Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 ✝ Einar GunnarSigurðsson fæddist í Selja- tungu 16. júlí 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 22. októ- ber 2015. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Einarssonar bónda í Seljatungu og Sig- ríðar Jónsdóttur ljósmóður. Systkini Gunnars eru: Sigríður, Þorsteinn, Sess- elja Sumarrós, Jón, Laufey, Magnea Kristín og Guðjón Helgi. Kristín er ein eftirlifandi. Eiginkona Gunnars var Vil- helmína Guðrún Valdimars- dóttir frá Stokkseyri, fædd 30. júlí 1927. Vilhelmína lést árið 2013. Þau eignuðust fjórar dætur: 1) Guðný Vilborg Gunn- arsdóttir, giftist Steini Her- manni Sigurðssyni sem er lát- inn. Sonur Guðnýjar er Einar Gunnar Sigurðsson. Börn Steins eru þau Sigurður Einar, Þráinn og Hanna. 2) Sigrún Sesselja Gunnar ólst upp í foreldra- húsum og tók snemma þátt í störfum ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Hann ritaði 40 ára starfssögu Ungmennafélagsins Samhygðar. Hann var virkur í stjórnmálastarfi frá unga aldri og stóð m.a. að stofnun Félags ungra sjálfstæðismanna á Suð- urlandi og sjálfstæðisfélagsins Trausta í Flóa og var fréttarit- ari Morgunblaðsins um árabil. Gunnar var lengi fulltrúi hrepps síns í sýslunefnd Árnessýslu, í stjórn Sjúkrahúss Suðurlands og í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins. Hann var lengi formað- ur sóknarnefndar Gaulverjabæj- arsóknar. Gunnar bjó í Seljatungu frá 1945-1949 í félagi við Guðjón bróður sinn og til 1972 bjuggu þau Vilhelmína í félagsbúi með Sesselju systur Gunnars og manni hennar Vigfúsi Einars- syni. Gunnar hætti búskap í Seljatungu árið 1984 og vann eftir það hjá sýslumanninum á Selfossi við umboð Trygginga- stofnunar ríkisins. Gunnar og Vilhelmína fluttu í Kópavog árið 2001. Gunnar lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þar sem hann hafði dvalið síð- ustu mánuðina. Útför Gunnars verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag, 3. nóvember 2015, kl. 11. Gunnarsdóttir, í sambúð með Jóni Ásmundssyni. Jón á þrjú börn, Auði, Guðrúnu og Sverri. 3) Margrét Kristín Gunnarsdóttir, í sambúð með Gunn- ari Þ. Andersen. Þau eiga saman Richard Vilhelm Andersen. Börn Gunnars af fyrra sambandi eru: Victoria, Tiffany og Eric Andersen. 4) Laufey Sigríður Gunnarsdóttir, áður í sambúð með Dariusz Bosak. Uppeldissonur Vilhelmínu og Gunnars er Einar Gunnar Sig- urðsson, sonur Guðnýjar. Hann er giftur Ingunni Svölu Leifs- dóttur og eiga þau synina Ísak Loga og Dag Orra. Áður eign- aðist Einar Gunnar soninn Andra með þáverandi sambýlis- konu sinni, Ingu Fríðu Tryggva- dóttur. Andri er í sambúð með Rannveigu Eriksen og saman eiga þau tvíburadæturnar Lovísu Eriksen og Magneu Er- iksen. „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma, að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Þessi speki Prédikarans er flestum kunn, samt erum við aldrei viðbúin því að kveðja kæra vini í hinsta sinn. Nú, að loknum lífsdegi Gunnars frænda míns, er svo margs að minnast, ekki síst frá bernsku- tímum þegar Gunnar var annar húsbænda í Seljatungu. Þar bjuggu foreldrar mínir og Gunnar og Villa kona hans fé- lagsbúi. Sú sambúð stóð yfir í rúm 20 ár og þar var gott að eiga heima í samhentum og kærleiksríkum hópi. Mér þykir í svip lífið fátæk- legra að þessum góða frænda mínum