Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 8/11 kl. 20:30 Allra síðustu sýningar! Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 18/12 kl. 20:00 Fim 12/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Fös 11/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Hundur í óskilum snúa aftur Sókrates (Litla sviðið) Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 12/12 kl. 20:00 Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Fim 26/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Mið 18/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Fim 19/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Fim 26/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 19/11 kl. 20:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Þri 24/11 kl. 20:00 allra síðasta sýn. Allra síðusta sýning! Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum Dúkkuheimili, allra síðasta sýning! 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 7/11 kl. 13:30 Lau 7/11 kl. 15:00 Síðustu sýningar. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 17:00 DAVID FARR HARÐINDIN Kammertóngrein kamm-ertóngreina, strengja-kvartettinn, var í for-grunni á fjölsóttum tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudag. Vakti ekki sízt forvitni fyrsta framkoma Coull kvartettsins á Íslandi er frumflutti hér nýja end- urskoðun Hafliða Hallgrímssonar á 1. og 2. kvartetti hans, enda kvað fereykið löngu hokið af reynslu eftir 41 árs starfsferil og virt að sama skapi með yfir 30 geisladiska á sinni könnu. „Hokið“ ber að vísu að taka jafnt með salti og gæsalöppum, því þótt engin unglömb væru lengur að sjá (tveir meðlimir voru meðal stofn- enda hópsins) þá varð hvergi vart við aldurssligaðan flutning. Túlk- unin var þvert á móti gegnsýrð æskuþrótti af því tagi sem bezt fer flutningi vandaðrar tónlistar, nefni- lega tempraðri yfirvegun og djúp- um skilningi á inntaki viðfangsefna. Hér fór s.s. „hið bezta allra heima“ eins og Birtingur Voltaires skildi bjartsýna tesu Leibniz – og sem sjóaðir kammerkerar kjósa helzt að heyra. Æ má deila um hæfilega lengd tónleikaskráa. KMK-gerðin hefur jafnan takmarkazt við tveggja síðna einblöðung og oftast dugað hag- vönum hlustendum. Hinu ber þó ekki að neita að iðulega hefur mað- ur saknað gagnlegra fróðleikskorna SÍ um „Tónlistina á Íslandi“ sem greina frá fyrri flutningum viðkom- andi verks og höfundar. Það átti t.a.m. við um Strengja- kvartetta Hafliða. Því jafnvel þótt kæmi fram á vef klúbbsins (undir Sagnfræði) að „Fjórir þættir fyrir strengjakvartett (In memoriam Bryn Turley)“ – s.s. Kvartett hans nr. 2 – hefði verið fluttur á vegum KMK í nóv. 1972, þá fannst ekkert um nr. 1, er gæti því sem bezt hafa verið frumfluttur hérlendis þetta kvöld – þ.e. eftir upphafsfrumflutn- ing verksins á Fjóni 1989. Hvað sem því líður þá var veruleg upplifun að fjölskrúðugum kvart- ettum Hafliða. Mætti jafnvel kenna hljómaútfærsluna við litaorgíu, þó oftast væru tjábrigðin á lág- stemmdum draumnótum kukls og dulúðar með stöku hrynþrungnu andstæðuofforsi. Nr. 1 [35’] virtist að vísu stundum fara fullmikið úr einu í annað á kostnað heildar- samhengis og varð ívið langdreginn undir lokin. Seinna verkið [27’] kom aftur á móti oft fyrir sem hugfangandi dá- leiðsla, í fullkomnu trássi við af- strökt tjábrigði handan við hefð- bundið lagferli – að vísu með tilskildum fyrirvara um innleiðslu fyrra verksins í sérleitan hljóma- heim höfundar. Meðal eft- irminnilegustu þátta úr Nr. 1 voru hið hindurvitnalegt flaututónaða Largo (II) og nærri geðfatlaða And- ante ostinato (III; einkaauðkennt „Þorpsfíflið“), en í Nr. 2 hið and- stæðuríka Moderato (III) og Largo- fínallinn er hófst á tærveiku skáld- gyðjuhvísli annars og betri heims. Módernískt brautryðjandaverk Claudes Debussys frá 1893, m.a. undir áhrifum frá indónesískri ga- melan-tónlist, var síðast flutt á veg- um KMK 2012, og þar áður 2000 skv. fyrrtöldum vefi er tekur ekki fram með hverjum. En ef að líkum lætur hefur varla áður heyrzt hér jafnsannfærandi túlkun af hljóm- leikapalli og sú er tónleikagestir fengu að njóta s.l. sunnudagskvöld. Ekki aðeins örðulaus að heita má, heldur einnig af þeirri einstæðu sort sem teymir hlustandannn aftur á stað og stund þegar Vesturlönd vöknuðu til vitundar um menningu fjarlægra heimshorna og nýttu sér síðan í ferska nýsköpun. Frábær spilamennska vægast sagt – og hefði sannarlega verð- skuldað fagnað á fæti. Frábærir „Frábær spilamennska vægast sagt – og hefði sannarlega verðskuldað fagnað á fæti,“ segir m.a. í gagnrýni um tónleika Coull kvartettsins sem fram fóru í Norðurljósasal Hörpu í fyrradag. Bezt allra heima Norðurljósum í Hörpu Kammertónleikarbbbbb Hafliði Hallgrímsson: Strengjakvartett- ar nr. 1 (1989) og 2 (1990-91). Debussy: Strengjakvartett í g Op. 10. Coull Quar- tet (Roger Coull & Philip Gallaway fiðla, Jonathan Barritt víóla og Nicholas Ro- berts selló). Sunnudaginn 1. nóvember kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Oddur Arnþór Jónsson, barí- tónsöngvari, kemur ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara fram á hádegis- tónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12. Yfir- skrift tónleik- anna er Illmenni og fórnarlömb, en á efnisskránni eru aríur eftir G. Donizetti og Mozart. Listrænn stjórnandi hádegistón- leikanna í Hafnarborg er Antonía Hevesi. Næstu tónleikar verða þriðjudaginn 1. desember og þá mun jólaandinn svífa yfir vötnum. Illmenni og fórnar- lömb í hádeginu Oddur Arnþór Jónsson Myndlistarkonan Harpa Árnadóttir tekur þátt í samsýningu sem nefnist Den monokroma symfonin í Artipe- lag í Stokkhólmi, en sýningin stend- ur til 28. mars nk. Á sýningunni eru m.a. verk eftir Yves Klein, Donald Judd, Arnulf Rainer og Anders Knutsson. Joanna Persman, gagnrýnandi sænska dagblaðsins Svenska dagbladet rýnir í sýninguna og fer fögrum orðum um það sem fyrir augu ber en gagnrýnir þó útfærslu tónlistar á sýningunni sem henni finnst ekki nógu vel heppnuð. Þar kemur fram að sýningarýmin hafi verið máluð í kröftugum litum og að styrkur sýningarinnar felist í því að draga fram einfaldleikann. Harpa sýnir í hvíta rýminu og skrif- ar Persman að þar geti áhorfendur sokkið inn í hugleiðsluástand. „Stórir strigarnir eru þaktir litum og lími. Yfirborðið storknar og liturinn brotnar upp. Einstakt mynstur verður til sem ekki er í valdi listamannsins. Þannig lifir málverkið sjálfstæðu lífi!“ skrifar Persman. Tekur þátt í samsýningu í Stokkhólmi Morgunblaðið/Einar Falur Hugleiðsluástand Harpa Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.