Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Frá unga aldri hefurRagnheiðurJónsdóttirheillast af list í sínum fjölbreyttustu formum. Hún sótti teikninámskeið bæði hérlendis og í Kaup- mannahöfn en hún tók þátt í sinni fyrstu sýningu árið 1966 með verki á haustsýningu FÍM sem vakti gífurlega athygli. Í um 30 ár var Ragnheið- ur, þá húsmóðir með fimm börn, með grafíkaðstöðu á vinnustofu sinni heima. „Hér var ýmislegt sem tilheyrði grafíkinni, eins og pressan sem ég keypti frá Bretlandi, og ég hef þrykkt hverja ein- ustu mynd sjálf alltaf, aldrei sent á verkstæði, svo þetta eru allt mín hugverk og mitt handaverk.“ Árið 1989 ákvað Ragnheiður að vinna við stærri verk því þá var hún farin að finna fyrir því hversu óheilsusamlegt það var Yfirlit ferils lista- mannsins á púðum Ragnheiður Jónsdóttir, grafíklistamaður og teiknari, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín sem sýnd hafa ver- ið bæði innanlands og í útlöndum. Ragnheiður hóf nýverið að prenta hluta af þekktustu verkum sínum á veglega bómullarpúða. Merkilegir púðar Púðarnir eru 65 x 65 cm og er hver og einn púði merktur að innanverðu með nafni lista- manns, ártali og heiti verks sem púðann prýðir. Patrick Hassel-Zein verður í Borgar- bókasafni – Menningarhúsi Gerðu- bergi, kl. 20 til 22, annað kvöld, 4. nóvember, og sýnir áhugasömum gestum handverkskaffis grunnaðferð- irnar í rússnesku hekli og jafnframt valda hluti úr hönnun sinni. Gott er að taka með sér heklunál númer 5 og garn sem hentar, t.d. kambgarn. Patrick Hassel-Zein er sérfræð- ingur í aðferð sem nefnist rússneskt hekl og hefur gefið út tvær bækur á íslensku um heklið. Hann hefur hann- að ýmis spennandi munstur á sjöl, peysur, sokka, húfur og allt milli him- ins og jarðar. Það má nefna munstur með sléttum og brugðnum lykkjum, litamunstur, gatamunstur, kaðla- munstur og fleira. Patrick hefur hald- ið fjölda námskeiða á Íslandi og er- lendis og verið tilnefndur til verð- launa fyrir hönnun sína. Hann hannar föt á bæði börn og fullorðna en inn- blásturinn sækir hann í íslenska prjónahefð og einnig vísindaskáld- sögur. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Innblásturinn er íslensk prjónahefð og vísindaskáldsögur Norðurljós Íslensk prjónahefð er innblásturinn í þessu fallega sjali. Heklað að rússneskum hætti Hrói Höttur Hlýlegur heklaður höfuð- búnaður fyrir karlmenn. Heklmeistari Patrick Hassel-Zein. Bókasafn Seltjarnarness býður upp á fjölbreytta dagskrá í vikunni. Sögu- hetjunum Maríu Hólm eldfjallafræð- ingi og hinum uppátækjasama Einari Áskeli verða m.a. gerð góð skil. Í bók- menntaspjalli kl. 19.30 í kvöld verður sjónum beint að þeirri fyrrnefndu, en María Hólm er aðalsöguhetjan í skáldsögu Steinunnar Sigurðar- dóttur, Gæðakonur, sem kom út í fyrra. Í sögustundinni kl. 17.30 á morgun, miðvikudag, fá yngstu börnin svo að heyra hvernig Einar Áskell reynir að fá pabba sinn til að lofa sér að leika með stórhættuleg verkfæri, sem börn eiga helst ekki að koma nálægt. Á fimmtudaginn kl. 17.30 spila Ari Bragi Kárason trometleikari og Anni Rorke píanóleikari ameríska standarda. Föstudaginn 6. nóv- ember verður hver síð- astur að skoða sýn- inguna Taktur í 100 ár, sem var opnunarvið- burður á Menning- arhátíð Seltjarnarness, því sýn- ingunni lýkur kl. 17 þann dag. Taktur í 100 ár varpar ljósi á baráttusöngva kvenna, umfjöllunarefni þeirra yfir liðlega öld og hvernig þeir hafa þróast síð- an. Nemendur Valhúsaskóla hönnuðu framtíðarklæðnað konunnar eftir 100 ár og var klæðnaður sem Sigurlaug Brynjúlfsdóttir hannaði og út- færði með hjálp kennara og full- trúa úr félagsstarfi aldraðra val- inn. Sýningarstjóri er Sigurlaug Arnardóttir. Viðburðarík vika hjá Bókasafni Seltjarnarness Bókmenntaspjall, sögustund, djass og Taktur í 100 ár Tónlist Anni Rorke píanóleikari og Ari Bragi Kárason trompetleikari spila amer- íska slagara eins og þeim einum er lagið síðdegis á fimmtudaginn. Skemmtileg Hinn knái Einar Áskell lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og gæðakonan Mjöll Hólm ekki að sér hæða. YOUR TIME IS NOW. CREATE A FIRST IMPRESSION THAT DEMANDS A SECOND LOOK. Tíminn tignarlega túlkaður á hvítri perluskel. Umgjörðin er prýdd 72 demöntum sem ramma inn fíngerða tunglstöðuskífu og nákvæma skeiðklukku. Kvenlegt úr sem sendir skýr skilaboð um styrk og sjálfsöryggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.