Morgunblaðið - 03.11.2015, Side 23

Morgunblaðið - 03.11.2015, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 ✝ Erla Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1931. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 24. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Kristín Sveinsdóttir, hús- móðir, f. 29.9. 1904, d. 24.8. 1982, og Jón Möller Sigurðsson, verkamaður, f. 6.11. 1900, d. 2.11. 1982. Erla ólst upp á Hjalteyri við Eyjafjörð til 19 ára aldurs og bjó í Reykjavík eftir það. Eftirlifandi systkini Erlu eru Gísli Jónsson, Áki Jónsson, býlismaður er Smári Björg- vinsson. Kristín á þrjú börn; Örn Elías, Erlu Sonju og Helgu. Smári á þrjú börn; Enu Björgu, Bjarka og Alidu Ósk og saman eiga þau sjö barna- börn. 3. Örn giftur Margréti Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn, Höllu Hrund, Ingólf og Sigurð Geir. Þau eiga þrjú barnabörn. 4. Þröstur, giftur Hrefnu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn, Einar Örn, Birnu, Hafþór og Gunnhildi Ýr. Þau eiga fjögur barnabörn. 5. Björk, gift Hlíðari Kristjáns- syni og eiga þau tvö börn, Tinnu og Tómas. 6. Sigfríð Eik, gift Ómar Svavarssyni og eiga þau fjögur börn, Lísu Karen, Alex Daða, Börk Tryggva og Svavar Tryggva. Útför Erlu fer fram í dag, 3. nóvember 2015, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður S. Jóns- son og Erna Val- gerður Jónsdóttir. Erla giftist 26. nóvember 1954 eftirlifandi eigin- manni sínum, Erni Geirssyni, f. 18.2. 1932. Foreldrar hans voru Krist- jana Einarsdóttir, f. 23.1. 1905, og Geir Finnur Sig- urðsson, f. 19.10. 1898. Börn Erlu og Arnar eru: 1. Krist- jana, gift Guðmundi Hagalín og eiga þau þrjú börn, Geir Brynjar, Rúnu Birnu og Örnu Björk en misstu Guðmund Björn sem lést 1979. Þau eiga tíu barnabörn. 2. Kristín, sam- Mamma var kletturinn minn sem var alltaf til staðar, sama hvað bjátaði á. Hún trygg, þolinmóð og hjálp- söm. Fjölskyldan var henni allt og hún vildi hafa fólkið sitt í kringum sig. Heimilið hennar og pabba var alltaf opið og þegar við fjölskyldan komum í heim- sókn var dregið fram hlaðborð af kræsingum. Það var henni hug- leikið að enginn færi svangur heim. Hún stóð fyrir öllum fjöl- skyldusamkomum, stórum sem smáum, og bauð þá ekki bara sínum nánustu heldur stórfjöl- skyldunni allri. Í minningunni var mamma alltaf svo vel tilhöfð og fáguð. Hún hafði gaman af að fara í sitt fínasta púss og setja á sig perlu- festar en þó á svo látlausan og fallegan hátt. Hún dáði skó og gekk lengi vel með þann draum að opna skóverslun. Sá draumur varð að veruleika þegar hún opnaði skó- verslunina Skóbæ á Laugaveg- inum. Ég var 15 ára á þeim tíma og varð þeirra gæfu njótandi að vinna í skóbúðinni hjá henni á sumrin og með skóla. Eftir það tímabil urðum við mjög sam- rýndar og deildum sameiginlegu áhugamáli allar götur síðan, það er fallegum skóm. Þegar mamma hætti að vinna var það henni afar hugleikið að sjá um barnabörnin. Hún vildi aldrei sitja aðgerðalaus. Þegar Lísa Karen og Alex Daði voru lítil voru þau svo heppin að eiga ömmu sem var hætt að vinna. Hún og pabbi sóttu þau á hverj- um degi og síðar þegar þau stálpuðust voru þau sótt í skól- ann. Þeim var skutlað í fimleika og fótbolta eða bara beint heim þar sem kleinuhringir og snúðar voru á boðstólnum. Mamma var svo lánsöm að vera heilsuhraust og vel á sig komin langt fram eftir aldri eða þar til hún greindist með park- insonsjúkdóminn og svo síðar heilabilun. Seinni árin voru mömmu erfið. Veikindin ágerðust stöðugt og ég fann oft að hún var kvíðin og leið ekki vel. En aldrei kvartaði hún, tók öllu með jafnaðargeði og hélt áfram og lét sem ekkert væri. Erfiðast var þó fyrir pabba að horfa upp á mömmu hverfa smátt smátt í heim sjúkdómsins, en þó glitti oft í mömmu þegar hún kom með hnyttnar athuga- semdir. Það voru dýrmætar stundir. Mamma dvaldi síðasta árið á hjúkrunarheimilinu Mörk og naut mikillar hlýju og frábærrar umönnunar. Starfsfólkið á mikl- ar þakkir skildar fyrir að hafa hugsað svona vel um hana. