Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,-                                       !  " "  #!# !$$ " " %$" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  "  " " !  !#%   !$!# ""# %!   %# ""  % # !"   % !$#% " $ %  " # Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hlutdeild Hollands sem endanlegs ákvörðunarlands í heildarútflutningi frá Íslands er 39 milljörðum króna minni en talið hefur verið. Þetta leiðir rann- sókn Hagstofunnar í ljós en mikið af vöruútflutningi frá Íslandi fer um skipa- höfnina í Rotterdam á leið til annarra áfangastaða. Rannsóknin fólst í því að stofnunin hafði samband við útflutn- ingsaðila til að sannreyna gögn um út- flutning til Hollands. Sama rannsókn leiddi í ljós að ekkert bendi til að útflutningur til Rússlands sé vanmetinn. Minni útflutningur til Hollands en talið var BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðuneytið áformar að leggja fram nokkur viða- mikil frumvörp til að breyta og bæta umgjörð fjármálaþjónustu. Breyt- ingarnar sem framundan eru byggj- ast annars vegar á lærdómi af falli fjármálakerfisins og hins vegar á umfangsmikilli endurskoðun á evrópsku regluverki sem Íslandi er skylt að innleiða vegna EES-samn- ingsins. Evrópusambandið hefur samþykkt fjölda reglugerða á und- anförnum árum og eru enn um 130 reglugerðir á sviði fjármálaþjónustu sem bíða innleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins um umbætur á löggjöf á fjármála- markaði. Fyrirhugað er að ljúka innleiðingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, sem nefnd er CRR reglugerð sem fylgir staðl- inum Basel III, með framlagningu tveggja nýrra frumvarpa. Frum- varpið sem lagt verður fram á haust- þingi felur í sér breytingar er varða eigið fé fjármálafyrirtækja auk þess sem gera á lagabreytingar sem snúa að könnunar- og matsferli fjármála- fyrirtækja. Tilgangur breytinganna er að styrkja valdheimildir Fjár- málaeftirlitsins (FME). Í lögunum verður kveðið á um skyldur fjár- málafyrirtækja til að upplýsa opin- berlega um vogunarhlutfall sitt (e. leverage ratio) og skyldur til að við- halda sérstöku vogunarhlutfalli, en Basel III-staðallinn segir að hlutfall- ið skuli vera 3%. Markmið reglnanna er annars vegar að kom í veg fyrir of mikla skuldsetningu innan banka- kerfisins og hinsvegar að styrkja reglur um útreikning eigin fjár. Á vorþingi verður lagt fram frum- varp sem tekur til starfsemi fjár- málafyrirtækja á milli landa, breyt- ingar á samstæðueftirliti og nýrra reglna um uppljóstrun (e.whistle- blowing). Þegar þessi tvö frumvörp verða lögfest verður CRR-reglu- verkið og Basel III-staðallinn að fullu innleidd. Í skýrslunni segir að í ljósi þeirra fjölþættu breytinga sem gerðar hafa verið á lögum um fjár- málafyrirtæki á undanförnum árum stefni ráðuneytið að heildarendur- skoðun laganna sem á að hefjast um mitt næsta ár. Auknar kröfur um gjaldþol Með nýju frumvarpi um vátrygg- ingastarfsemi sem byggist á tilskip- un Evrópusambandsins, sem nefnist Solvency II, á að gera auknar kröfur til fjárhags vátryggingafélaga, með- al annars með því að auka gjaldþols- kröfur, auk þess sem gera á meiri kröfur til stjórnarhátta þeirra. Með gjaldþolskröfu er átt við það fjár- magn sem vátryggingafélag þarf til að mæta óvæntum áföllum sem ekki er gert ráð fyrir í vátryggingaskuld. Vátryggingafélög sem taka mikla áhættu eða eru með slaka áhættu- stýringu munu hafa hærri gjaldþols- kröfur en félög sem taka minni áhættu eða eru með góða áhættu- stýringu. Þá þurfa vátryggingafélög að hafa sérstaka áhættustýringa- deild innan félagsins sem sér um áhættustýringu, innra eftirlit, innri endurskoðun, tryggingastærðfræði og regluvörslu. FME mun hafa sér- stakt verklag við eftirlit með vá- tryggingafélögum og mun greina veikleika og aukna áhættu. Öll starf- andi vátryggingafélög á Íslandi falla undir meginreglur frumvarpsins. Boðar miklar lagabreytingar á umgjörð fjármálaþjónustu Morgunblaðið/Þorkell Fjármálaþjónusta Ráðuneytið áformar að leggja fram viðamikil frumvörp.  