gengnum. Gunnar var einstaklega hjartahlýr og glað- vær, hann leysti flest mál með brosi og af sinni einstöku glað- værð. Maður áttaði sig fljótt á því að það var ekki mikil alvara á bak við „kirkjusvipinn“ sem hann sendi manni stundum ef maður var með einhvern kjafta- gang þegar átti að hafa hljótt. Gunnar var félagsvera af lífi og sál. Aldrei fór á milli mála að eitt af mestu hugðarefnum hans var stuðningur við Sjálfstæðis- flokkinn. Við vorum ekki há í loftinu, krakkarnir, þegar við vissum alveg hvern væri óhætt að treysta á í pólitíkinni. Sannfær- ingin entist okkur sumum nú reyndar misvel þegar út í lífið kom og Gunnar tók því með jafnaðargeði, sem öðru. Hann reyndi ekki mikið að tala um fyrir manni, hann bar virðingu fyrir skoðunum annarra. En ég held að ekki hafi hvarflað að honum annað en að við mund- um sjá að okkur síðar. Gunnar frændi minn mun líklega ekki teljast víðförull maður, hann fór ekki oft í ferðalög og aldrei til útlanda alla sína löngu ævi. Sú stað- reynd breytti engu um víðsýni hans og visku. Hann fylgdist alla tíð afskap- lega vel með öllu í kringum sig, lét sig virkilega varða allt sem til framfara mátti teljast, ekki síst í sveitinni sinni. Og túnin í Seljatungu fengu gjarnan nöfn eftir þeim stöðum í veröldinni sem hæst bar í fréttum, þar var rakað saman bæði í Kongó og Laos. Gunnari var það lagið að hrósa okkur krökkunum og þakka það sem honum þótti vel gert, það var ekki mikið tíðkuð uppeldisaðferð á sjöunda ára- tugnum. Ég minnist kvöld- stunda á fjósstéttinni þegar við Magga vorum að kenna honum og pabba að dansa jenka, það var nú ekki lítið skemmtilegt. Gunnar kunni svo vel list grín- arans, hann var aldrei hræddur við að segja af sjálfum sér kát- legar sögur. Á heimili Gunnars og Villu var gestkvæmt, þau voru vin- mörg og gestrisin. Dætur þeirra nutu ástríkis og um- hyggju sem þær hafa launað foreldrum sínum með einstakri ræktarsemi. Nú að leiðarlokum vil ég senda þeim og öllum afkom- endum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir rúmum 40 ár- um sendi faðir minn sínu gamla sambýlisfólki kveðju í tilefni af- mælis Gunnars – inntak þeirra segir allt sem mér nú liggur á hjarta: Hugurinn er heima um þessar mundir er hálfrar aldar skeiðið kveður sviðið og þó nú taki að fækka okkar fundir skal fagna því sem er í farsæld liðið. Með innilegri þökk og virð- ingu, fyrir hönd systkinanna „vestrí“, Ingibjörg Vigfúsdóttir. Gunnar föðurbróðir frá Seljatungu var mikill uppá- halds frændi. Það tengdist án efa ljúfri æsku þar sem vin- skapur og samheldni bræðr- anna Guðjóns og Gunnars var fölskvalaus og sú vinátta teygði sig síðan til allra afkomenda á einstakan hátt er fjölskyldur stækkuðu í Seljatungu og Gaul- verjabæ um og uppúr miðri síð- ustu öld. Samgangur var mikill og bæði var farið oft í heimsóknir og hjálpast að við verk og framkvæmdir þegar þurfti. Ekki var langt í ástina og stórglæsileg heimasæta í Rúts- staðahverfinu, hún Vilhelmína, varð lífsförunautur. Gunnar var einstakur húm- oristi og léttleiki fylgdi honum. Hans kímni og einstaki smit- andi hlátur kom öllum í gott skap. Mér er minnisstætt er góð nágrannakona hér í Bæjar- hverfinu fór eitt sinn með okk- ur í kvöldheimsókn að Selja- tungu. Hún grét nánast af hlátri all- an tímann enda var Gunnar í essinu sínu. Sagði skemmtileg- ar sögur af