Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  258. tölublað  103. árgangur  ER ÚTI UM TITILVONIR VAL- ENTINO ROSSI? 240 TÓN- LISTAR- MENN ENDURSKAPAR Í DANSI FLUG- ELDASÝNINGU AIRWAVES 33 SIGRÍÐUR SOFFÍA 30BÍLAR Fram til klukkan tíu í gærkvöldi unnu kafarar að því að takmarka olíuleka frá sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gærdag. „Þarna eru vanir menn á ferð sem hafa oft- sinnis komið að sambærilegum aðgerðum,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Morgunblaðið, en þá hafði slökkviliðið komið fyrir flotgirðingu umhverfis skipið til að hindra það að olía bærist í sjóinn í kring. Tæplega 13 þúsund lítrar af olíu eru í skipinu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segist vænta áætlunar í dag frá fyrirtækinu Björgun, eiganda Perlu, um hvernig standa skuli að því að ná skip- inu aftur á flot. „Nú lítur út fyrir að það geti gengið hraðar fyrir sig en maður óttaðist í fyrstu,“ segir Gísli. Ekki er enn að fullu ljóst hvers vegna skipið sökk og segir hann að ekki sé hægt að ganga úr skugga um það fyrr en það ná- ist á flot. Vera skipsins á botni hafnarinnar mun lítil áhrif hafa á rekstur hennar að sögn Gísla. „Það mun þó reyna á það þegar taka á skipið upp.“ Kafarar tryggja að olía leki ekki frá skipinu Perlu á botni Reykjavíkurhafnar Morgunblaðið/RAX Stokkið Kafarar unnu að því að þétta dæluskipið langt fram á kvöld. Tæplega 13 þúsund lítrar af olíu eru í skipinu sem sökk við Ægisgarð í gær. Ná í Perlu á botni sjávar  Faxaflóahafnir vænta björgunaráætlunar í dag  Orsakirnar ekki að fullu ljósar MErfitt gæti reynst að ná Perlu »4 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill vöxtur í ferðaþjónustunni er talin aðalástæðan fyrir hækkun raun- gengis krónunnar. Sú þróun veikir aftur samkeppnisstöðu ferðaþjónust- unnar á erlendum mörkuðum, eink- um á evrusvæðinu. Innflæði gjald- eyris vegna 40 milljarða króna kaupa erlendra aðila á íslenskum ríkis- skuldabréfum styrkir einnig gengið. Styrking krónunnar hefur einkum komið fram gagnvart evru en síður gagnvart Bandaríkjadal og sterlings- pundi sem einnig hafa verið að styrkjast. Gengi evrunnar var í gær tæpar 142 krónur og hafði evran ekki verið ódýrari frá því undir lok sept- ember 2008, skömmu fyrir fall bank- anna. Ekki þarf að geta þess að evran var mun ódýrari fyrr á því ári, fékkst til dæmis fyrir 88,5 krónur í byrjun ársins. Hagstæð þjónustuviðskipti Gengið hefur aðallega styrkst að undanförnu vegna góðs afgangs af vöruviðskiptum við útlönd og þó einkum þjónustuviðskiptum. Þar á stórkostleg fjölgun ferðamanna mik- inn þátt. Það er einnig talið hafa áhrif á gengið að gjaldeyrir hefur streymt inn í landið frá því í sumar vegna kaupa erlendra aðila á íslenskum rík- isverðbréfum. Það hefur lítið sést frá því fyrir hrun. Greiningardeildum Arion banka og Íslandsbanka ber saman um að þessi kaup nemi nú alls um 40 milljörðum. Það gerðist mest á sama tíma og ferðamannatíminn stóð sem hæst og því erfitt að meta hver áhrif hvors liðar eru. Seðlabankinn jók mjög gjaldeyriskaup sín til að vega upp á móti innstreymi gjaldeyr- is vegna skuldabréfakaupanna. Samt styrktist krónan. Starfsmenn grein- ingardeildanna eru sammála um að áhrifin af afgangi af vöru- og þjón- ustuviðskiptum hafi mun meiri áhrif á gengið en innstreymi gjaldeyris vegna gjaldeyriskaupa. Formaður Samtaka ferðaþjónust- unnar vekur athygli á því að ferða- mönnum frá Bandaríkjunum og Bretlandi hafi fjölgað mest og styrk- ing gengisins nái ekki til þeirra markaða. Keypt fyrir 40 milljarða  Erlendir aðilar hafa keypt skuldabréf fyrir 40 milljarða frá því í sumar  Gæti átt einhvern þátt í styrkingu krónunnar  Mest munar þó um fjölgun ferðamanna MEvran jafn ódýr og fyrir … » 4  Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir tölvupósta milli fráfarandi for- manns stjórnar RÚV annars vegar og starfsmanns fjármálaráðuneytis hins vegar sýna að forystumenn RÚV hafi veitt þingnefndinni rang- ar upplýsingar um fjárhag RÚV. Stjórnendur RÚV hafi þannig ranglega fullyrt að ráðuneytið hafi með tölvupósti í vor staðfest að RÚV hafi fullnægt skilyrðum fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Nefndin muni á næstu dögum ræða viðbrögð vegna þessa. „Þessir tölvupóstar sýna að full- yrðing RÚV stenst ekki. Þær upp- lýsingar sem nefndin fékk frá for- ystumönnum RÚV voru ekki réttar. Það er alvarlegt mál,“ segir hann. »12 og 14 Morgunblaðið/Eva Björk RÚV Félagið skuldar nærri 7 milljarða. RÚV hafi veitt rangar upplýsingar  Þrátt fyrir vandræði sem þýski bílsmiður- inn Volkswagen (VW) hefur ratað í á heimsvísu vegna búnaðar er falsaði mælingar á mengun hefur það ekki bitnað á sölu VW-bíla hér á landi samkvæmt athugun bíla- blaðs Morgunblaðsins. Þvert á móti jókst sala Heklu á VW-bílum um 10,3% í nýliðnum októbermánuði miðað við sama mánuð fyrir ári. Í október í fyrra jókst salan um 6,64% svo að sölu- aukningin í ár er hlutfallslega enn meiri en þá. Forstjóri Heklu þakkar þetta farsælu samstarfi Heklu við viðskiptavini sína um áratugaskeið. »Bílar Aukning hjá Heklu þrátt fyrir vanda VW  Ölgerðin hefur gert samning við Carlsberg um að taka við fram- leiðslu og sölu á vörumerkinu frá og með fyrsta janúar 2016. Carlsberg-bjór hefur verið fram- leiddur af Vífil- felli og brugg- aður á Akureyri síðan 1998 eða í 18 ár. Engar uppsagnir eru boðaðar hjá Vífilfell en samkvæmt svari Víf- ilfells borgaði sig ekki lengur fyrir fyrirtækið að framleiða bjórinn því hann skilaði engum tekjum í kass- ann. Bjórinn verður nú bruggaður í Reykjavík. »2 Carlsberg brugg- aður af Ölgerðinni Bjór Hræringar eru á bjórmarkaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.