Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Vetur í Laugardalnum Nú hefur vindur og kuldi í byrjun vetrar náð að sópa öllum laufblöðum af trjánum og eftir standa dimmar greinar sem bíða þess að aftur komi vor og þær laufgist á ný. Styrmir Kári Það var fróðlegt að lesa um þá ákvörðun kröfuhafa Glitnis að skila íslenska ríkinu Ís- landsbanka í býttum fyrir það að losna úr höftum með erlendar gjaldeyriseignir slita- búsins. Ákvörðun sem í meginatriðum lýtur að því að skilja krónueign- ir slitabúsins eftir hér á landi gegn því að fá að fara með er- lendar eignir úr höftum. Þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að rifta ákvörðunum Fjár- málaeftirlitsins frá haustinu 2008 um afskriftir og niðurfærslur lána úr gömlu bönkunum sem voru færðar í nýja á nettó afskrifuðu verði samdi hann við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna um að þeir fengju sjálf- dæmi um handrukkun og innheimtu í nýju bönkunum þvert gegn reglum neyðarlaganna. Með því opnaðist þeim leið að óvæntum feng sem vogunarsjóðirnir höfðu ekki reiknað með þegar kröfur bankanna gengu kaupum og sölum á markaði haustið 2008 og vorið 2009. Ýmsir hafa reynt að leggja mat á þessar gjafir Steingríms. Það er nærtækast að gera það með því að bera saman efnahags- reikninga bankanna á milli 2008 og 2015. Fljótt á litið sýnast gjafir hans til vogunar- sjóðanna vera um 500 milljarðar króna á nú- virði. Ef til vill þó nokkru hærri því enn eru ekki öll kurl til grafar komin. Það þurfti því að halda vel á við lok upp- gjöra slitabúanna áður en þeim yrði hleypt úr höftum. Í raun þurfti að tryggja að vogunarsjóðirnir skildu eftir í land- inu að lágmarki þessar örlætisgjafir Steingríms J. Sigfússonar. Tímasprengja aftengd Á blaðamannafundi við kynningu á samþykki ríkis og seðlabanka á stöð- ugleikaskilyrðunum nú á dögunum skilgreindi Már Guðmundsson stöð- una svo „að nú væri búið að aftengja tifandi tímasprengju“. Undirliggjandi í þeim orðum var að Steingrímur hefði verið sprengju- smiðurinn með því að leyfa sniðgöng- una við neyðarlögin og riftanirnar á ákvörðunum FME frá 2008. Allt um það vissi Már öðrum betur vegna at- beina Seðlabankans í málinu. FME var jafnframt liðtækt í þeirri aðstoð. Það er auðvelt að skilja af hverju vogunarsjóðirnir vilja skila banka eins og Íslandsbanka og losna sem fyrst úr höftunum. Þeir vita manna best að uppfærði gróðinn af afskrifuðum lánum er síð- ur en svo á lausu. Hann er ekki ann- að en uppfærðar áður afskrifaðar skuldir sem höfðu bólgnað við hrunið og standa inni í bankanum sem upp- færðar skuldir einstaklinga og at- vinnufyrirtækja gegn reglum neyð- arlaga. Skuldir sem eftir er að borga eða fasteignir í fasteignafélögum sem bankarnir settu á fót sem um- breyta þyrfti í reiðufé. Þeir vita að það mun taka mörg ár að rukka þær skuldir inn og enn fleiri að breyta þeim í erlendan gjaldeyri. Það hentar þeim því vel að nota ör- lætsgjörninga Steingríms sem skiptimynt til að sleppa frá höft- unum með rauneignir búsins í er- lendum gjaldeyri sem þegar eru geymdar í útlöndum. Þeirra stóri ávinningur er að fá þær erlendu eignir sem fyrst til að fjárfesta á ný annars staðar. Kreppuframlenging í stað skjaldborgar Þessir alvarlegu gjörningar Stein- gríms þegar hann braut íslensk lög og rifti ákvörðunum Fjármálaeftir- litsins árið 2009 í þágu AGS og ESB framlengdu kreppuna á Íslandi um mörg ár. Það svo að enn eru svöðusár eftir á tugþúsundum Íslendinga sem misstu allt sitt í boði Steingríms og vinstri stjórnarinnar sálugu. Stjórnarinnar sem allt vildi til vinna að komast á stökki í ESB sumarið 2009. Fórnaði í þeim tilgangi því skjóli sem neyðar- lögin höfðu búið þjóðinni. Tókst hins- vegar þá að ljúga því að okkur að hún væri að smíða þjóðinni skjaldborg með verkum sínum. Það var ekki fyrr en við kosningarnar 2013 að þjóðin fékk sitt tækifæri til að jafna um við þessa óheiðarlegu stjórn- málamenn. Afleiðingar þessara verka þeirra eru að nú má sjá tugþúsundir sem áður bjuggu í eigin húsnæði meðal annarra á leigumarkaðnum eftir að bankarnir eru búnir að selja ofan af þeim með hjálp Árna Páls-laganna. Eða upp á ættingja og vini, komnir á „Hótel mömmu“. Þetta ásamt ýmsu öðru veldur nú eftirspurnarspreng- ingu á leigumarkaði. Sumir flúðu til Noregs. Aðrir sitja enn í íbúðum og húsum með upp- reiknaðar skuldir sem þeir eiga eftir að strita fyrir. Hjá þeim heldur kreppan áfram. Nú kóróna vogunarsjóðirnir allt verkið með því að láta íslenska ríkið rukka Steingrímsgjafirnar. Sjálfir fljúga þeir með sólsetrinu vestur til Wall Street með alvörupeningana og skilja íslensk stjórnvöld eftir í hand- rukkinu. Það mun síðar koma í ljós hvernig tekst til um það. Steingrímur þenur brjóst og sperrir stél Til að undirstrika heimsku sína stekkur Steingrímur J. Sigfússon nú upp á stól þegar vogunarsjóðirnir eru að skila Íslandsbanka og eignar sér málið sem árangur af eigin dugn- aði. Þegar hann „hvorki borðaði né svaf“ að eigin sögn við að bjarga þjóðinni á árunum 2009 og 2010 en þá kvaddi hann „björgunarvaktina í fjármálaráðuneytinu“. Það fer best á því núna að fá lánuð orðin sem Matthías Jochumsson lagði í munn Jóni sterka eftir að Eyj- ólfur vinnumaður hafði lagt hann í bændaglímunni. Sáuð þið hvernig ég tók hann, drengir? Eftir Víglund Þorsteinsson » Fljótt á litið sýnast gjafir hans til vog- unarsjóðanna vera um 500 milljarðar króna á núvirði. Víglundur Þorsteinsson Höfundur er lögfræðingur og fyrrver- andi stjórnarformaður BM Vallár. Vogunarsjóðir skila gjöfum Steingríms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.