Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mælingar verkfræðistofunnar Vatnaskila sýna miklar sveiflur í grunnvatnsrennsli í Vatnsmýri. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sagði að mæl- ingarnar sem hófust í fyrra hefðu sýnt allt frá 9 lítra rennsli á sek- úndu (l/s) og upp í 540 l/s. „Við vorum svo heppin að fá óvenjulega þurrt sumar nú og óvenjulega blautt sumar í fyrra inn í mæliröð- ina,“ sagði Þórólfur. Starfshópur sem vaktar vatna- far og lífríki í Vatnsmýrinni og Tjörninni í tengslum við fram- kvæmdirnar á Hlíðarenda lagði fram samantekt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku. „Okkar hlutverk er að rýna það sem er gert á svæðinu,“ sagði Þór- ólfur. Hann sagði að heilbrigðiseft- irlitið fylgdist með mengun og gæðum vatns. Starfshópurinn kemur til þar að auki vegna mik- ilvægis svæðisins. „Vatnið sem streymir niður í Vatnsmýri og Tjörnina kemur mikið frá Öskjuhlíðinni og rennur undir Hlíðarenda og flugvöllinn og svo áfram,“ sagði Þórólfur. Verk- fræðistofan Vatnaskil hefur sett upp þétt net mælipunkta og fær tölvukerfi boð frá mælunum um hvort vatnshæð er innan marka. „Hingað til hefur allt gengið vel, en Hlíðarendaverkefnið er komið stutt á veg,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að þegar grafið væri á svæð- inu þyrfti að dæla grunnvatni úr holunum og magn þess væri allt mælt. Vatnið fer í gegnum sand- skilju. Um er að ræða gamalt at- hafnasvæði frá hernum á stríðs- árunum. Mögulega getur jarðvegur verið olíumengaður á einhverjum reitum. Þórólfur sagði að menn vildu ekki fá olíumengað vatn út í Tjörnina. Vatni af slíkum svæðum verður beint í olíuskilju sem búið er að setja niður. Ef olíu- mengaður jarðvegur finnst þá verður hann fjarlægður. Von er á meira vatni í kerfið Sem kunnugt er hefur verið byggt upp fuglafriðland og rennur vatn frá Vatnsmýri um það og í Tjörnina. Ætlunin er að leiða einn- ig grunnvatn frá grunni Húss ís- lenskra fræða við Suðurgötu niður í Hústjörnina við Norræna húsið í Vatnsmýri. Búið er að leggja vatnsleiðslu frá lóðinni við Suður- götu og að Hústjörn. Vatnið fer þó ekki að streyma þar um fyrr en búið er að ganga frá lögnum við húsið. Þórólfur sagði að það yrði gott að fá innstreymi af hreinu grunnvatni inn í Hústjörnina en lítil hreyfing hefði verið á vatninu í henni. Vatnsflaumurinn frá Öskjuhlíð og flugvallarsvæðinu hefur leitað í miðsíkið í fuglafriðlandinu og það- an niður í Tjörn. Gróður var hreinsaður úr hliðarsíkjunum í fuglafriðlandinu til að auka hreyf- ingu á vatninu í öllu kerfinu. Fylgst hefur verið með fuglalífi á Tjörninni og í Vatnsmýri um áratuga skeið. Auk þess var samið við Náttúrustofu Kópavogs um að rannsaka almennt helstu þætti líf- ríkisins í Vatnsmýri og Tjörninni. Sú vinna hófst á liðnu sumri og á að ljúka á næsta ári. Frumniður- stöður eftir síðastliðið sumar benda til þess að bati sé í kerfinu í Vatnsmýri og Tjörninni, að sögn Þórólfs. Hann sagði að hingað til hefði ekkert óvænt komið í ljós við framkvæmdirnar á Hlíðarenda og allt gengið vel. Miklar sveiflur í grunnvatnsrennsli  Rennsli grunnvatns í Vatnsmýri hefur verið mælt síðan í fyrra  Það hefur sveiflast frá 9 l/s upp í 540 l/s  Starfshópur vaktar áhrif framkvæmdanna við Hlíðarenda á Vatnsmýrina og Tjörnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsmýri Vel er fylgst með áhrifum framkvæmdanna við Hlíðarenda á Vatnsmýrina og Tjörnina. Á morgun verða 60 ár liðin frá stofnun Tónlistarskólans á Akra- nesi. Lárus Sighvatsson skólastjóri segir að það hafi verið framsýnt fólk sem stóð að stofnun skólans en fyrr á árinu 1955 hafði sá hópur stofnað Tónlistarfélag Akraness. „Við ætlum að halda upp á þessi tímamót í allan vetur en byrjum að sjálfsögðu á afmælisdeginum 4. nóvember með tónleikaveislu með núverrandi og fyrrverandi nemendum skólans,“ segir Lárus en stefnt verður að því að allir núver- andi nemendur skólans komi fram á tónleikum í vetur tengdum afmæl- isárinu. Nemendur skólans eru um 320 talsins, á öllum aldri, kennarar eru 20 og tveir aðrir starfsmenn. Dagskráin hefst kl. 11.30 með stuttum tónleikum í Heiðarskóla með nokkrum nemendum. Síðar um daginn verða þrennir nemenda- tónleikar í Tónbergi; kl. 15, 16 og 17. Gestum verður boðið upp á af- mælistertu, kaffi og límonaði frá kl. 15 og fram á kvöld. Hátíðinni lýkur svo með tónleikum í Tónbergi kl. 20 annað kvöld með núverandi og fyrrverandi nemendum. Þar stígur Þjóðlagasveitin m.a. á svið, klarin- ettukór, þverflautuleikarar, fiðlu- leikarar og söngvarar. „Við hvetj- um nemendur og aðstandendur þeirra til þess að taka þátt í þessum degi með okkur,“ segir Lárus. Tónlistarskólinn á Akranesi 60 ára  Tónleikar og afmælisterta Ljósmynd/toska.is Afmæli Fjölbreytt dagskrá verður í tónlistarskólanum á 60 ára afmælinu. Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Jakkaföt Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Skyrtur Verð 15.900 str. 38-48 Árni Steinar Jóhanns- son, fyrrverandi alþing- ismaður, lést síðastliðið sunnudagskvöld á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Banamein hans var krabbamein. Árni Steinar var 62 ára gamall en hann fæddist 12. júní árið 1953. Hann var fæddur og uppalinn á Dalvík, sonur hjónanna Jó- hanns Helgasonar sjó- manns, sem fórst í sjó- slysi árið 1963, og Valrósar Árnadóttur verslunarkonu sem lifir í hárri elli á Dalvík. Árni Steinar var menntaður garð- yrkjumaður og sótti framhalds- menntun í Landbúnaðarskólanum í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk námi árið 1979. Hann var garð- yrkjustjóri á Akureyri frá 1979 til 1986 og um- hverfisstjóri bæjarins frá 1986 til 1999. Hann var kjörinn al- þingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð árin 1999-2003. Áður var hann í framboði fyrir Þjóðarflokkinn árin 1987 og 1991 og fyrir Al- þýðubandalagið árið 1995. Eftir að þing- mennsku Árna Steinars lauk varð hann umhverfisstjóri Fjarðabyggðar allt til dánardægurs. Á árunum 2008-2014 var hann í stjórn Rarik og var auk þess stjórnar- formaður frá 2009 til 2014. Árni Steinar var ógiftur og barn- laus. Andlát Árni Steinar Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.