Heildarendurskoðun á lögunum  Gjaldþolskrafa vátryggingafélaga hækkar Wow air mun hefja áætlunarflug til tveggja borga á vesturströnd Banda- ríkjanna næsta sumar. Þar er um að ræða Los Angeles og San Fransisco og verða þær því fimmti og sjötti áfangastaður félagsins í Norður-Am- eríku. Að sögn Wow er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag býður upp á beint flug til Los Angeles. Flogið verður fjórum sinnum í viku til Los Angeles og fimm sinnum í viku til San Francisco og verður flogið allt árið um kring. Til þess að mæta hinu aukna fram- boði tekur flugfélagið í þjónustu sína þrjár nýjar Airbus A330-300 breið- þotur og eru það stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Íslandi, að sögn Wow. Vélarnar eru langdrægar og geta flogið í einum legg tæpa 12 þúsund kílómetra leið. Vélar af þessu tagi geta tekið allt upp í 440 farþega en WOW air hyggst búa þær 340 sætum. Í tilkynningu frá WOW air kemur fram að listaverð nýrrar vélar af þessu tagi sé um 32 milljarðar íslenskra króna. Airbus hefur framleitt 1.200 vélar af þessu tagi og eru þær í notkun hjá mörgum af stærstu flugfélögum heims. Skúli Mogensen, eigandi og for- stjóri WOW air, segir að með þessari viðbót muni félagið meira en tvöfalda sætaframboð sitt milli ára. Þannig fari það úr 900 þúsund sætum í ár í tæplega 2 milljónir sæta á næsta ári. „Norður-Ameríkuflug okkar sem og tengiflug okkar yfir Atlantshafið hef- ur gengið frábærlega og hefur sæta- nýting allt frá upphafi verið yfir 90%,“ segir Skúli. „Það liggur því beinast við að bæta við Los Angeles og San Fransisco sem eru stórkost- legar borgir í Kaliforníu og styrkja enn frekar leiðarkerfi okkar. Ljóst er að það er mikil þörf og eftirspurn eft- ir góðu lággjaldaflugfélagi sem flýgur yfir Atlantshafið.“ Wow eykur við Bandaríkjaflugið  Flogið til Los Angeles og San Fransisco Morgunblaðið/RAX Flug Skúli segir þörf fyrir lág- gjaldaflugfélag yfir Atlantshaf. Fjármálastöðugleikaráði, sem tók formlega til starfa í september í fyrra, er ætlað að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjár- málastöðugleika. Fjármála- og efnahagsráðherra er formaður ráðsins og með honum í því sitja seðlabankastjóri og forstjóri FME. Á þessu ári hefur ráðið hist þrisvar sinnum. Á fundi þess 2. október var það mat ráðsins að væri horft lengra fram á veginn hefði áhættan vaxið fyrir fjármálakerfið, þar sem líkur á þjóðhagslegu ójafnvægi hefðu aukist. Ráðið grípur ekki til beinna aðgerða heldur beinir tilmælum um aðgerðir til þar til bærra yf- irvalda. Yfirvöld geta meðal annars gripið til þjóðhagsvarúðartækja eins og kröfu um eiginfjárauka sem sett var í lög síðasta sumar sem gerir fjár- málafyrirtækjum skylt að viðhalda hærra hlutfalli eigin fjár en grunn- kröfur gera ráð fyrir. Til stendur að innleiða fleiri þjóðhagsvarúðartæki á næstu misserum. Í frumvarpi um fasteignalán til neytenda verður FME heimilt að undangengnum tilmælum fjármálastöðugleikaráðs að setja reglur um veðsetningarhlutfall fasteigna. Hámark á slíkt hlutfall getur dregið úr vexti fasteignalána og þar með þenslu á fasteignamarkaði. Fá fleiri þjóðhagsvarúðartæki FJÁRMÁLASTÖÐUGLEIKARÁÐ STYRKT ● Alþjóðlega fyrirtækið Alcoa hefur til- kynnt að það hyggist draga úr fram- leiðslu sinni á áli. Tvö álver í Wash- ington-ríki munu þannig hætta vinnslu auk eins í New York-ríki. Þá mun fyr- irtækið loka enn einu álveri í New York- ríki fyrir fullt og allt, að því er segir í til- kynningu. „Um allan heim höfum við verið að gera ráðstafanir til að hætta bræðslu og vinnslu áls á þeim stöðum þar sem það er okkur óhagkvæmt,“ segir Roy Harvey, talsmaður Alcoa, en fyrirhugað er að skipta fyrirtækinu upp í tvær ein- ingar seinni hluta ársins 2016. Ekki er vikið að álveri Alcoa hér á landi, en framleiðsla þar hófst í apríl árið 2007. Alcoa dregur saman seglin á heimsvísu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.