Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI Basel Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. Áklæði BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki getað sinnt eftirliti með rekstri RÚV vegna skorts á kostnaðarforsendum. Ástæðan er að þjónustusamningur ríkisins við RÚV er fallinn úr gildi. Fjallað er um þessa annmarka í nýrri skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007. Sveinn Arason, ríkisendurskoð- andi, segir þjónustusamning vera forsendu þess að hægt sé að meta hvaða starfsemi er í samræmi við hlutverk og skyldur RÚV. „Þjónustu- samningurinn er þannig upp settur að það er ekki hægt að fram- kvæma það eftir- lit sem menn höfðu í huga á sínum tíma. Hann er ekki nógu skýr,“ segir Sveinn. Frá stofnun RÚV ohf. 2007 hafa verið gerðir tveir þjónustusamn- ingar. Núverandi samningur gildir til 31. desember næstkomandi. Um þetta segir í áðurnefndri skýrslu að „samkvæmt lögum 23/ 2013 skal endurskoða þjónustu- samning ráðuneytis við stofnunina innan 6 mánaða eða áður en fjárlög fyrir 2014 væru sett“. Nýr samn- ingur hafi ekki verið gerður. Var allt sagt í almannaþágu Sveinn segir að þegar Ríkisendur- skoðun leit á sínum tíma á einstaka þætti í starfsemi RÚV hafi stjórn- endur RÚV sagt þetta „allt vera verkefni og þjónustu í almanna- þágu“. „Af því leiddi að við gátum ekki fest hendur á einu eða neinu til að fjalla um, úr því að öll starfsemin var að mati stjórnenda RÚV hluti af þjónustusamningi. Við fengum held- ur ekki viðbrögð frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um neitt annað. Þá spyr maður sig bara: Hvernig á þá að skoða hlutina þegar ekki er meiri aðgreining í þessu til- liti heldur en þarna kom fram?“ Sveinn segir seinni þjónustu- samning RÚV hafa verið lítið skárri hvað þetta varðar. Það dugi ekki Ríkisendurskoðun að fá heildartölur um tekjur og útgjöld RÚV, ef ekki eru til mælanlegar viðmiðanir til að leggja mat á efndir og frávik frá þjónustusamningi. Það hafi ekki ver- ið fyrr en með nýjum lögum um Ríkisútvarpið árið 2013 að skilgreint var hvaða fjölmiðlaþjónusta skyldi falla undir almannaþjónustu- hlutverk þess og hver væri undan- skilin. Ennþá liggi hins vegar ekki fyrir sundurliðuð greining á kostn- aði við að sinna þessu hlutverki RÚV. Framlag sé í takt við skyldur Á evrópska efnahagssvæðinu gildi ákveðin skilyrði um ríkisaðstoð við opinberan útvarps- og sjónvarps- rekstur, sem eigi rætur að rekja til dóms Evrópudómstólsins í hinu svo- kallaða Altmark-máli. Á meðal þeirra er að framlag ríkisins sé ákvarðað fyrirfram á hlutlægan og gagnsæjan hátt og sé ekki hærra en nemur þeim kostnaði sem þjónustu- skyldan hefur í för með sér. Sé aðila falið að annast almannaþjónustu án útboðs þurfi framlag ríkisins að taka mið af þeim kostnaði sem dæmigert, vel rekið fyrirtæki af sama tagi myndi stofna til við framkvæmd þjónustuskyldunnar. Sveinn segir Ríkisendurskoðun hafa talið það forsendu þess að hægt sé að rækja það eftirlit sem lög um Ríkisútvarpið mæla fyrir um að mennta- og menningarmálaráðu- neytið leggi fram gögn sem sýna „með skilmerkilegum hætti fram á kostnaðarforsendur að baki ríkis- framlagi vegna hvers liðar almanna- þjónustu