Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 27
verkfræði frá DTU í Kaupmanna- höfn. Hún hefur sinnt verkfræði- störfum hjá m.a. Íslandspósti, Sam- skipum og Norðuráli auk stjórnar- setu hjá opinberum og einka- hlutafélögum. Jóhanna varð formaður Verkfræð- ingafélags Íslands, fyrst kvenna. Hinn 1.2. 2014 var hún sæmd heið- ursmerki félagsins en í heiðursskjal- inu stendur m.s.: „Hún hefur beitt sér fyrir auknum hlut kvenna innan verkfræðinnar og á vettvangi félags- ins. Hún hafði forgöngu um stofnun kvennanefndar félagsins árið 2000, sat í stjórn hennar fram til ársins 2010 og var formaður nefndarinnar 2005-2007. Jóhanna var í stjórn VFÍ á árunum 2000-2004 og var formaður félagsins 2007-2011. Var hún þar með fyrst kvenna til að gegna formennsku í fé- laginu. Sem formaður átti hún frum- kvæði að því að siðareglur félagsins voru endurskoðaðar í víðtæku sam- ráði innan verkfræðistéttarinnar. Jó- hanna var eindreginn stuðnings- maður sameiningar Verkfræðinga- félags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga sem varð að veruleika árið 2011.“ Jóhanna kynntist eiginmanninum á seinasta ári í menntaskóla en þau hafa verið saman frá stúdentsvorinu: „Í ágúst sl. héldum við upp á silfur- brúðkaupsafmæli en það hljómar eins og heil eilífð þó að ég muni það eins og það hafi gerst í gær. Við erum mikið fyrir útivist og höfum yfirleitt farið í að a.m.k. eina göngu innan- lands á sumri með bakpokann, höfum farið þessar helstu gönguleiðir og tvisvar á Hornstrandir. Ég hljóp maraþon fyrir fimm árum í New York og hef yfirleitt fagnað hverjum afmælisdegi með 10 km hlaupi. Önn- ur áhugamál snúast um golf, skíði, stangveiði og lestur góðra bóka.“ „Fyrirmyndin mín í lífinu er mamma sem m.a. hvatti alla til reglu- bundinnar hófstilltrar hreyfingar. Svo deilir fjölskyldan með sér tónlist- aráhuga. Ekkert listform hreyfir eins við mér og lifandi flutningur tónlist- ar. Við sækjum tónleika allra teg- unda tónlistar, frá rappi og poppi yfir í djass og klassísk.“ Afmælisbarnið hyggst fagna tíma- mótunum nk. föstudag í góðra vina hópi en afþakkar afmælisgjafir. Hennar hjartans mál er sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð og bendir hún þeim sem deila með henni þeim áhuga á verkefnið „Faldar perlur“ sem hægt er að styðja inni á www.karolinafund.com. Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Þorsteinn Páll Hængsson, f. 20.8. 1964, tann- læknir. Foreldrar hans eru Hængur Þorsteinsson, f. 3.2. 1938, tannlæknir, og Hanna Lára Köhler, f. 31.7. 1943, framkvæmdastjóri. Dætur Jóhönnu og Þorsteins Páls eru Rut, f. 17.3. 1991, nemi við HÍ; Hrönn, f. 13.7. 1994, nemi við HÍ, og Ólöf, f. 4.9. 1996, nemi við MK. Systkini Jóhönnu eru Ágúst Þór Árnason, f. 26.5. 1954, aðjunkt við lagadeild HA; Guðjón Trausti Árna- son, f. 19.11. 1968, starfsmaður Wal- dorf-skólans í Lækjarbotnum; Guð- björg Gígja Árnadóttir, f. 12.9. 1960, skjalastjóri hjá Kópavogsbæ. Foreldrar Jóhönnu voru Ólöf Þór- arinsdóttir, f. 18.9. 1928, d. 2.10. 2013, íþrótta- og handavinnukennari, og Árni Jóhannsson, f. 30.1. 1933, d. 22.2. 