja. Hann tekur æfingu klukkan hálfátta sex morgna í viku. Þar sem hann er líklega með uppteknari mönnum jarðarinnar hefur hann æfing- arnar stuttar en hnitmiðaðar, en hann æfir alltaf í 45 mínútur. Forsetinn mun vera afar skipu- lagður í æfingum; hann tekur brennsluæfingar og sérstakar lyft- ingaæfingar fyrir efri og neðri búk og blandar svo körfubolta- æfingum inn á milli. Mataræði er mikilvægt að mati forsetans en hann heldur sig al- farið frá ruslfæði. Ferskt græn- meti og ávextir eru oft á borð- um Obama-fjölskyldunnar og forsetinn vill neyta próteinríkrar fæðu. Á milli mála leyfir hann sér berjate, próteinstangir og hnetur. Forsetinn er þó ekki heilagur í þessum efnum frekar en aðrir og á erfitt með að standast súkkulaði með kara- mellu. Michelle Obama hefur birt myndbönd á netinu af sinni rút- ínu í ræktinni, en hún er meðal annars hrifin af lyftingum og notar einnig boxpúða við æfing- ar. Forsetafrúin hefur verið ötull talsmaður hreyfingar barna og meðal annars nýtt sér boðskap Latabæjar til að koma skila- boðum um ágæti hreyfingar til bandarískra barna. Michelle Obama er andlit átaksins Let’s Move, sem er landsátak sem hleypt var af stokkunum vestra fyrir fimm ár- um og er ætlað að hvetja börn til hreyfingar. Forsetinn sjálfur er ekki síður íþróttamannslegur þótt hann hafi átt í baráttu við að hætta að reykja. AFP Forsetinn gefur sér líka tíma til að hjóla með fjölskyldunni þegar færi gefst. AFP 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Öll viljum við lifa sem lengst og eiga gæfu- ríkt og gott líf. Til að eiga sem besta mögu- leika á löngu og heilsusamlegu lífi þarf að leggja svolítið á sig. Ýmislegt þarf að varast, sumt þarf að forðast og annað bætti bæta. Hér eru nokkur góð ráð.  Borðaðu minna. Allir vita að offita heggur árin af lífinu. Hættu að borða þegar þér líður eins og þú sért 80% saddur, en það gera þeir háöldruðu í Japan.  Stundaðu kynlíf tvisvar til þrisvar í viku. Það brennir kaloríum, getur lækkað blóðþrýsting, þú sef- ur betur og hjartað styrkist við áreynsluna. Talið er að þú getir bætt þremur árum við líf þitt með þessu móti.  Slökktu á sjónvarpinu. Í rannsókn einni frá 2010 var sýnt fram á að fólk sem horfir á sjónvarp í meira en fjórar klukkustundir á dag lifir skemur en þeir sem horfa í aðeins tvær klukkustundir eða minna.  Haltu þig frá sólinni. Að forðast sól stuðlar að minni líkum á húðkrabbameini. Auk þess færðu minni hrukkur og lítur unglegar út.  Vertu með fólki. Án vina og fjölskyldu ertu gjarnari á að fá hjartasjúkdóma og einmanaleiki veldur oft þunglyndi.  Drekktu minna áfengi. Konur sem drekka meira en tvo glös á dag og karlar sem drekka meir en þrjú eru líklegri til að þjást af vandamálum sem tengjast þyngdaraukningu og sambandsörðug- leikum.  Borðaðu grænmeti og ávexti. Borð- aðu þrjá skammta á dag og þú minnk- ar líkur á hjartasjúkdómum verulega en einnig er talið að líkur á brjósta- krabba minnki. Grænmeti og ávextir gefa þér unglegra útlit því það hefur áhrif á hrukkumyndun.  Leggðu áherslu á hreyfingu. Talið er að dagleg hreyfing geti bætt fjórum árum við líf þitt en hreyfing hefur góð áhrif á bæði líkama og sál. Jafn- vel létt ganga daglega minnkar líkur á hjartasjúk- dómum.  Ekki reykja. Að hætta að reykja er sennilegast áhrifamesta leið til lengra lífs. Í könnun sem birt var í American Journal of Public Health kom í ljós að kon- ur sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur bæta sex til átta árum við líf sitt. Þessi ráð eru ekkert ný af nálinni en gott að minna sig á þau reglulega. Nú er bara að fara eftir þessum heil- ræðum, reima á sig skóna og drífa sig út í göngu, drepa í sígarettunni og stunda meira kynlíf. Kannski er erfitt að ætla sér of mikið í einu en galdurinn er að hætta ekki að reyna. Borðaðu minna í dag en í gær, knúsaðu fólkið þitt í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið og haltu þig frá áfengi. Ekki berja þig niður fyrir að mistakast, stundum þarf nokkrar tilraunir til að hlutirnir gangi. Og það má alltaf byrja nýjan dag með fögur fyrirheit og líf þitt verður von- andi lengra og betra. NÍU GÓÐ RÁÐ SEM LENGJA EIGA LÍFIÐ Leiðir til lengra lífs Getty Images/Fuse Börn hafa mikla hreyfiþörf og það er engin ástæða til annars en ýta undir hana. Handbókin Færni til framtíðar hefur að geyma hug- myndir að því hvernig örva megi hreyfifærni barna úti í nánasta um- hverfi. Færni til framtíðar er líka með síðu á Facebook. Færni til framtíðar*Heilsan er mesta eignin.Hamingja er mesta gersem-in. Sjálfstraust er besti vinurinn. Lao Tzu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.