Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 JólablaðMorgunblaðisins kemur út fimmtudaginn 19. nóvember Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð góðar hugmyndir um sam- vinnu og hagræðingu í vinnunni. En þú snýrð aftur í dag og nýtur skemmtunar sem ein- ungis sönn börn kunna að meta. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er svo sem í lagi að vera í fýlu. Varðandi hina, þá nennirðu ekki að bíða eftir þeim og tekur fram fyrir hendurnar á þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er auðveldara að sætta sig við breytingar ef maður hefur hæfileika til að horfa til framtíðar. Sömu hugsanir leita enn á þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ykkur hafa gefist mörg tækifæri að undanförnu til að kynnast nýjum hlutum og hitta skemmtilegt fólk. Mættu í eigin persónu og segðu hæ. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Jæja, þar fór það – kannski var ekki rétta fólkið með þér í áætlunum sem ekki stóðust. Athugaðu hversu mikil alvara fylgir máli og afgreiddu það svo eftir ástæðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leggðu þig fram um að sýna þínar bestu hliðar svo að þér takist að vinna aðra til fylgis við málstað þinn. Reyndu til dæmis að skrifa niður það sem þú vilt segja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekkert starf er betra eða verra en annað – það fer allt eftir hvernig maður nálgast það. Allt sem þú kaupir mun vera hagnýtt og end- ast vel og lengi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt gjarnan komast upp úr hjólfarinu í dag. Ef þú vilt kynda undir róm- antíkinni skaltu gera eitthvað með makanum sem hvorugt ykkar hefur gert áður. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Láttu það sem vind um eyru þjóta en það sakar ekkert að leyfa öðrum að njóta sín svolítið líka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Tunglið er í þínu merki núna, það þýðir að gæfan er örlítið hliðhollari þér en flestum öðrum á meðan. Gleymdu samt ekki að leyfa öðrum að njóta hlutanna með þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að huga að væntingum annarra í dag. Ef þú spyrð upplýsta hlutann af þér ráða, geturðu ekki klikkað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki reyna að synda á móti straumn- um í dag. En það er alveg jafn auðvelt að gera ekki veður út af neinu og halda sig frá ágrein- ingsefnum, þannig öðlast þau ekkert vald yfir manni. Ásunnudag hafði Sigurlín Her-mannsdóttir orð á því á Leirn- um, að mikil tilhneiging væri til þess í málinu að setja alls konar ein- töluorð í fleirtölu, t.d. verð, mat, samkomulag o.s.frv. – „Ég ætla að taka upp sem mótvægisaðgerð,“ sagði hún, „að eintelja orð sem bara eru til í fleirtölu“: Gudda er af þeirri gerð að gjörnýta sjúkrahússferð: „Mér illt er í lunga og loðin er tunga svo er verkur í vinstri herð“. Þann sama sunnudag bauð Hall- mundur Kristinsson góðan dag með þessum orðum: Lítið hefur líf mitt auðgað. Löngum var ég settur hjá. Af því mér var aldrei nauðgað engu hef að segja frá. Fara í gegnum götótt sáld gæði orðaskrúðsins. Eins og fjölmörg önnur skáld er ég í klæðum trúðsins. Aðdáun hefur að mér sótt; eykur á lestrarvildina andagift mín og orðsins gnótt, að ekki sé minnst á snilldina! Jón Ingvar Jónsson skrifaði í Leirinn á föstudaginn: „Svona skítaræflarím hata ég: „Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á alþingi.