Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 www.fi.is Hreyfðu þig úti í náttúrunni Ert þú Landvætt ur? FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ert þú Landvættur? Ferðafélag Íslands stofnar æfingahópinn FÍ Landvætti sem hefur það markmið að æfa saman og klára allar fjórar þrautir Landvættarins á árinu 2016. Fossavatnsgangan: 50 km skíðaganga. 30. apríl Bláalónsþrautin: 60 km fjallahjól. 11. júní Urriðavatnssundið: 2,5 km útisund. 23. júlí Jökulsárhlaupið: 33 km fjallahlaup. 13. ágúst Hópstjórar eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall Kynningarfundur miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20, í sal FÍ, Mörkinni 6. Allir velkomnir. . Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Fyrirliggjandi drög að nauða- samningum slitabúa þriggja stærstu viðskiptabankanna, Kaup- þings hf., Glitnis hf. og LBI hf., fara nú fyrir kröfuhafafund til samþykkis. Seðlabanki Íslands samþykkti fyrir helgi að nauða- samningsdrögin uppfylltu kröfur laga um gjaldeyrismál og því eru næstu skref í höndum kröfuhaf- anna. Kröfuhafarnir kjósa um nauðasamninginn og að því loknu verður krafist staðfestingar hans fyrir héraðsdómi. Endanleg staðfesting nauða- samningsins er forsenda fyrir því að ekki verði lagður 39% stöð- ugleikaskattur á slitabúin en frum- varp um stöðugleikaskatt var sam- þykkt á Alþingi í júní síðastliðnum með öllum greiddum atkvæðum. Var honum ætlað að stuðla að los- un fjármagnshafta með efnahags- legan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi ef ekki næðust nauðasamningar. 40 milljarða afgangur Neikvæðum greiðslujafnaðar- áhrifum af uppgjöri slitabúa föllnu bankanna verður algjörlega eytt með mótvægisaðgerðum og gott betur þar sem gert er ráð fyrir 40 milljarða afgangi. Uppgjörið á ekki að hafa áhrif á gengi krón- unnar og reiknað er með að skuldastaða ríkissjóðs muni batna. Felast mótvægisaðgerðirnar í afhendingu stöðugleikaframlags sem meðal annars veitir tryggingu fyrir því að eignir sem metnar eru lágt á efnahagsreikningum búa föllnu bankanna valdi ekki greiðslujafnaðarvanda reynist þær verðmætari en áætlað var, um- breytingu gjaldeyrisinnistæðna í starfandi fjármálafyrirtækjum í lengri lán og uppgreiðslu lána sem ríki og Seðlabanki Íslands veittu við stofnun Arion banka hf. og Ís- landsbanka hf. Stöðugleikaframlag búanna nemur alls tæplega 379 milljörðum króna og skiptist þannig að Glitnir greiðir 229 milljarða króna, Kaup- þing um 127 milljarða króna og LBI hf. um 23 milljarða króna. Skattaleiðin óvissari Fyrirséð var að slitabúin myndu frekar freista þess að uppfylla stöðugleikaskilyrðin en að greiða stöðugleikaskattinn. Skattaleiðin felur í sér töluverða óvissu þar sem engar útgreiðslur yrðu mögulegar úr slitabúinu fyrr en skatturinn væri greiddur en það gæti dregist úr hófi ef gerður yrði ágreiningur um lögmæti skattsins fyrir dómstólum. Óvissa ríkir einnig um framtíðarvirði inn- lendra eigna og eins um endanlega fjárhæð heildareigna í árslok 2015. Framvindan verður í hönd- um kröfuhafa og dómstóla  Stöðugleikaskilyrði fram yfir stöðugleikaskatt  Seðlabanki gaf grænt ljós Morgunblaðið/Golli Stöðugleiki Slitabú föllnu bankanna hafa unnið að nauðasamningsdrögum sem nú fara fyrir kröfuhafafund og svo dómstóla. Stöðugleikaskattur verður lagður á búin ef nauðasamningar nást ekki. Meiri óvissa fylgir skattaleiðinni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýra þurfi hvers vegna tölvupóstum fyrrverandi ráðuneytisstjóra við- skiptaráðuneytisins var eytt. „Mér finnst þetta alvarlegt mál. Mér skilst að það standi til að skoða málið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem ég tel vera rétt- an vettvang til þess.“ Eiga að vera aðgengileg Eins og Morgunblaðið hefur greint frá kom það fram í tölvu- pósti aðallögfræðings Seðlabankans til sérstaks saksóknara að öllum tölvupóstum ráðuneytisstjórans hefði verið eytt. Torveldaði það rannsókn á aðdraganda þess að gjaldeyrisreglur voru settar í árs- lok 2008 og hvers vegna lögáskilið samþykki ráðherra fyrir reglunum skorti. Bjarni segir þetta kalla á skýr- ingar. „Gögn eiga að vera aðgengi- leg í stjórnkerfinu ef menn þurfa að skoða forsendur fyrir ákvarð- anatöku og skilja hvernig niður- stöður voru leiddar fram í ein- stökum málum. Það getur ekki verið einstökum ráðuneytum í sjálfsvald sett hvernig meðferð gagna er háttað. Mér finnst að þessar upplýsingar kalli á skýr- ingar á því hvernig þetta gerðist og hvort það samrýmist þeim al- mennu reglum sem hafa gilt í stjórnkerfinu. Þetta kom mér mjög á óvart og þetta kallar á frekari skýringar og svör.“ Kallar á frekari skýringar  Segir alvarlegt að tölvupóstum var eytt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.