fólki og málefnum. Þessi hlið kom þessari ágætu konu nokkuð á óvart því út ávið hafði frændi ábyrga hlið og festu í gjörðum sínum. Var svo í því mæli að sveitungar sýndu honum traust og ábyrgð. Það gerði einnig Sjálfstæðisflokkur- inn til ýmissa verka og ábyrgð- arstarfa í nefndum og fleiru. Hann var mikill sjálfstæðis- maður alla tíð gegnum þykkt og þunnt. Fylgdi nafna sínum Gunnari Thoroddsen að málum alla tíð og naut kunningsskapar hans. Aldrei flæktist þó flokkspóli- tík fyrir í störfum hans hér í sveit og áralöng seta Gunnars og kjör í sýslunefnd fyrir Gaul- verjabæjarhrepp bar því vitni. Búskapur var ágætur í Selja- tungu en Gunnar var ekki fyrir að taka miklar fjárhagslegar áhættur í framkvæmdum og fjárfestingum. Búið stækkaði í gegnum árin. Framan af var tvíbýli með Sesselju og Vigfúsi manni hennar í einstöku sam- starfi. Einnig vann Einar Páll Vig- fússon við búskapinn. Taldist snyrtilegt bú í ríflegri meðal- stærð fyrri tíma. Túnrækt var stóraukin í hans tíð enda skil- yrðin góð. Gunnar unni mjög sinni gömlu sóknarkirkju í Gaulverjabæ og var um árabil formaður sóknarnefndar. Manngæska og almennileg- heit Gunnars og Villu var ein- stök og að því búa dæturnar og afkomendur sem öll bera for- föður og formóður sinni gott vitni. Því kynntumst við vel hér þegar sorg og missir kvaddi dyra. Þeir náðu háum aldri bræð- urnir Guðjón og Gunnar. Kvöddu síðan jarðvist með rúmlega árs millibili. Fram að því töluðust þeir við flesta daga í síma. Minningagrein Gunnars um föður minn bar vott um hve vel hann hélt sinni andlegu heilsu og færni. Við Stína heimsóttum Gunnsa fyrir nokkrum dögum. Það er orðin dýrmæt minning. Hann var klæddur og á fótum, þokkalega hress og sagðist hafa farið um Flóann í sumar. Sjálf- ur sagði hann okkur hafa „setið fyrir svörum“ og hann sjálfur rakið bæjarleiðir (boðleiðir) um sveitina sem hann unni og spurt frétta. Í alla staði var gott að finna hvar hugur hans var að stórum hluta til hinsta dags. Elsku systur, frænkur okkar, Einar Gunnar og fjölskyldur. Samúðarkveðjur til allra. Valdimar Guðjónsson. Einar Gunnar Sigurðsson ✝ AðalheiðurBóasdóttir, alltaf kölluð Allý, fæddist á Borg Njarðvík, Borg- arfirði eystri, 19. október 1933. Hún lést á Droplaug- arstöðum 27. októ- ber 2015. Foreldrar henn- ar voru Bóas Ey- dal Sigurðsson, bóndi í Njarðvík f. á Eyvind- ará í Eiðahreppi í S-Múl. 1. júní 1891, d. 20. maí 1968, og Anna Jakobína Ármannsdóttir, f. í Snotrunesi í Borgarfirði eystri 26. febrúar 1892, d. 16. janúar 1989. Systkini Að- alheiðar eru Karl, f. 9. júlí 1925, d. 25. júlí 2009, Gunnar Sigurgeir, f. 10. júní 1927, d. 10. október 2004, Sigurður, f. ardóttur. Hjörleifur Heimir, á hann synina Diðrik Hilmar, f. 1994, og Trygve Heimi, f. 12. febrúar 1998. Allý kom til Reykjavíkur á 17. ári til að hjálpa til á heim- ili Bjargar Sigurðardóttur, frænku sinnar í Hafnarfirði. Síðan lá leiðin í Húsmæðra- skólann að Laugarvatni. Eftir skólann starfaði hún m.a. hjá Bergljótu Ólafsdóttur og í Belgjagerðinni. Lengst af starfaði Allý með Sigurjóni Gunnarssyni matreiðslumanni, fyrst í Landsbankanum Lauga- vegi 77 og síðar í Byggða- stofnun við Rauðarárstíg. Með dagvinnunni starfaði hún allt- af í þjónustustörfum, t.d. í Súlnasalnum yfir 20 ár, Snor- rabæ og Frímúrarahúsinu auk þess sem hún tók að sér að sjá um veislur í heimahúsum. Í fleiri ár tók Allý að sér lag- færingar og saum heima. Hún var virk í Kvenfélaginu Hringnum frá árinu 1990. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 3. nóvember 2015, kl. 13. 13. febrúar 1929, d. 11. júní 2008, Elín Guðný, f. 31. ágúst 1931, Árni Ármann, f. 17. september 1936, og hálfbróðir Að- alheiðar, sam- feðra, Ragnar, f. 18. maí 1918, d. 2. ágúst 1993. Allý giftist Hilmari Sigurði Ásgeirssyni frá Kálfholti Ása- hreppi Rangárvallasýslu, f. 13. júní 1931, d. 19. september 2001. Þau skildu. Börn þeirra eru: Anna Jakobína, f. 1955, gift Guðjóni Þór Guðjónssyni, fóstursonur Önnu er Davíð Örn Guðjónsson, giftur Marija Guðjónsson. Ásdís Hrönn, f. 27. mars 1963, gift Gunnfríði Ingimund- Mamma var glæsileg borgar- dama sem alltaf var vel til höfð og glæsilega klædd. Saumaði glæsilegar flíkur bæði á sjálfa sig og aðra. Við systkinin vorum í heimasaumuðum fötum sem okkur fannst kannski ekkert flott á unglingsárunum en áttum eftir að biðja um síðar. Hún gat saumað hvað sem var. Mér er minnisstætt þegar hún saumaði leðurbuxur eftir Levı́s gallabux- nasniði á Hjörleif. Það átti eng- inn þannig. Við sýndum henni kannski í blaði hvað okkur lang- aði í og hún töfraði það fram í saumavélinni. Það eru ófáir sem hafa notið þessara hæfileika hennar. Árið 1990 hóf hún að starfa með Kvenfélaginu Hringnum og hefur verið viðloð- andi jólabasarinn hjá þeim síð- an. Vaktirnar á Barnaspítalan- um voru henni mikils virði og gefandi eftir að hún komst á eft- irlaun. Mamma var forkur, var í ára- tugi í sinni dagvinnu og vann sem þjónn á kvöldin og um helg- ar. Það eru ófáar veislurnar sem hún hefur séð um fyrir fólk við misjafnar aðstæður en allt skyldi vera fágað og fínt. Ég var oft að vinna með henni í slíkum veislum, hún gerði þá kröfu að kvenþjónar væru í pilsi og lét ég mig hafa það stundum, þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikið fyrir þannig fatnað. En svona skyldi það vera. Þess vegna kaus ég frekar uppvaskið. Hún var ekki að hækka rómin við okkur þegar við vorum óþæg eða gerðum eitthvað af okkur, heldur sagði hún í mesta lagi „finnst þér þetta passa?“ Þá vissum við að við höfðum heldur betur farið yfir strikið. Við segj- um þetta stundum hvert við annað þegar við erum ekki sam- mála, systkinin. Við höfum ferðast saman bæði hér heima og erlendis marg oft, þægilegri ferðafélaga er ekki hægt að óska sér. Við fórum austur á Borgarfjörð eystri og dvöldum í Njarðvík þar sem hún var fædd. Þá feng- um við að heyra sögur um stelp- una sem var send frá Njarðvík yfir á Bakkagerði á hesti og þurfti að fara fyrir Njarðvík- urskriður, skíthrædd við Nadda. Sífellt að líta um öxl. Við fórum til Spánar þegar hún var sjötug og til Orlando þegar Anna systir var fimmtug. Í dag eigum við þessar minn- ingar. Eftir að ég flutti austur hefur hún komið til okkar og haft gaman af að fylgjast með folöld- unum á vorin og allir hundarnir legið hjá henni í makindum. Það var stutt í sveitastelpuna þegar hún var komin í sveitina. Síðustu vikur hafa verið tregablandnar en við erum þakklát fyrir að þetta tók ekki lengri tíma. Okkur langar að þakka Jónu Björk, Jóhönnu Björgu, Katrínu Þórunni og Kristínu Jóhönnu fyrir alla hjálpina og þá um- hyggju sem þær sýndu mömmu í veikindum hennar. Ég kveð mömmu með trega og sorg en fyrst og fremst þakk- læti