Morgunblaðið - 03.11.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 03.11.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Þegar blaðamaður náði tali af Sigfúsi Inga Sigfússyni var hannstaddur við vígsluathöfn endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga.Hann er verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningar- mála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Þetta er fjölbreytt starf og margir skemmtilegir málaflokkar undir.“ Sigfús flutti aftur norður árið 2010 og tók þá við þessari stöðu en hann er uppalinn á bænum Stóru-Gröf syðri á Langholti í Skagafirði. Hann býr þar núna ásamt konu og börnum en þau keyptu jörðina um síðustu áramót. „Við erum með í kringum 120 rollur, um 20 hross, nokkra kálfa, hænur og hund.“ Konan hans, Laufey Leifsdóttir, er rit- stjóri hjá Forlaginu og sinnir vinnunni að norðan. En náið þið að sinna búskapnum? „Þetta rúllar þokkalega hjá okk- ur. Það er alltaf nóg að gera en við höfum mjög gaman af þessu. Ég hef reynt að stilla félagsstörfum í hóf en sit þó m.a. í stjórn Sögufélags Skagafirðinga. Það er mjög virkt og var fyrir skemmstu að gefa út æviminningar Sölva Sveinssonar, rithöfundar og fv. skólastjóra og skólameistara, Dagar handan við dægrin. Svo er að koma út Skagfirð- ingabók sem er sagnfræðilegt héraðsrit Skagfirðinga en stærsta verkið sem Sögufélagið gefur út þessi árin er Byggðasaga Skaga- fjarðar.“ Börn Sigfúsar og Laufeyjar eru Leifur Benedikt, Steinar Óli og Sig- urbjörg Inga. „Það er ekkert planað á afmælisdaginn, ég mæti í vinn- una og reyni að gera eitthvað gáfulegt og gef svo skepnunum þegar ég kem heim.“ Feðgarnir Staddir á toppi Mælisfellshnjúks árið 2012. Er tekinn við búinu Sigfús Ingi Sigfússon er fertugur í dag J óhanna fæddist á Fæðing- arheimilinu við Eiríksgötu en átti heima í Álfheimum 8 þar til hún flutti að heim- an. Fjölskyldurnar sem byggðu raðhúsin efst í Álfheimunum tengdust vináttu- og tryggðabönd- um: „Ég ólst upp í faðmi stórfjöl- skyldunnar þar sem Elín móður- amma mín, og nafna hennar, frænka mín, fluttu með foreldrum mínum og bræðrum inn í húsið, nýbyggt. Þar var gestkvæmt, alltaf tilbúnið pönnu- kökudeig og mikið spjallað – m.a. um pólitík.“ „Í minningunni snerist heimurinn um Laugardalinn. Hann var víðátta til endamarka alheimsins – sundlaug- anna – í norðurenda dalsins. Þarna voru enn lögbýli með græn tún, og kýr á beit, skrúðgarð og skólagarða. En þar var einnig órækt með skurð- um, njólareykingum og óþrjótandi möguleikum í leikjum. Á áttunda áratugnum reis TBR húsið neðst við götuna. Á bygging- artímanum lékum við okkur þar og var það tilefni til ýmissa uppátækja, en síðar fóru margir þessara krakka að æfar þar badminton síðar meir.“ Jóhanna gekk í Langholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MS 1985: „Í útskriftarbekknum í MS vorum við tíu stelpur, þar af fimm sem höfðum fylgst að frá upphafi skólagöngu og þrjár frá leikskólaárum á Holtaborg. Ég gróðursetti tré í unglingavinn- unni á sumrin, með Þórdísi, vinkonu minni, en fór að því loknu norður í Eyjafjörð í sveit að Höskuldsstöðum, á fjölmennt og sannkallað stórbýli þar sem mikið var um að vera.“ Jóhanna lauk MSc-prófi í rekstrar- Jóhanna Harpa Árnadóttir verkfræðingur – 50 ára Silfurbrúðkaup Jóhanna Harpa og Þorsteinn Páll með dætrunum á leið út að borða í tilefni brúðkaupsafmælisins. Fyrsti kvenformaður VFÍ Flottir verkfræðingar Halla Norland, afmælisbarnið, Guðlaug Sigurð- ardóttir og Þórunn Pálsdóttir á leiðinni á árshátíð VFÍ í febrúar árið 2014. Reykjavík Magnús Orri Axelsson fæddist 2. október 2014 kl. 10.16. Hann vó 16 merkur og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Sunna Rós Svansdóttir og Axel Helgason. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 fyrir alla Verð 6.995 Rennilás á hlið Stærðir 28-35 7.995 Stærðir 42-46 7.995 Tilboðsverð 4.796 Verð áður 5.995 Rennilás á hlið Stærðir 28-35 Verð Loðfóður Verð Stærðir 36-41

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.