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona yndislega mömmu. Minningarnar hrannast upp og ég mun geyma þær í hjarta mér. Söknuðurinn er mikill og sár og þá sérstaklega hjá pabba sem hefur misst lífsförunaut sinn til sextíu og eins árs. En við vit- um að hún er komin á góðan stað þar sem hún er laus úr viðjum sjúkdómsins og lítur eftir okkur og gætir sem áður. Elsku mamma, minningin um þig mun lifa í hjarta mér um ókomna tíð. Elska þig að eilífu. Þín dóttir, Sigfríð. Að kveðja mömmu sína og tengdamömmu er eitthvað sem enginn getur hugsað sér. En það kemur að leiðarlokum hjá okkur öllum og minningarnar um þig streyma gegnum hugann. Þú varst konan sem alltaf var til staðar, gladdist með okkur á gleðistundum og huggaðir í sorg. Þú kenndir okkur að takast á við lífið af miklu æðruleysi en þann- ig varst þú. Stolt og ánægð með það sem þú áttir og baðst aldrei um meira. Stuðningur þinn og umhyggja hefur komið okkur þangað sem við erum í lífinu í dag og þú ert sú fyrirmynd sem við reynum að vera okkar fjöl- skyldu. Síðustu tvö ár fóru sjúkdómar að herja á þig af fullum þunga en það fannst þér afar erfitt og síð- asta árið gastu ekki verið hjá pabba. Þið gátuð samt verið saman hluta úr degi alla daga á Sólheimum á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk en þar naust þú svo sannarlega, og reyndar þið bæði, einstakrar umönnunar hjá fólk- inu sem þar starfar. Elsku mamma og tengda- mamma, minning þín lifir með okkur og börnunum okkar. Við gætum pabba fyrir þig. Hvíl í friði. Þín dóttir og tengdasonur, Kristjana Arnardóttir og G. Hagalín Guðmundsson. Hún mamma er dáin, hún er farin í betri heim. Hún Erla Jónsdóttir er mamma mín. Ég er stoltur að vera sonur hennar og ber höfuðið hátt og er þakklátur að hafa fengið að njóta hennar öll þessi ár, það er guðsgjöf. En allt tekur enda, það er víst. Síð- ustu ár átti hún mamma við erf- iðan sjúkdóm að etja og þrátt fyrir erfiðleika og lasleika þá var hún alltaf mamma mín. En þrátt fyrir veikindin glitti oft í mömmu eins og hún var, sem hvatti litla drenginn sinn, hvort sem það var til að bursta skóna eða heimsækja móður sína oftar. Marga gullmolana átti hún þegar ég heimsótti hana á Mörk- ina síðastliðið ár en sá síðasti sem ég man var eins og einhvers konar vísbending um hvað koma skyldi, hún sagði: „Endilega hringdu áður en þú kemur, það er ekki víst að ég verði heima.“ Hvað átti hún við var hún virkilega að fara eitthvað? Ég tel að móðurmissir sé öll- um drengjum sárastur. Ég upp- lifði það þegar mín elskulega móðir yfirgaf þennan heim að ég væri aftur lítill drengur, litli drengurinn hennar mömmu. Hún hafði í gegnum áratugina umvafið mig ást og umhyggju, hún hvatti mig og studdi, sama hvað ég tók mér fyrir hendur, en sérstaklega hvatti hún mig til menntunar og að taka ábyrgð í lífinu, hún trúði á það góða sem við berum í hjarta okkar. Gamalt spakmæli segir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“, en þessi orð eru sannarlega byggð á þekkingu og reynslu, allavega er ég að upplifa þessa sömu reynslu að vita hvað ég átti og hef misst. Minningin um þig, mamma, er ljósið í lífi mínu. Litli drengurinn þinn, Þröstur. Fallega mamma og amma okkar, þú ert ómetanleg. Nær- vera þín var alltaf svo hlý og góð. Þú varst skipstjóri ættarinnar, allir velkomnir og ekkert rugl. Þú bræddir okkur með hlátri þínum, fegurð og guðdómlegu æðruleysi. Mikið óskaplega er gott að elska ykkur afa, við lof- um að hugsa vel um Örninn þinn. Spegilfagurt hneig við haf haustkvölds sólin rauða, bólstri Ránar bláum af brosir nú við dauða. Svo hefur mína sálu kætt sumarröðull engi. Er sem heyr’ eg óma sætt engilhörpu strengi. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingrímur Thorsteinsson) Ástar- og saknaðarkveðjur, Kristín, Örn, Erla og Helga. Elsku fallega Erla amma okk- ar, þú ert einn fallegasti fugl sem við höfum kynnst. Svo lítil og smáfætt en á sama tíma svo ótrúlega tignarleg, sterk og barst alltaf af þar sem þú varst niðurkomin. Ein af okkar fyrstu minning- um var um þig í skóbúðinni þinni, fallega góða amma Erla sem átti skóbúð! Fátt var jafn aðdáunarvert í augum okkar krakkanna. Þú tókst alltaf á móti okkur með bros á vör og leyfðir okkur stelpunum að máta hæla- skóna ef við vildum. Við vorum algjörlega dol- fallnar! Í skóbúðinni vorum við sannfærðar um að við værum í skóhimnaríki og þú varst engill- inn sem réð þar ríkjum. Þú varst þessi amma þar sem við ungarnir þínir vorum alltaf velkomin í hreiður þitt og afa. Matarboðin á Álfhólsveginum gerðir þú ógleymanleg með nær- veru þinni einni saman svo ekki sé talað um hið risavaxna mat- arborð í stofunni ykkar sem þú hlóðst kræsingum þegar von var á okkur öllum. Í kringum þetta stóra borð