Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Íslandspósts og viðtali við forstjóra og starfsfólk fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Íslandspóstur – saga og starfsemi í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld • Saga og þróun póstdreifingar á Íslandi • Póstmiðstöð Stórhöfða og nýjungar í póstþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki • Aukið álag á starfsemi tollmiðlunar í kjölfar gífurlegrar aukningar á netverslun Íslendinga •Útgáfa frímerkja og áskriftir erlendra safnara Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21.00 Yfir 218 þúsund flótta- og farandmenn fóru yfir Mið- jarðarhafið til Evrópu í október, fleiri en allt síðasta ár, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNCHR. Adrian Edwards, talsmaður stofnunarinnar, segir að aldrei áður hafi jafnmargir flóttamenn farið yfir hafið til Evrópu á einum mánuði. Alls fóru 218.394 farandmenn yfir hafið til Evrópu í október, þar af komu allir nema um átta þúsund að landi í Grikklandi. Allt síðasta ár fóru 216.054 manns yfir Miðjarðarhafið til Evrópu, margir þeirra á flótta undan stríði, kúgun og fátækt. Alls hafa 744 þúsund flótta- og farandmenn farið yfir hafið til Evrópu það sem af er árinu. Ekkert lát virðist vera á flóttamannastraumnum þrátt fyrir versnandi aðstæður á hafi nú þegar vetur gengur í garð. Yfir 3.440 manns hafa drukknað eða horfið á flóttanum yfir Miðjarðarhafið í ár, samkvæmt upplýsingum frá flótta- mannastofnuninni í vikunni sem leið. Að sögn frétta- veitunnar AFP hafa meira en 80 manns drukknað í Eyjahafi á einum mánuði, þeirra á meðal mörg börn. Myndin var tekin á strönd grísku eyjunnar Lesbos í gær þegar bátur kom að landi með farandmenn. AFP 218.000 fóru yfir hafið í október Rússneska farþegaþotan sem fórst á Sínaí-skaga í Egyptalandi á laug- ardag virðist ekki hafa orðið fyrir flugskeyti og sendi ekki frá sér neyðarkall áður en hún hvarf af ratsjá, að því er fréttaveitan Reu- ters hafði í gær eftir heimildar- manni í nefnd sem rannsakar flug- rita vélarinnar. Heimildarmaðurinn vildi ekki veita frekari upplýsingar en sagði staðhæfingu sína byggjast á fyrstu athugunum á flugritunum. Þotan var af gerðinni Airbus 321- 200 og var á leiðinni frá ferða- mannabænum Sharm el-Sheikh við Rauðahaf til Pétursborgar. Í vélinni voru 217 farþegar, þar af 25 börn, auk sjö manna áhafnar, og enginn komst lífs af. Flestir þeirra voru Rússar. Útiloka enga möguleika Þotan var í eigu rússneska flug- félagsins Kogalymavia og einn yf- irmanna þess, Alexander Smirnov, sagði í gærmorgun að rekja mætti hrap þotunnar til „einhvers konar utanaðkomandi þáttar“. Hann full- yrti einnig að þotan hefði ekki farist vegna bilunar eða mistaka flug- manna. Flugfélagið segir að flug- mennirnir hafi misst stjórn á þot- unni sem hafi hægt hratt á sér skömmu áður en hún hafi sundrast og hrapað til jarðar. Flugmennirnir hafi ekki haft samband við flugum- ferðarstjórn til að tilkynna að vandamál hefði komið upp í vélinni. Yfirmaður Flugmálastofnunar Rússlands sagði að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um ástæður þess að þotan hrapaði og sagði að fullyrð- ing flugfélagsins um að „utanað- komandi þættir“ hefðu valdið því væri ágiskun sem byggðist „ekki á raunverulegum staðreyndum“. Talsmaður Vladímírs Pútíns, for- seta Rússlands, sagði að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að hryðjuverkasamtök bæru ábyrgð á því að þotan hrapaði en ekki væri hægt að fullyrða nokkuð um það að svo stöddu. Fréttaveitan AFP hafði eftir James Clapper, yfirmanni leyni- þjónustumála í Bandaríkjunum, að ekki hefðu komið fram neinar vís- bendingar um að hryðjuverkamenn hefðu grandað þotunni. Hann sagði það „ólíklegt“ að liðsmenn Ríkis ísl- ams gætu gert flugskeytaárás á far- þegaþotur yfir Sínaí-skaga en ekki væri hægt að útiloka það. bogi@mbl.is Sendi ekki frá sér neyðarkall  Flugritar þotunnar rannsakaðir AFP Sorg Frá minningarathöfn í Péturs- borg í Rússlandi um þá sem fórust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.