Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Í Kastljósþætti sjón- varpsins hinn 22. októ- ber 2015 var til umræðu slysið er mb. Æsa ÍS sökk í Arnarfirði og tveir menn létust. Í þessu viðtali komu furðulegar upplýsingar frá viðmælenda frétta- mannsins sem eru ósannar ef ekki meira má segja. Veittist frúin að Rannsóknarnefnd sjóslysa og fleirum í sínum ummælum. Það er alltaf sárt að missa sína nánustu en sannleikurinn er betri en ósannindi. Varðandi mál þetta þá var strax eftir slysið leitað eftir fjár- veitingu til að ná skipinu upp til rann- sóknar. Strax á fyrstu dögum rann- sóknar fékk nefndin tilboð í að lyfta skipinu af hafsbotni og færa það til Bíldudals. Tilboðið hljóðaði upp á 18.000.000 krónur. Ekki fékkst fjár- veiting til verksins. Er hér með vísað í skýrslu undirritaðs, að ósk formanns nefndarinnar, sem afhent var sam- gönguráðuneytinu í sambandi við rannsókn málsins. Ítarleg rannsókn fór fram á því sem fyrir lá og þar með var plógur skipsins rannsakaður mjög ítarlega. Var plógur skipsins mjög þungur með hliðsjón af stöð- ugleika skipsins og enn meiri hætta stafaði af plógnum þegar hann var fullur af skel eins og stað- an var þegar skipinu hvolfdi vegna skorts á stöðugleika. Var sá þátt- ur talinn ein af orsökum slyssins sem heimfæra má undir vanþekkingu á stöðugleika og stjórnun skips. Þess ber að geta að þetta var ekki fyrsta slys- ið sem varð og leitað var eftir fjárheimild af hálfu nefndarinnar til að lyfta flaki (sokkið skip er kall- að flak) af hafsbotni til rannsóknar. Ástæða þess að farið var fram á ít- arlegri rannsókn á þessum skipum er sukku var vitneskja um skort á stöð- ugleika fjölda íslenskra fiskiskipa og vísast þar til skýrslna nefndarinnar frá 1986 til 1999. Ef viðvaranir er komu frá nefndinni hefðu verið teknar alvarlega hefði ver- ið hægt að minnka líkur á manntjóni í mörgum tilvikum sem fjallað er um í skýrslum nefndarinnar. Því eru ummæli frúarinnar ósann- indi varðandi störf nefndarinnar og vísast þar einnig til blaðaskrifa og um- mæla frúarinnar í fjölmiðlum á meðan á rannsókn stóð og eftir það. Frúin hafði símasamband við undirritaðan og vildi stjórna rannsókninni. Voru skammir frúarinnar í símanum mjög ókurteislegar svo ekki sé meira sagt. Var henni bent á að hafa samband við formann nefndarinnar sem hefði yf- irstjórn á því sem gera ætti varðandi rannsóknina. Þar sem hluti af ummælum frúar- innar snerist um bótakröfur hennar eftir slysið þá gleymdi hún að geta þess að samkvæmt niðurstöðum dómsins þá byggði dómari í úrskurði sínum á þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu nefndarinnar vegna umrædds slyss. Voru þar tíundaðar taldar líkur á or- sökum slyssins samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum er voru fyrir hendi. Því miður voru fleiri þættir varðandi þetta mál sem ekki voru í lagi. Má þar geta þess að sá er skráður var skip- stjóri skipsins (samkvæmt lögum eru skipverjar skráðir undir tiltekinn skip- stjóra sem er um borð og stjórnar skip- inu) var ekki um borð heldur annar maður og því vafasamt hvort skráning skipverjanna hafi verið lögleg. Það hefur aldrei verið fögnuður á heimilum þar sem ástvinir gista hina votu gröf. Eru slík tilvik allt of mörg í sögu Íslands. Því ber að gera allt til að hindra að slíkt gerist í framtíðinni ef hægt er að koma í veg fyrir það. Varðandi orsök þessa slyss verða sambærileg slys ekki umflúin nema stöðugleiki skipa sé tryggður (nægj- anlegur) og stjórnendur skipanna hafi næga þekkingu á þætti