Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Fjölskyldan Hveralíf í Krýsuvík Ferðafélag barnanna heldur í hávísindalegan rannsóknarleiðangur í Seltún í Krýsuvík. Lagt er af stað kl. 11 laugardagsmorguninn 24. október á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Gengið verður um svæðið og gerðar rannsóknir undir handleiðslu Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræðings og Elísabetar Rögnu Hannesdóttur líffræðings. V ala Védís Guðmundsdóttir, ljósmóðir og menntaður þjálfari í núvitund, stendur fyrir námskeiði um nú- vitund á meðgöngu. Námskeiðið er á vegum Hug- skrefa og verður einu sinni í viku á miðvikudögum frá 28. október til 16. desember í húsnæði fjölskyldumið- stöðvarinnar Lygnu við Síðumúla. Vala bjó í Hollandi í níu ár þar sem hún lærði fræðin en hún flutti ásamt hollenskum eiginmanni sínum til Íslands í janúar. „Ég lærði ljósmóðurfræði í Amsterdam og Groningen í fjögur ár og tók svo eitt ár í viðbót í ómskoðunum,“ segir Vala. Hún segir námið í Hollandi hafa verið þungt. „Það var mikið um sólarhringsvaktir og stundum tveggja sólarhringa vaktir. Kerfið er allt öðruvísi uppsett en hér. Það er til dæm- is mikið um heimafæðingar í Hollandi. Það er inni í menning- unni þar og þykir jafn eðlilegt að eiga heima eins og á spít- ala. Einnig vinna ljósmæðurnar alveg sjálfstætt, reka sínar eigin ljósmæðrastofur og sjá alfarið um alla ljósmæðraþjón- ustu fyrir konur með fáa sem enga áhættuþætti,“ segir Vala, sem segir gaman að hafa kynnst tveimur ólíkum kerfum. Vissi alltaf að hún vildi læra að ómskoða Vala starfar á fósturgreiningadeild Landspítalans til viðbótar við vinnu sína hjá Hugskrefum. „Frá því að ég var lítil vissi ég að ég vildi læra að ómskoða lítil fóstur. Mér fannst það mjög áhugavert að geta skoðað inn í kviðinn,“ segir hún og bætir við að það sé magnað að fá að vera með konum og pörum á þessari mikilvægu stund. „Þetta gefur mér mjög mikið.“ Hún gerði lokarannsókn sína í ljósmóðurfræðunum um áhrif átta vikna núvitundarnámskeiðs á upplifun kvenna á meðgöngu, fæðingu og fyrstu tvær vikurnar eftir barnsburð. Niðurstöðurnar urðu til þess að hún sannfærðist um að það að leiðbeina konum á meðgöngu með núvitundaræfingum væri eitt það besta sem hún gæti gefið af sér sem ljósmóðir fyrir mæður og verðandi mæður, með öllu sem því hlutverki fylgir. Hún segir ljósmóðurstarfið ekki bara snúast um „að mæla blóðþrýstinginn og vera í fæðingunni“. Ró og samþykki Hún segir að konurnar sem höfðu farið á núvitundarnám- skeið hafi fundið fyrir „mikilli ró og samþykki fyrir því hvernig þeim liði. Það er svo mikið af tilfinningum í gangi á meðgöngu. Þú hefur ekki stjórn á öllum hormónunum og þetta er svo mikil breyting á lífinu.“ Hún segir núvitund vera færni sem hver og einn geti til- einkað sér. Á námskeiðinu eru konurnar leiddar áfram í hug- anum og er athygli meðal annars beint að líkamlegum kenndum, tilfinningum og hugsunum. Æfingarnar fara fram sitjandi, liggjandi og í formi hreyfinga. „Fókusinn er að beina athyglinni á sjálfan sig. Að gefa sér tvo tíma á viku til að vera með sjálfum sér og taka eftir því hvað er að gerast inni í þér. Taka eftir hugsununum. Við er- um svo mikið í fortíðinni eða framtíðinni, að plana hvað við erum að fara að gera á morgun. Við erum að æfa okkur í að fara í líðandi stundu sem er aðeins flóknara en það hljómar.