fyrir allt sem hún hefur kennt mér. Elsku mamma, hvíl í friði. Ásdís Hrönn Hilmarsdóttir. Öll fæðumst við með feigðaról um hálsinn. Aðalheiður Bóas- dóttir lést á sama mánaðardegi og sálmaskáldið séra Hallgrímur Pétursson. Allý fæddist á Borg- arfirði eystri. Það var gaman að heyra hana segja frá lífinu í sveitinni hennar og nánast er það ljóslifandi í hugskoti mínu þegar hún sagði frá ferðum í kaupfélagið. Oft lá mikið á og þá var sagt „og flýttu þér nú stelpa“. Henni var ungi búðar- maðurinn minnisstæður, Árni Tryggvason leikari, sem alltaf var reiðubúinn að hjálpa heima- sætunni ungu að lesta hestinn. Þessa vinarþels og hjálpar minntist hún með hlýju, því þyngdin var oft mikil. Hús- mæðraskólinn á Laugarvatni var góður staður að læra til hús- móður og útskrifaðist hún á fæðingardegi Önnu Siggu bróð- urdóttur sinnar. Því var á ári hverju minnst útskriftarinnar með gleði. Hilmar Ásgeirsson, ungur Rangæingur, hitti á óska- stundina og fór heim með sæt- ustu stelpuna af ballinu. Þau eignuðust börn og buru. Fyrst gleðigjafann Önnu Jakobínu og lífið brosti við þeim er Ásdís leit dagsins ljós. Síðastur var prins- inn Hjörleifur, en þá tók litla systir til óspilltra málanna og af festu og ákveðni lagði hún góð ráð til handa móður sinni við uppeldi stráks. Þá má líka nefna Diðrik Hilmar og Trygve, son- arsynina sem voru gullmolar ömmu sinnar. Fjölskyldan var og er samheldin og þrátt fyrir að leiðir þeirra Allýjar og Hilm- ars skildi hélt hún þó þeim óbreytanlega sið að stytta og þrengja buxnaskálmarnar hans nákvæmlega í 18 cm. Allý var hög í höndum og listakona þeg- ar kom að saumaskap og hand- verki, hönnun og tíska var henn- ar yndi. Hún saumaði mikið á t.d fegurðardrottningar sem þátt tóku í samkeppnum. Einn var sá kjóll sem saumaður var á Önnu Jakobínu, silfursleginn ga- lakjóll, og þegar á hann var minnst var eins og Allý væri enn með flíkina í höndunum. Hún mundi hvern yfirdekkta hnapp, hvert spor, prinsessan hennar var flottasta stelpan á árshátíðinni. Aðalheiður starfaði við þjónustu á Hótel Sögu og víðar, þjónaði oft í kónga- veislum. Eitt hlutverkið var að vera vindlingadama hennar há- tignar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, þegar hún bauð löndum sínum til móttöku í sali Fímúrarareglunnar. Þar stóð Aðalheiður þétt upp við drottningu og tendraði hverja rettuna af annarri. Þarna voru tvær sómakonur við hlið hvor annarrar. Aðalheiði féll aldrei verk úr hendi. Oft sat ég í sóf- anum og horfði á sjónvarp með henni en hún horfði með hnakk- anum. Notalegt var suðið í saumavélinni og hver flíkin eftir aðra fór um hennar lipru hend- ur. Þá verður líka að minnast á öll stykkin sem gengið var frá fyrir jólabasar Hringsins og fal- legu munina sem hún gerði fyrir félagið sitt. Að leiðarlokum, þegar við drúpum höfði þakklát fyrir vin- áttu Allýjar, veit ég að vel hefur verið tekið á móti henni í hand- anheimi almættisins af þeim sem á undan eru gengnir, á þeim stað sem oft hefur verið nefndur Sumarlandið. Þú ert ljósið og líkin sem gefur og lyktar og brosir sem rós í þér er heimur sem ann og hefur hurð himna í hendi og ljós. (Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Aðalheið- ar Bóasdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Aðalheiður Bóasdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.