stöðugleikans í sjóhæfni skipsins. Æsa ÍS Eftir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson »Rannsókn á slysi er mb. ÆSA-IS sökk í Arnarfirði. Höfundur er fv. framkvædastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa. Ráðstjórn Evrópu- sambandsins var af- neitað og fékkst út á það góð kosning og rauða sængin breidd- ist út undir ráðstjórn og snepillinn með að- ildarumsókn að Sovét- Evrópu flaug með sendiboðanum sem svo sveittist við að semja frá okkur lífs- björgina á ráðherra- launum í fjögur ár en mislukkaðist. Ráðstjórninni tókst þó að hamla samstöðu og tefja uppbyggingu. Bretar og Hollendingar eru ljós- lega búnir að jafna sig eftir Búa- stríðið og tóku sig saman um að þjarma að okkur með röngum sök- um, hafandi rustann Brown og snatann hans Darling sem for- ustusauði og vert er að halda því til haga í annálum, sem og að muna að Evrópuþjóðir, allar nema Pólverjar og Færeyingar, gáfu frat í okkur, til mikillar hamingju fyrir okkar löglega kjörnu klofin- tungu-ráðstjórn. Hörmulegt var þó að hún fékk ekki að borga Icesave og tókst ekki að koma stjórnarskrá okkar fyrir kattarnef. En í þessi höfuðverkefni ráðstjórnar hinnar klofnu tungu fór mikið og dýrt púður. Við búum við ráðstjórn og erum að þroskast í að búa við ráðstjórn og segjum þar með ekki neitt, enda ekki þjóð sem mark er á takandi, bara þögla fólkið sem kaus og bíð- ur uppgefið á öllu lýðræðishjalinu sem færir því svo margt sem það bað ekki um og vantar ekki. Við búum við brjóstgóða ráðherra og þingmenn sem geisla af hamingju þegar hægt er að draga dul á ráð- leysi við skylduverk og fólki, sem aldrei hefur neitt lagt til mála, er tekið fagnandi svo ekki þurfi leng- ur að fjasa um hús- næðisskort heldur settur þrýstingur á leigumarkaðinn því til handa og ráðstjórnin borgar. Af ráðstjórn verri tók við ráðstjórn hin skárri og hamast hún nú við að finna handa okkur ómaga á kostn- að sjúkra, fatlaðra og aldraðra, sem geta ekki varið sig með verkfalli. Ráðstjórn sendi landamæri okkar langt í burtu að boði Sovét-Evrópu, þang- að sem enginn gætir þeirra og hurðir eru allar brotnar en vega- bréf, peningar og matur á borðinu og sófi til að hvílast á í húsinu sem kostar ekki neitt fyrir ólandann, en allt fyrir landann. Hávær lúður ráðstjórnarinnar við Efstaleiti er samhljóma hinum menntuðu álitsgjöfum æðstaskól- ans og verðugasti verðlaunagripur allra ráðstjórna á kostnað allra til að gæta samræmis svo að ráð- stjórn Reykjavíkur fái drifið stór- valtarann yfir vilja landans sem á Reykjavík. En ráðstjórn roluskap- arins gónir bara og þegir á meðan valtari dagsins malar undir sig nú- tímasamgöngukerfi svo væntanlega kemur Gunnar póstur aftur með taglhnýtalestina sína og lúðurinn góða. Ráðstjórn + þöggun = stjórnleysi? Eftir Hrólf Hraundal » Af ráðstjórn verri tók við ráðstjórn hin skárri og hamast hún nú við að finna handa okk- ur ómaga á kostnað sjúkra, fatlaðra og aldr- aðra... Hrólfur Hraundal Höfundur er vélvirki. Þegar áfengisfram- leiðsla og sala var bönnuð í USA frá 1919 til 1933, þá gerðu menn það sem þeim var eðlilegt. Þeir fóru að brugga sitt eigið áfengi og einnig til að selja öðrum. Þar með urðu skipulögð glæpa- samtök til. Og enn eru menn að berjast við þessi samtök út um allan heim. Eftir að áfengisbannið var afnum- ið 1933, þá var farið út í að framleiða og selja eiturlyf. Og glæpirnir sem fylgja þessu hafa aukist gríðarlega. Eiturlyfjaneytendur gera allt sem þeir geta til að fjármagna þessa þörf á að nálgast eiturlyf. Og að sögn þá