2015, kennari og smiður. Úr frændgarði Jóhönnu Hörpu Árnadóttur Jóhanna Harpa Árnadóttir Hjalti Jóhannsson b. í Vatnshorni í Þiðriksvalladal Ingigerður G. Þorkelsdóttir húsfr. í Vatnshorni Jóhann Hjaltason kennari frá Gilsstöðum í Steingrímsfirði Guðjóna Guðjónsdóttir húsmóðir frá Kleifum á Selströnd Árni Jóhannsson kennari og smiður í Rvík Guðjón Helgason sjóm. frá Hafnarhólmi á Selströnd Jóna Jónsdóttir húsfr. Finnbogi Jóhannsson skólastjóri Hjalti Jóhannsson Sveinn Finnbogason stoðtækja- smiður Jóhann Hjaltason rafmagns- verkfræðingur og bókaút- gefandi í Kaupmannahöfn Haukur Már Sveinsson sjúkraþjálfari Sveinn Þórarinsson b. Kolsholti Þórarinn Sveinsson dósent í lífeðl- isfræði við HÍ Sveinn Þórarins- son viðskipta- fræðingur Valgerður Þórarinsdóttir Dóra Stefánsdóttir sérfr. hjá Rannís Þóranna Jónsd. deildar- forseti viðskipta- deildar HR Auðunn Þórarinsson b. í Dalbæ í Landbroti Sigríður Sigurðardóttir húsfr. Dalbæ í Landbroti Þórarinn Auðunsson b. í Fagurhlíð í Land- broti og Láguhlíð Elín Guðbjörg Sveinsdóttir húsfr. í Fagurhlíð í Landbroti og Láguhlíð í Mosfellssveit Ólöf Þórarinsdóttir íþrótta- og handa- vinnukennari í Rvík Sveinn Sigurðsson b. á Suður-Reyni í Mýrdal Gróa Guðmundsdóttir húsfr. á Suður-Reyni í Mýrdal Sigríður Ingvarsd. héraðsdómari Sigurður Ingvarsson forstöðum. Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði á Keldum Guðlaug Þórarinsdóttir framkvæmdastj. og atvinnubílst. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Eiríkur fæddist í Reykjavíkfyrir réttum 100 árum. Fað-ir hans var Eggert Briem, óðalsbóndi í Viðey, sonur Guðrúnar Gísladóttur og Eiríks Briem, presta- skólakennara og alþingismanns, en móðir Eiríks var Katrín, dóttir Ást- hildar Guðmundsdóttur og Péturs Thorsteinssonar, útgerðarmanns á Bíldudal. Eiginkona Eiríks var Maja-Greta, f. 21.3. 1918, d. 14.12. 2004, dóttir Maríu Hostlund kennara og Haralds Erikson, listmálara í Örebro í Sví- þjóð. Þau eignuðust tvo syni, Harald lækni og Eirík hagfræðing. Eiríkur ólst upp í Viðey, lauk stúdentsprófi 1934 og prófi í raf- magnsverkfræði frá Tækniháskól- anum í Stokkhólmi 1939. Hann var verkfræðingur hjá Vattenfall í Sví- þjóð í fjögur ár, einu fremsta vatns- orkufyrirtæki heimsins. Hann var fenginn heim 1943 til að starfa við uppbyggingu raforkukerfa landsins. Fyrstu tvö árin var hann verkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, tók síðan við forstöðu rafmagns- eftirlits ríkisins til 1947 en var þá skipaður fyrsti rafmagnsveitustjóri ríkisins. Meginhlutverk veitnanna var að annast rafvæðingu hinna dreifðu byggða, en næstu 18 árin sinnti Eiríkur, öðrum fremur, skipu- lagningu og framkvæmd rafvæðing- aráætlunar sem gjörbreytti lífsskil- yrðum stórs hluta þjóðarinnar. Eiríkur varð fyrsti forstjóri Landsvirkjunar 1965, en Búrfells- virkjun var fyrsta stóra framkvæmd fyrirtækisins. Farsæl bygging henn- ar er ótvírætt hátindurinn á starfs- ferli Eiríks, en virkjunin fjórfaldaði nánast framleiðslugetu vatns- orkuvera hér á landi. Sú fram- kvæmd krafðist lausna á fjölmörg- um nýjum tæknilegum vandamálum sem fylgja beislun hinna stóru jökul- fljóta. Eiríkur stýrði þessu verki og átti stóran þátt í að tryggja aðkomu íslenskra verkfræðinga og tækni- manna að því og þeim stórvirkjana sem fylgdu í kjölfarið. Eiríkur var heiðursfélagi í verk- fræðingafélagi Íslands og var sæmd- ur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Eiríkur lést 17.2. 