“ Samt rann þetta út úr munngap- inu á mér áðan: Ég er fífl að fjórðungi, fáviti að þriðjungi, hálfviti að helmingi og hundrað prósent aumingi. Æi, hvað þetta er mikill leir- burður. (Ég var ekki í leir- lögreglubúningnum þegar ég orkti“), voru lokaorð Jóns Ingv- ars. Davíð Hjálmar Haraldsson var sammála því að rímið væri afleitt. – „Samt er þetta góð vísa,“ sagði hann. Friðrik Steingrímsson gat ekki stillt sig: Ágæt vísa kallast kann kaun þó nokkur beri, ef hún segir sannleikann, sem ég held hún geri. Bjarki Karlsson orti í sínum anda: Þó að Leirsins löggimann leiður sé og böggi mann og á mann komi höggi hann; helvískum ég skröggi ann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Guddu gömlu, orðsins gnótt og löggimanni Í klípu „ÉG ER VISS UM AÐ ÞETTA ER BARA RÉTT HANDAN VIÐ HORNIÐ. BLEIKIR AKRAR OG SLEGIN TÚN. AF HVERJU VÆRU ÞEIR ANNARS AÐ GEFA OKKUR HEYKVÍSLAR?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVER ER MEÐ ÞREFALDA OFURBORGARANN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að faðma hann án nokkurrar sérstakrar ástæðu. VIÐ ÆTLUM ÚT Í GÖNGUTÚR, GRETTIR, VILTU KOMA MEÐ? NEE ÉG REYNDI ÞAÐ EINU SINNI ÞAÐ VERÐUR ALDREI VINSÆLT VISSIR ÞÚ AÐ KÝR HAFA FJÓRA MAGA? OG ÞÆR SÓLUNDA ÞEIM ÖLLUM Í GRAS! JAMM! TYGG! TYGG! Víkverji veit fátt skemmtilegra enað fletta gömlum dagblöðum og finna tíðarandann beinlínis stökkva á sig upp af síðunum. Í gær var hann að blaða í Morgun- blaðinu fyrstu dagana í nóvember 1975 eða fyrir réttum fjörutíu árum. Kenndi þar að vonum margra grasa. Á íþróttasíðu var forvitnileg fyrir- sögn: „Hittni Ármenninga í lág- marki og Playboys vann stórsigur 88-65.“ Til umfjöllunar var fyrri leik- ur liðanna í Evrópukeppni bikarhafa en gestirnir voru frá Finnlandi. „Ég hef séð marga „gaura“ sem spila á 2. hæð, en þessi svarti playboy er einn bezti miðherji sem ég hef komizt í tæri við. Hann var uppi á 3. hæð nær allan leikinn,“ sagði Guðsteinn Ingimarsson, bak- vörður Ármenninga, um Banda- ríkjamanninn Ronnie Canon eftir leikinn. x x x Á öðrum stað er fjallað um morðiðá ítalska kvikmyndaleikstjór- anum og rithöfundinum Pier Paolo Pasolini undir fyrirsögninni: „Pasol- ini – kynvillan varð honum að fjör- tjóni.“ Sem kunnugt er var sautján ára piltur, Giuseppe Pelosi, hand- tekinn og dæmdur fyrir verknaðinn en hann fullyrti fyrir dómi að Pasol- ini, sem var samkynhneigður, hefði viljað eiga við sig kynmök gegn sín- um vilja. Upp úr sauð með þeim af- leiðingum að Pelosi barði Pasolini í höfuðið með lurki og ók síðan yfir hann. x x x Þá var í Morgunblaðinu forvitnilegfrétt um mann sem úrskurðaður hafði verið í allt að tuttugu daga gæsluvarðhald grunaður um þjófnað á tveimur dýrum rafmagnsritvélum. Forsaga málsins er sú að maður nokkur hafði labbað sig inn á Trygg- ingastofnunina og haft með sér út rafmagnsritvél undir því yfirskini að vélin þarfnaðist viðgerðar. Vélin fannst skömmu síðar á allt öðrum stað og kvaðst maðurinn er hafði hana undir höndum hafa keypt hana en mundi ekki af hverjum. Lýsti lög- reglan eftir frekari upplýsingum. víkverji@mbl.is Víkverji Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra. Efesusbréfið 4.29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.