Morgunblaðið - 03.11.2015, Side 2

Morgunblaðið - 03.11.2015, Side 2
Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is „Hverinn í skóginum er með öfl- ugasta móti um þessar mundir. Þeg- ar barómetið sýnir lágþrýsting stíg- ur gufan frá hvernum upp og hana leggur jafnvel yfir grenitrén sem missa barr og tapa lífsþróttinum smám saman,“ segir Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Land- búnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Garðyrkjuskólinn þar er nú orðinn bækistöð og vettvangur margvíslegra rannsókna vísinda- manna, sem koma á þessar slóðir til að kynna sér veröld í deiglu. Mikil virkni hefur að undanförnu verið á og við hverasvæðið í Reykja- skógi sem er örskammt ofan við garðyrkjuskólann. Svæðið lifnaði við í Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 þegar fjöldi hvera opnaðist þar. Virkni á svæðinu hefur færst til og nú er góður dampur á Svaða, sem er í miðjum skóginum ofan við skólann og húsið Fífilbrekku, frægan sumar- bústað ráðherrans Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu. „Krafturinn í hvernum kemur og fer. Það er áhugavert að fylgjast með atburðarásinni,“ segir Guð- ríður. Hún bætir við að margir geri sér erindi á þessar slóðir til að kynna sér þessa áhugaverðu framvindu í gangvirki náttúrunnar. Lífríkið er soðið og dautt Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á sínum tíma hefur fjöldi náttúruvísindamanna, svo sem fólk í doktorsnámi, komið á Reykjamel á síðustu misserum og gert þar ým- iskonar athuganir sem meðal annars snúa að áhrifum vegna hlýnunar lofts og jarðar. Fyrstu niðurstöður þessara rann- sókna liggja fyrir. Þær leiða í ljós að þegar hitastig í jörð hækkar um 5-10 gráður frjóvgast lífríki og gróður eykst. Fari hiti í hærri tölur er þró- unin í hina áttina. Þannig er hitastig á vissum blettum við Reyki komið í um 60 gráður og þar er lífríkið nú soðið og dautt, að sögn Guðríðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hiti Útfellingar eru við hverinn í Reykjaskógi. Gufu leggur að trjánum sem missa greinar svo aðeins spíran er eftir. Grenitrén missa lífs- þróttinn í gufubaði  Aflið í jörðu á Reykjum er mikið  Vísindamenn rannsaka Reykir Guðríður Helgadóttir við hver nærri garðyrkjuskólanum. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Benedikt Bóas Kristján Johannesen Ölgerðin hefur gert samning við Carlsberg um að taka við framleiðslu og sölu á vörumerkinu frá og með fyrsta janúar 2016. Carlsberg hefur verið framleiddur af Vífilfelli og bruggaður á Akureyri síðan 1998 eða í 18 ár. Engar uppsagnir eru boðaðar hjá Vífilfell en ekki borgaði sig leng- ur fyrir fyrirtækið að framleiða bjór- inn því hann skilaði engum tekjum í kassann, að sögn forsvarsmanna þess. „Við erum mjög sátt með þessa niðurstöðu,“ segir Erla Jóna Einars- dóttir, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs hjá Ölgerðinni. Ölgerðin framleiðir í dag Tuborg og mun gera það áfram. Ekki þarf að bæta neinu við hjá Ölgerðinni og segir Erla að allt sé til reiðu fyrir komu vörumerk- isins. Bjórinn verður nú bruggaður í Reykjavík. Tuborg og Carlsberg er í raun sami framleiðandinn og búa þeir einnig til Somersby – allir þessir drykkir verða nú á hendi Ölgerðar- innar. „Það er alltaf gott að geta auk- ið vöruúrvalið og við munum sinna viðskiptavinum Ölgerðarinnar enn betur og hlökkum til að sjá Carls- berg stækka og dafna á Íslandi,“ segir Erla Jóna. Einbeita sér að innlendu Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells, segir að Vífilfell muni ein- beita sér að innlendum markaði nú þegar Carlsberg mun kveðja tank- ana en það var innan veggja Vífilfells sem ákveðið var að breyta til. „Víf- ilfell býður upp á fjölbreytt úrval bjórtegunda sem við framleiðum bæði fyrir heimamarkað og til út- flutnings s.s. Víking, Thule og Ein- stök. Afkastageta bruggverksmiðj- unnar á Akureyri hefur verið nær fullnýtt undanfarna mánuði og ár, bæði vegna framleiðslu fyrir inn- lendan markað og aukinnar fram- leiðslu á erlendan markað. Þróunin á íslenska markaðnum hefur verið sú að aukin eftirspurn er eftir íslensk- um bjórmerkjum, bæði hefðbundn- um bjór og sérbjórum. Þessi eftir- spurn kemur bæði frá ferðamönnum og Íslendingum. Bjórmarkaðurinn er að breytast mjög mikið og til að geta betur sinnt þessari nýju eftir- spurn þurfum við að breyta fram- leiðslu okkar og þetta er liður í því. Við viljum einbeita okkur að því að sinna eftirspurn eftir íslenskum bjórtegundum og ákvörðun okkar var byggð á þeirri stefnu okkar,“ segir Stefán. Breytt neysluhegðun Hann segir að salan á Carlsberg hafi dregist saman á síðustu árum vegna breyttrar neysluhegðunar Ís- lendinga. „Carlsberg er í grunninn mjög gott vörumerki en við verðum að setja okkar framleiðslu og sölu hennar í forgang og því varð þetta niðurstaðan.