1989. Merkir Íslendingar Eiríkur Briem 90 ára Ásta Sigmarsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Ragnheiður Valdimarsdóttir 85 ára Björg Ólafsdóttir Jakob Sigurður Árnason Jóna Hansdóttir Jón Þ. Sigurjónsson 80 ára Fríður Björnsdóttir Hjördís Sveinsdóttir Sveinn V. Björnsson 75 ára Benoný Eiríksson Cornelius Finbarr Murphy Henry Ólafsson Ólafur Jónsson 70 ára Aðalsteinn Ólafur Aðalsteinsson Hólmfríður Sigurðardóttir Hreinn Hlíðar Erlendsson Hörður Sólberg Rafnsson Kristín Jónasdóttir 60 ára Björg Pálsdóttir Björgvin Eyjólfsson Friðgeir Þorgeirsson Gunnar Valur Jónsson Hafsteinn G. Heiðarsson Hjörleifur Guttormsson Jón Rúnar Einarsson Karl Jóhannes Hjálmarsson Karl Rögnvaldsson Sigurey Finnbogadóttir Sigurrós Sigurðardóttir Theodóra Reynisdóttir Vincent John Newman 50 ára Guðrún Elísa Guðmundsdóttir Jóhanna Björk Hilmarsdóttir Jóhanna Harpa Árnadóttir Jóhann Þór Ragnarsson Jón Logi Þorsteinsson Katrín Birna Erlingsdóttir Linda Guðrún Lorange Ragnheiður E. Sverrisdóttir Skafti Skírnisson 40 ára Anna Kristín Gunnarsdóttir Ásdís Snót Guðmundsdóttir Bartlomiej Stefan Jasinski Bjarney Bjarnadóttir Björn Ingimar Sigurvaldason Gíslína Mjöll Stefánsdóttir Helga Svava Arnarsdóttir Hilmir Þór Kolbeins Kristján Geir Pétursson Ljubisa Radovanovic Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir Sesselja Þóra Gunnarsdóttir Sigurður Óskar Sigurðsson Vigdís Unnur Pálsdóttir Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 30 ára Árni Halldór Jónsson Ásta Möller Sívertsen Daníel Ólafsson Eiríkur Örn Jóhannesson Heiða Rut Ingólfsdóttir Inga Hanna Ragnarsdóttir Linnér Monika Surawska Til hamingju með daginn 30 ára Sólveig býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í íþróttafræði frá HR og er kennari við Vatnsenda- skóla í Kópavogi. Maki: Jóhann Ingi Jó- hannsson, f. 1983, íþrótta- kennari við Salaskóla. Dætur: Katrín Ásta, f. 2010, og Telma Lind, f. 2012. Foreldrar: Ragnar Kjærnested, f. 1957, og Ástríður Jóhanna Jens- dóttir, f. 1960. Sólveig Lára Kjærnested 30 ára Sigurjón lauk MA- prófi í vélaverkfræði frá HÍ, starfar hjá Samorku, er vþm. fyrir Framsóknar- flokkinn og formaður Inn- flytjendaráðs. Maki: Sandra Castillo Calle, f. 1984, MA-nemi í spænskukennslu. Sonur: Guðmundur Rafa- el, f. 2015. Foreldrar: Guðmundur H. Kjærnested, f. 1964, og Steinunn B. Sigurjóns- dóttir, f. 1964, lífeindafr. Sigurjón N. Kjærnested 30 ára Júlía býr á Akur- eyri og er í MEd-námi. Maki: Fannar Þór Árna- son, f. 1979, laxveiðileið- sögumaður. Sonur: Mikael Orri, f. 2011. Stjúpdóttir: Freyja Dögg, f. 2006. Foreldrar: Kristín Jóna Guðmundsdóttir, f. 1960, leik- og grunnskólakenn- ari á Akureyri, og Gunnar Ævar Jónsson, f. 1960, starfsmaður Gámaþjón- ustunnar á Ísafirði. Júlía Guðrún Gunnarsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón alparnir.is af ullarfatnaði fyrir börn og unglinga Upp í stærð 164 lÍs en ku ALPARNIR s FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.