sátum við öll og með- an lætin og kætin í okkur voru að yfirgnæfa allt, flögraðir þú róleg og brosmild á meðal okkar allra og snertir okkur þannig öllum stundum með ást þinni og enda- lausri umhyggju. Kofinn ykkar afa á Þingvöllum var engin undantekning, grillveislurnar, dansinn á pallinum og glaðværir söngvar langt fram í sumar- næturnar. Við minnumst þín sem stó- ískrar, skemmtilegrar og yndis- legrar mannveru sem var alltaf gott að koma til og vera hjá. Að fá að gista hjá þér, eyða helg- unum í kúri, horfa á Stöð 2 og vídeó, stelast í kjólana þína og heyra þig segja okkur sögur af álfunum sem bjuggu í steinunum úti í garði. Við munum ekki eftir þér öðruvísi en brosandi og góðvildin sem skein úr augunum á þér gerði það að verkum að það var fátt betra en að koma til þín og afa. Heimilið ykkar var ævin- týraheimur okkar. Elsku fallega Erla amma okkar, nú ertu farin, flogin á burt á vit nýrra ævintýra og við vitum að Guðmundur Björn bróðir og litla Katla Rún okkar hafa tekið vel á móti þér. Við söknum þín af öllu hjarta en gleðjumst jafnframt yfir því að nú fá þau að njóta nærveru þinnar. Guð geymi þig, elsku amma Erla. Þín, Geir, Rúna og Arna. Elsku amma mín, fallegi eng- illinn minn. Ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin, farin frá okkur upp til himna. Ég hugsa ennþá „Kannski ætti ég að kíkja á ömmu um helgina“, en ég veit að þú ert á betri stað. Þú átt alltaf stóran hlut í hjarta mér. Þú kenndir mér margt sem ég mun ætíð muna. Við eigum margar góðar minningar saman og mun ég aldrei gleyma þeim. Þú varst alltaf svo glöð, komst heim til okkar systkinanna á hverjum degi þegar við vorum lítil með eitthvert góðgæti. Þú gladdir alla með nærveru þinni. Það er amman sem ég man eftir. Þið afi voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá okkur. Ég ímyndaði mér alltaf að þú myndir hitta börnin mín en ég verð víst bara að segja þeim sög- ur af langömmunni sinni. Ég bað Guð um að hafa þig nálægt sér og ég veit að hann gerir það. Þín, Lísa Karen. Erla Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrverandi kaupkona, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 23. október, verður jarðsungin fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13 frá Bústaðakirkju. . Kristín Gísladóttir, Þórir Þórisson, Guðmundur Þór Gíslason, Margrét Einarsdóttir, Guðrún Ýr Gunnarsdóttir, Þórir Jónas Þórisson, Rebekka Auður Þórisdóttir, Gísli Steindór Þórisson, Gísli Gunnar Guðmundsson, Sigurður Torfi Guðmundsson, Rúnar Þór Guðmundsson. Ástkær sonur minn og bróðir okkar, GUÐJÓN SIGURJÓNSSON, Kirkjubóli, Innri-Akraneshreppi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ föstudaginn 6. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Innra-Hólmskirkju, kt. 660169-5129, nr. 0186-05-62996. . Kristín Marísdóttir, María Sigurjónsdóttir, Sigurrós Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Pétur Sigurjónsson, Unnur Sigurjónsdóttir, Kristín Sigurjónsdóttir og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, áður til heimilis í Kirkjulundi 6, Garðabæ, er lést 24. október, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 11. . Júlíus Jónsson, Björk Garðarsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Fríða Birna Kristinsdóttir, Erla Jónsdóttir, Grétar Helgason, Guðrún Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær sonur minn, faðir okkar og afi, ÁSGEIR RAGNAR BRAGASON, varð bráðkvaddur í Kaupmannahöfn 1. október 2015. Jarðarförin hefur þegar farið fram. . Bragi Magnússon, Bjarni Már Ásgeirsson, Frans Guðni Ásgeirsson, Jax Osho Ásgeirsson, Dunía Randy Ásgeirsdóttir, Kenda Leila Ásgeirsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA VALGEIRSDÓTTIR, lést mánudaginn 26. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. nóvember klukkan 13. . Svavar Ellertsson, Gunnur Baldursdóttir, Valgeir Ellertsson, Sigríður Ellertsdóttir, Rúnar Gíslason, Hansína Ellertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR, Lyngholti 15, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 23. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahlynningar og Heimahjúkrunar á Akureyri fyrir góða og alúðlega umönnun í veikindum hennar. . Bjarki Arngrímsson, Sigríður Kristín Bjarkadóttir, Hreinn Pálsson, Hjördís Björk Bjarkadóttir, Kjartan Friðriksson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.