“ Um hugsanlegt tekju- tap Vífilfells segir Stefán að arðsem- in af framleiðslu Carlsberg hafi verið komin í mínus. „Það liggur fyrir að söluþróunin, framleiðslumagnið og þar af leiðandi arðsemin af fram- leiðslu Carlsberg var komin í mínus. Það var þess vegna ekki hægt fyrir okkur annað en að hætta að fram- leiða vöru sem við vorum farin að tapa á.“ Stefán bendir á að íslenski bjór- markaðurinn sé í örri þróun. Mark- aðurinn sé ungur og þróunin hröð. „Markaðurinn er vaxinn upp úr bernskuskeiðinu og er nú talinn þró- aður markaður í alþjóðlegu sam- hengi. Markaðurinn á Íslandi er jafnvel þróaðri en í öðrum sambæri- legum smærri löndum í Evrópu, sér- staklega þegar kemur að sérbjórum og fjölbreytni.“  18 ára bruggsögu Carlsberg á Akureyri lýkur um áramótin  Tap á að framleiða Carlsberg  Íslend- ingar og erlendir ferðamenn vilja frekar íslenskan bjór en innfluttan  Bjórmarkaðurinn breytist ört Ölgerðin tekur yfir Carlsberg Morgunblaðið/Ernir Ölið Carlsberg verður nú brugg- aður í Reykjavík hjá Ölgerðinni. Pysjutíminn hefur aldrei verið jafn seint á ferðinni svo vitað sé. „Meðalþyngd pysjanna í ár var 237,5 grömm, sem er því miður ekki mjög góð meðalþyngd. Hún mætti gjarnan vera nær 300 grömmunum,“ segir á heimasíðu Sæheima. „Pysj- urnar voru mjög léttar í upphafi og við lok tímabilsins, eða innan við 210 grömm. Þyngsta pysjan var 336 grömm en sú léttasta aðeins 121 gramm.“ Merktar voru um 700 lundapysjur í haust og verður spennandi að sjá hvernig endurheimtur þeirra verða. gudni@mbl.is Pysjueftirlitinu í náttúrugripasafn- inu Sæheimum í Vestmannaeyjum barst alls 3.831 lundapysja til skrán- ingar, vigtunar og vængmælingar í haust. Komið var með síðustu lunda- pysjuna föstudaginn 23. október og er talið víst að þær verði ekki fleiri þetta haustið, samkvæmt frétt á heimasíðu Sæheima (saeheimar.is). Þetta er mesti fjöldi lundapysja frá upphafi pysjueftirlitsins árið 2003. Árið 2012 var metárið fram að þessu en þá bárust 1.830 lundapysjur. Eldri Eyjapeyjar og Eyjapæjur muna þó tímana tvenna hvað lundapysjur varðar. Á árum áður streymdu lundapysjurnar í bæinn þegar tók að skyggja upp úr Þjóðhátíð og fram eftir ágúst. Næsta víst er að pysju- fjöldinn á þeim árum, þegar allt lék í lyndi hjá lundanum og fæðuframboð var nóg og á réttum tíma sumarsins, var miklu meiri. Það óvenjulegasta við pysju- tímabilið í haust var hvað pysjurnar voru seint á ferðinni. Fyrsta lunda- pysjan barst ekki til pysjueftirlitsins fyrr en 8. september og svo komu þær næstu rúmar sex vikurnar. Pysjutímanum lauk óvenjuseint  Sæheimum barst 3.831 lundapysja Ljósmynd/Ingvar A. Sigurðsson Lundapysja Pysjurnar sem voru vigtaðar í haust þóttu í léttara lagi. Svar við fyrirspurn Sjálfstæðis- flokksins um vikulega pósta Dags B. Eggertssonar borgarstjóra barst í gær frá skrifstofu borgarstjóra á fund stjórnkerfis- og lýðræðisráðs borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks voru ósáttir við að Dagur skyldi nota vettvanginn til að segja sína skoðun á pólitískum átökum sem áttu sér stað í september. Í svarinu kemur fram að kerfið sem Dagur notar til að senda út sína pistla tengist ekki á neinn hátt innri kerfum eða gagnagrunnum borgar- innar. Heildarlisti yfir netföng starfsmanna var notaður til að setja upp upphaflegan póstlista og var sá listi uppfærður fyrir póstlista borg- arstjóra í maí 2015. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, Hildur Sverrisdóttir og Björn Gíslason, létu bóka að svarið ylli vonbrigðum þar sem borgar- stjóri væri sagður í fullum rétti. „Borgarstjóri notaði þennan vett- vang í pólitískt skítkast en ekki upp- lýsingagjöf til starfsmanna. Það telj- um við fara út fyrir ramma reglnanna,“ segir Hildur. Meirihlut- inn bókaði einnig að mikilvægt væri að huga að mismunandi hlutverkum borgarstjóra sem framkvæmda- stjóra sveitarfélagsins og pólitísks fulltrúa. „Nauðsynlegt er að það sé á hreinu hver réttindi hans og skyldur eru þegar kemur að upplýsingamiðl- un og hvernig honum sé rétt og eðli- legt að nýta mismunandi upplýsinga- miðlunarleiðir; mörkin þurfa að vera skýr.“ Setja þarf skýrari mörk um tölvupóst  Borgarstjóri fór ekki út fyrir verksvið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.