skv. þjónustusamningi og að framlagið sé ekki hærra en ætla má að það myndi kosta önnur fjöl- miðlafyrirtæki að sinna því“. Á að vera í jafnvægi Sveinn segir fátítt að gerðir séu þjónustusamningar af þessu tagi við félög eða fyrirtæki í ríkiseigu. Fram kemur í skýrslunni að stjórnendum RÚV hafi ekki tekist að ná kostnaði niður í samræmi við tekjur. Taprekstur hafi verið á 4 af 8 árum frá stofnun RÚV ohf. Spurður hvort heimilt sé að fara fram úr tekjuviðmiðunum segir Sveinn að almennt skuli vera jöfn- uður í rekstri opinberra félaga. „Það er alltaf ætlast til þess að það sé í það minnsta jöfnuður þar á milli, að menn stilli starfsemi hluta- félaga að þeirri tekjuöflun sem ligg- ur fyrir. Auðvitað geta alltaf orðið áföll sem valda því að halli er eitt- hvert árið, en þá er gert ráð fyrir að menn grípi til aðgerða til að snúa þessu aftur á réttan kjöl.“ Fram kemur í skýrslunni að eigin- fjárhlutfall RÚV sé nú 5,9%. Sveinn segir að félög sem hafa dýran búnað eins og RÚV þurfi jafn- an að hafa hærra eiginfjárhlutfall. „Búnaðurinn er það dýr að það verð- ur að vera borð fyrir báru hjá félag- inu til að geta tekið við áföllum og eins sinnt eðlilegri endurnýjun,“ segir Sveinn. Geta ekki haft eftirlit með RÚV  Ríkisendurskoðandi getur ekki haft eftirlit með hvort RÚV starfi í samræmi við hlutverk og skyldur  Ástæðan er sú að þjónustusamningur er fallinn úr gildi  Jafnvægi skal vera í rekstri ríkisstofnana Morgunblaðið/Eva Björk Höfuðstöðvar RÚV Rekstur fyrirtækisins hefur verið í járnum. Skuldirnar voru 6,6 milljarðar 31. ágúst sl. Sveinn Arason Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segir tölvupósta milli fjármála- ráðuneytisins og fráfarandi for- manns stjórnar RÚV sýna að RÚV hafi veitt nefndinni rangar upplýsingar um fjárhaginn. Nánar tiltekið varðar málið skil- yrt aukaframlag til RÚV að fjár- hæð 182 milljónir á þessu ári. Forsaga málsins er sú að í vor komu fulltrúar RÚV á fund fjár- laganefndar og sýndu þar meðal annars glærur. Á einni stóð orðrétt: „Fjármálaráðuneytið staðfesti í tölvupósti þann 26.3.2015 að RÚV hefði fullnægt skilyrðum sem sett voru í nefndaráliti við aðra umræðu fjárlaga vegna fjárveitingar upp á 181,5 milljónir vegna ársins 2015.“ Morgunblaðið hefur undir hönd- um tölvupósta sem gengu milli Ingva Hrafns Óskarssonar, fráfar- andi formanns stjórnar RÚV, og starfsmanns fjármálaráðuneytis. Óskaði staðfestingar Póstur Ingva Hrafns var svo- hljóðandi: „Í fjárlögum liggur fyrir í greinargerð skilyrði sem lúta að fjárveitingu til Ríkisútvarpsins ohf. og þar á meðal um tiltekna upplýs- ingagjöf sem kveðið er á um að skuli eiga sér stað fyrir næstu mán- aðamót. Málin hafa hins vegar farið í nokkuð annan farveg en greinar- gerðin mælir fyrir um. Starfshópur á vegum fjármálaráðherra, for- sætisráðherra og menntamála- ráðherra hefur að undanförnu farið yfir og greint fjárhagsupplýsingar og rekstraráætlanir félagsins og ráðstafanir vegna fjárhagsstöð- unnar eru til skoðunar. Með þessum tölvupósti óskast staðfest af hendi fjármálaráðuneyt- isins að ekki sé krafist að Ríkis- útvarpið leggi fram sérstaka rekstraráætlun til viðbótar við þau gögn sem þegar hafa verið kynnt framangreindum vinnuhópi, og að RÚV teljist ekki hafa brotið gegn skilyrðum fjárlaga með því að leggja ekki fram umrædda rekstraráætlun á þessu stigi.