“ Hentar konum með kvíða eða depurð Margvíslegir verkir geta fylgt meðgöngu og er núvitund líka hluti af því að takast á við þá. „Námskeiðið hentar fyrir allar konur sem hafa áhuga á að læra núvitund en það hentar einstaklega vel fyrir konur sem upplifa mikið stress og kvíða og hafa áður verið með þung- lyndi,“ segir Vala en núvitund hefur hjálpað henni sjálfri mikið til að hafa stjórn á sínum eigin kvíða. „Ég upplifði svo mikinn kvíða og var búin að prófa allt en þetta var það eina sem gaf mér von um að það væri hægt að umgangast kvíða. Það er til eitthvað sem getur hjálpað manni.“ Hún segir rannsóknir sýna fram á að fólk sem hafi átt við kvíða, þunglyndi, króníska verki eða streitu að stríða upplifi að núvitundartækni bæti daglegt líf þess. Sjálf kynntist hún núvitund árið 2011 og hreifst af þessari einföldu aðferð til að takast á við lífið, sem stundum getur verið flókið. Hún segir hugann öflugt tæki, því hafi hún kynnst vel í gegnum núvitundaræfingarnar. Hún segir þær geta tekið verulega á en jafnframt hafi þær fært henni nýja sýn á sjálfa sig og aðra. Hún fór tvisvar á átta vikna núvitundarnámskeið og ákvað síðan eftir það að fara á kennaranámskeið sem hún lauk árið 2014. Til viðbótar er hún jógakennari sem getur líka komið sér vel en hún hefur þó ekki verið að kenna jóga hérlendis enn sem komið er. Hámarksfjöldi á námskeiðunum er tíu konur og eru nám- skeiðin lokuð. Fyrsta námskeiðið í núvitund á meðgöngu hófst í september og klárast í næstu viku. „Ég mun ekkert hætta þessum námskeiðum, þetta er bara byrjunin,“ segir Vala, sem ætlar að þróa þessi námskeið áfram og hefur til dæmis áhuga á að vera með námskeið fyrir pör en það hafi verið of yfirgripsmikið að sinni. Námskeiðið í núvitund á meðgöngu er líka tilvalinn und- irbúningur fyrir fæðinguna sjálfa þar sem sjaldan er jafn mikilvægt að vera í núinu og einmitt þá. Hugskref er fyrirtæki sem hún stofnaði með systur sinni, Eddu Margréti Guðmundsdóttur sálfræðingi, sem er sérhæfð í núvitundarmiðuðum meðferðarúrræðum og hefur unnið töluvert með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Hug- skref hefur til dæmis verið með núvitundarnámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára og má sjá nánar um það og fleiri námskeið sem eru í bígerð á Hugskref.is. Vala segir núvitund góða leið fyrir flestar konur til að eiga við allar þessar tilfinningar sem koma upp á meðgöngu. „Með þessari aðferð æfir maður sig í að leyfa því sem er til staðar að vera eins og það er. Hlutirnir hverfa hvort sem er ekki, þótt við forðumst þá. Stundum hjálpar að gefa þeim bara rými og athygli.“ AÐ VERA Í LÍÐANDI STUNDU ER FLÓKNARA EN ÞAÐ HLJÓMAR Vala segir núvitund góða leið fyrir flestar konur til að eiga við allar þessar tilfinningar sem koma upp á meðgöngu. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Skilgreining á núvitund eða gjörhygli/árvekni eins og mindfulness hefur gjarnan verið þýtt á íslensku (orðið sati á upprunalega tungumálinu, Pali) merkir að beita at- hygli á ákveðinn hátt; með ásetningi, í andartakinu og án þess að dæma. Þjálfunin fer að mestu fram í gegnum hugleiðslu þar sem eðli hugans, hugsanamynstur og ósjálfráð viðbrögð eru skoðuð. Ákveðnir eiginleikar eru þjálfaðir upp, eins og þolinmæði, mildi og stöðugleiki. Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun í núvitund getur aukið samkennd og vitund á líðandi stundu. Þetta hefur marg- vísleg jákvæð áhrif á líðan og tilfinningalega stjórn sem rannsóknir á heilastarfseminni eru farnar að styðja.“ Tekið af Hugskref.is. Hvað er núvitund?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.