þarf ekki mikla efnafræðiþekkingu til að búa til eiturlyf. Flest þeirra lyfja sem eiturlyfja- neytendur nota eru notuð innan heil- brigðiskerfisins. Og út um allt land eru heilbrigðisstöðvar og/eða spít- alar. Hægt væri að hafa sérherbergi með þjónustu fyrir eiturlyfjaneyt- endur þar sem þeir gætu komið og fengið sinn skammt þar ókeypis eða mjög ódýrt. Og um leið væri hægt að bjóða viðkomandi að fara í meðferð. Ef hann ekki þiggur meðferð, þá er bara að skoða hann, skrá og veita honum sinn skammt. Það eina sem hann mætti ekki gera er að fara út með skammtinn, hann yrði að nota hann á staðnum. Svo gæti hann farið sína leið. Um leið og þetta gerist þá er viðkomandi kominn á skrá, fær hreinar nálar, smokka og allt sem tengist svona lífi. Þetta myndi gera það að verkum að glæpir myndu minnka veru- lega og fáir nýir neyt- endur yrðu til. Lítill hagnaður er í að gefa fólki eiturlyf og gera það háð eitur- lyfjum ef það svo gæti fengið lyfin ókeypis annars staðar. Gallinn við þetta er að fólk mun enn neyta eiturlyfja. En kostirnir eru að glæpir myndu minnka gríðar- lega. Færri myndu byrja að neyta eiturlyfja þar sem það yrði enginn hagnaður fyrir sölumenn að gefa eit- urlyf þar sem neytendur gætu feng- ið þau ókeypis eða ódýrt hjá hinu op- inbera. Og neytendur, sem færu á heilbrigðisstöðvar til að fá sinn skammt, fengju þar ráðgjöf, hreinar nálar og félagslega aðstoð. Eiturlyfja-vanda- mál á Íslandi Eftir Halldór Sigurðsson Halldór Sigurðsson » Flest þeirra lyfja sem eiturlyfjaneyt- endur nota eru notuð innan heilbrigðiskerfis- ins. Og út um allt land eru heilbrigðisstöðvar og/eða spítalar. Höfundur er bílstjóri. Heimilinu barst bréf frá Reykjavíkurborg um breyt- ingar á sorphirðu og var um leið – að við höldum – brýn- ing um að flokka heimilis- sorpið betur en hingað til. Hér eru glefsur úr bréf- inu: „Fram að þessu hafa grænar tunnur verið svokallaðar „spar- tunnur“ fyrir blandaðan úrgang og losaðar á 20 daga fresti. […] Jafn- framt er kynnt til sögunnar ný grá spartunna sem er mjórri en sú hefðbundna […] Spartunnan er los- uð jafn oft eða á 10 daga fresti. […] frá og með áramótum verða gráu tunnurnar, þær hefðbundnu og nýju spartunnurnar, los- aðar á 14 daga fresti […] Þeir íbúar sem hafa nú þegar græna tunnu […] og vilja byrja að nýta hana undir endurvinnanlegt plast og fá gráa 120 l spartunnu undir blandaðan úrgang geta pantað slíka þjónustu fyrir 28. október. Eftir það verða grænu tunnurnar sóttar hjá íbúum sem ekki hafa haft samband og grá spartunna sett í staðinn. […] munu þeir sem þegar hafa græna tunnu og vilja byrja að nota hana undir plast njóta forgangs.“ Bréfið er afar ruglingslegt á köfl- um. Við hnutum t.d. um orðalagið að „njóta forgangs“. Í hverju er forgangurinn fólginn? Í bréfinu kemur fram að greiða þurfi sérstök sorphirðugjöld fyrir hverja tunnu. Er forgangurinn þá að maður fær að borga strax? Hvað með „um- hverfissóðana“ sem vilja ekki flokka? Þurfa þeir ekki að borga neitt? Í augum leikmanns lítur þetta a.m.k. þannig út að forgangur þeirra, sem vilja minnka „umhverf- isskref“ sitt með flokkun heimilis- sorps, sé sá að fá að borga fyrir það sem fyrst. Eina leiðin til að fá botn í þetta var að setja þetta upp í excel og skoða „losunartíðni“ hverrar tunnu og verð. Niðurstaðan er auðvitað sú að það er fokdýrt að flokka rusl henda og ruslið er hirt sjaldnar en áður. Reykvíkingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dýrt að flokka sorp? • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.