“ Svaraði fulltrúi ráðuneytisins bréfinu með þessum orðum: „Ég get staðfest að starfshópur á vegum ráðuneytanna þriggja hefur móttekið gögn frá Ríkisútvarpinu ohf. í samræmi við þau skilyrði sem fjárlaganefnd setti í nefndaráliti við aðra umræðu fjárlaga. Hópur- inn hefur haft gögnin til skoðunar og ekki er útilokað að hópurinn óski eftir viðbótargögnum áður en málið verður lagt fyrir ráðherra- nefnd um ríkisfjármál.“ Guðlaugur Þór segir svar ráðu- neytisins ekki í samræmi við full- yrðingar forystumanna RÚV. „Þessir tölvupóstar sýna að full- yrðing RÚV stenst ekki. Þær upp- lýsingar sem nefndin fékk frá for- ystumönnum RÚV voru ekki réttar. Það er alvarlegt mál. Við eigum eft- ir að ræða það í nefndinni hvernig við bregðumst við þessu. Það er grundvallaratriði ef nefndin á að geta sinnt eftirlitshlutverki að hún fái réttar upplýsingar. Við eigum ekki að þurfa að efast um það sem er lagt fyrir nefndina.“ Fengu rangar upplýsingar  Þingmaður vísar til tölvupósta Guðlaugur Þór Þórðarson Í 15. grein laga um RÚV segir annars vegar að fjölmiðla- nefnd skuli ár- lega leggja sjálfstætt mat á það hvort Ríkisútvarpið hafi uppfyllt al- mannaþjón- ustuhlutverk sitt. Hins vegar skuli RÚV„láta fjölmiðlanefnd í té upplýsingar til að hún geti sannreynt og metið gagnsæi og hlutlæga kostnaðargreiningu á almannaþjónustuhlutverki RÚV, byggða á ársreikningi næstlið- ins árs, að teknu tilliti til tekna að frádregnum kostnaði við þann hluta starfseminnar sem fellur undir samkeppnisrekstur. Fjölmiðlanefnd skal njóta lið- sinnis Ríkisendurskoðunar í þessu efni“. Elfa Ýr Gylfadóttir, frkvstj. fjölmiðlanefndar, segir nefndina ekki hafa fengið auka- fjármagn til að sinna þessum þáttum. Eftir að lögin tóku gildi 2013 hafi fjárveitingar minnkað. Miðað við óbreyttar fjárveit- ingar sé útilokað að fjölmiðla- nefnd geti sinnt því þýðingar- mikla eftirliti sem henni er ætlað að hafa með RÚV. Það snýr m.a. að því að RÚV skuli veita hlutlæga fréttaþjónustu. FJÖLMIÐLANEFND SKORTIR FÉ TIL AÐ SINNA EFTIRLITI Elfa Ýr Gylfadóttir Fékk ekki við- bótarfjármagn Fram kom í tilkynningu frá Kauphöllinni í gærkvöldi að Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefði sagt sig úr stjórn. Ingvi hefur setið í stjórninni frá ágúst 2013. Ingvi Hrafn segir í yfirlýsingu að á þessum tíma hafi stjórn RÚV „fjallað um umfangsmiklar hagræðing- araðgerðir, uppsagnir starfsmanna og samninga um sölu byggingarréttar á lóðinni að Efstaleiti sem ætlað er að lækka skuldir félagsins umtalsvert“. Hann segir ljóst að framundan séu umfangsmikil verkefni við að móta framtíð félagsins. „Við þær aðstæður tel ég nauðsynlegt að formaður stjórnar Ríkisútvarpsins eigi þess kost að sinna hinum brýnu viðfangsefnum af kostgæfni. Vegna mikilla og vaxandi anna í starfi mínu sem lögmaður sé ég mér því miður ekki fært að verja áfram nauðsynlegum tíma og orku í störf fyrir hönd Rík- isútvarpsins samhliða lögmannsstörfunum.“ Ingvi Hrafn Óskarsson Hættir sem formaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.