Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Ragnheiður Jónsdóttir lét prenta nokkur vel valin verk á bómullarpúða, en sjálf kynntist hún mynd- list í gegnum dagatöl. Bómullarpúðarnir eru því nokkurskonar yfirlit af verkum listamannsins. að vinna í grafíkinni með öll þessu sterku eiturefni sem tilheyrðu graf- íkvinnunni. „Eftir að ég meiddist á öxl var mér tilkynnt að ég þyrfti að gæta mín og mætti ekki vera að teygja mig svona mikið og reyna svona mikið á handlegginn. Þá fékk ég þá hugmynd hvort ég ætti ekki bara að nýta gömlu myndirnar mínar, því af nógu er að taka,“ segir Ragnheiður sem hóf að láta prenta verk sín á púða. Verkin eru allt frá fyrstu sýn- ingu Ragnheiðar ásamt verkum sem hún hefur unnið í gegnum tíðina. „Sumt er unnið eftir kolateikningum og annað eftir grafík. Púðarnir eru úr 100% vandaðri bómull og eru í stærðinni 65 x 65 cm. Þetta eru ólík- ar myndir og spanna allan minn fer- il. Alveg frá fyrstu sýningu til þeirr- ar síðustu,“ útskýrir hún, en margar af þeim myndum hafa unnið til verð- launa. Þess má geta að hver og einn púði er merktur að innanverðu með nafni listamanns, ártali og heiti verks sem púðann prýðir. Kynntist myndlist í gegnum dagatöl Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að prenta verkin á púða seg- ir Ragnheiður: „Ég kynntist sjálf myndlist í gegnum dagatöl. Ég ólst upp í sveit og á dagatöl eru oft sett- ar ljósmyndir eða myndlist og ég lifði mig svo inn í þetta og beið eftir nýju dagatali og þau voru eftir gömlu málarana okkar eins og Jón Stefánsson og ég man eftir einni mynd sem hét Strokuhesturinn og ég grét yfir henni því mér fannst hún svo átakanleg,“ útskýrir Ragn- heiður brosandi; því kviknaði sú hugmynd að kynna myndlist á púð- um, fremur en veggteppum eða veggmyndum sem tíðkast svo gjarn- an. Hægt er að kynna sér verk Ragnheiðar frekar á vefsíðu hennar, www.ragnheidurstudio.wix.com/ ragnheidur, en púðarnir eru jafn- framt fáanlegir í Kraumi, Aðal- stræti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Jólavörurnar eru komnar í Álnabæ Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: Virka daga 10 til 18 og til jóla laugardaga frá 11 til 14 Jólagardínur, jóladúkar og jólaefni 50% afslátt ur af allri jóla vöru Þótt konur væru fjölmennar í hópi ís- lenskra vesturfara hefur saga þeirra lítið verið skoðuð frá kvenna- og kynjasögulegu sjónarhorni. Í hádeg- isfyrirlestri kl. 12.05 í dag í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafns Íslands setja Sigríður Matthíasdóttir sagnfræð- ingur og Þorgerður Einarsdóttir pró- fessor m.a. fram þá tilgátu að ein- hleypar konur hafi „gleymst“, bæði í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Einhleypu konurnar voru hvorki hluti embættismannastéttarinnar né virtust þær tilheyra lægstu þjóð- félagshópum, t.d. voru sumar ekki vinnukonur nema stuttan tíma ævi sinnar. Sigríður og Þorgerður segja mikilvægt að skilgreina í hverju staða þeirra hafi falist, enda sé því stund- um haldið fram að þessar konur hafi haft ákveðið „kapítal“, þ.e. þær hafi átt eitthvað undir sér, svo sem menntun, starfsframa eða ætt. Í fyrirlestrinum kynna fræðikon- urnar rannsókn sem byggist m.a. á minningargreinum og æviágripum á borð við þau sem eru í Vestur- íslenskum æviskrám auk sagnaþátta og alþýðlegs fróðleiks af ýmsum toga. Einnig er stuðst við efni frá af- komendum kvennanna. Fyrirlesturinn er á vegum Sagnfræðingafélags Ís- lands og er hluti af verkefni um vest- urferðir ógiftra kvenna 1870-1914 sem styrkt er af Rannís. Hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands Ógiftar konur í hópi vesturfara Fræðikonur Sigrún er sagnfræðingur og Þorgerður er prófessor í kynja- fræði við stjórnmálafræðideild HÍ. Danski matgæðingurinn Camilla Plum kemur fram á höfundakvöldi Norræna hússins kl. 19.30 í kvöld. Hún er Íslendingum að góðu kunn því hún hefur gert þættina Boller af stål og Camilla Plum og den sorte gryde, sem sýndir hafa verið á RÚV. Camilla hefur gefið út á annan tug bóka um matargerð, matjurtaræktun og bakstur, fer víða og heldur fyr- irlestra auk þess sem hún skrifar pistla um matargerð í Politiken. Endilega.... ... mætið á höf- undakvöld Matgæðingur Camilla Plum sér um lífrænan bóndabæ á Norður-Sjálandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.