Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Skip sökk í Reykjavíkurhöfn 2. Heyr himnasmiður slær í gegn 3. Ungi Frakkinn varð líklega úti 4. Alvarlegt bílslys á Eskifirði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmynd leikstjórans Gríms Há- konarsonar, Hrútar, hlaut þrenn verð- laun á Spáni um helgina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid, Semana. Myndin hlaut verðlaun sem besta mynd hátíðarinnar, áhorfenda- verðlaun æskunnar og fyrir besta nýja leikstjórann en þeim verðlaun- um deildi Grímur með tyrkneska leik- stjóranum Deniz Gamze Ergüven. Grímar Jónsson, framleiðandi mynd- arinnar, tók við verðlaununum og flutti þakkarræðu á spænsku þrátt fyrir að kunna lítið sem ekkert í tungumálinu. Hrútar hafa nú hlotið ellefu erlend verðlaun á kvikmynda- hátíðum. Gunnar Jónsson hlaut einn- ig verðlaun á hátíðinni, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsi. Hrútar hlutu þrenn verðlaun á Spáni  Duo Ultima leik- ur í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, í kvöld kl. 20. Dúettinn skipa Guido Bäumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó. Flytja þeir evrópska tónlist frá miðri síðustu öld á tónleikunum. Dúett í Tónbergi  Kvartett píanóleikarans Sunnu Gunnlaugsdóttur leikur á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Auk Sunnu skipa kvartettinn Ásgeir J. Ás- geirsson sem leikur á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra- bassa og Scott McLemore á trommur og munu þau flytja valda djassstandarda. Kvartett Sunnu á Kex Á miðvikudag Suðlæg átt 3-8 m/s og dálitlar skúrir eða él, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Á fimmtudag Austan og suðaustan 8-15 m/s. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-10 og skúrir eða él, en áfram þurrt norðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR „Þórir er ekki bara efnilegur eða góður heldur er hann líka mjög ákveðinn og áræðinn. Hann þorir að taka af skarið og hikar ekkert við hlutina þegar hann kemur inn á völlinn. Það er mikilvægur kostur fyrir ung- an leikmann sem er að koma upp í meistaraflokkinn að hafa kjark og þor,“ segir leikmaður KR um Þóri G. Þorbjarnarson, 17 ára gamlan leikmann um- ferðarinnar í Dominos-deild karla í körfubolta. »4 Hann þorir að taka af skarið „Kristín fer alltaf inn á leikvöllinn með það markmið að vinna. Þetta hugarfar hennar smitast auðveldlega út til samherja, ekki síst þeirra sem hafa minni reynslu. Það skiptir miklu máli að hafa að minnsta kosti einn svona leikmann í hverju liði,“ segir leikmaður kvennaliðs Vals í hand- knattleik um Kristínu Guðmunds- dóttur sem er leik- maður Morgun- blaðsins í 9. umferð Olís- deildar kvenna. »3 Minnst einn svona leik- mann í hverju liði „Það eru allir í skýjunum með hana. Hún er kátur og ljúfur einstaklingur sem hefur gaman af að lifa lífinu. Hún er kurteis og vel gefin stelpa og það hjálpar henni mikið við að kom- ast inn í samfélagið,“ segir þjálfari körfuboltaliðs Snæfells um Haiden Denise Palmer sem er leikmaður 5. umferðar Dominos-deildar kvenna hjá Morgunblaðinu. »4 Allir í skýjunum með hana í Hólminum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar Steinar Magnússon, skip- stjóri á Herjólfi, gekk frá borði í Þorlákshöfn skömmu fyrir hádegi í gær, lauk fimmtíu og tveggja og hálfs árs starfi hans sem sjómaður á skipum Eimskipafélags Íslands. „Þetta eru blendnar tilfinningar,“ sagði hann við Morgunblaðið á tíma- mótunum. Steinar tók við skipstjórn Herjólfs í ársbyrjun 2007 og hefur síðan siglt 3.207 ferðir fram og til baka milli lands og Eyja, um 250.000 km. Ferð- in í gær var númer 3.208. „Þetta var bara stubbur og ég tel hann ekki með,“ sagði hann um lokahnykkinn og horfði til himins. „Síðasti vetur var mjög erfiður og mér líður ekki illa að losna við annan eins.“ Garðar nauðsynlegir Þó að margt megi segja um Land- eyjahöfn segir Steinar að það hafi verið merkileg stund að sigla þangað í fyrsta sinn 2010. „Það var mikill dagur en ég hef líka upplifað margt á langri starfsævi,“ segir hann. Nefnir í því sambandi siglingar inn- an um ísjaka við Grænland, 25 gráða frost norður við Múrmansk, að jafn- aði 38 gráða hita suður í Nígeríu. „Sjómennskan er ekkert grín og til dæmis er erfitt að sigla til Ameríku á veturna,“ segir hann. „Ég hef einu sinni séð 15 til 20 metra háa risaöldu norðaustur af Nýfundnalandi, en annars sloppið við öll stór áföll.“ Hann bætir við að hver höfn sé mjög sérstök og skipin séu mismunandi góð. „Herjólfur er mjög gott skip og öflugt. Áður fyrr voru skip með litlar vélar og þá var stundum farið ró- lega yfir en nú eru skipin miklu kraftmeiri.“ Hann áréttar að öll skip sem hann hafi unn- ið á hafi verið góð sem og líðanin um borð í Herjólfi. „Það hefur verið lif- andi og fjölbreytt starf að vera hérna.“ Þó að Landeyjahöfn hafi breytt miklu hafa margar ferðir þangað fallið niður vegna veðurs og sand- burðar í höfninni og meðal annars var ekki siglt þangað í rúma fimm mánuði á liðnum vetri. „Landeyja- höfn er bara hálfbyggð, það þarf að verja innsiglinguna betur,“ segir maðurinn sem þekkir hana best allra. Hann segir nauðsynlegt að hlífa henni með görðum út á sand- rifin fyrir utan. „Ný ferja getur gert eitthvað pínulítið meira en það getur verið erfiðara fyrir það skip en Herj- ólf að sigla í Þorlákshöfn vegna minni djúpristu.“ Í land eftir nær 53 ár á sjó  Hefur siglt Herjólfi um 150.000 km Ljósmynd/Gunnlaugur Grettisson Þakkir Starfsfólk Herjólfs kvaddi hjónin Margréti Aðalsteinsdóttur og Steinar Magnússon með veislu og gjöfum. „Nú byrja ég á því að gera ekki neitt,“ segir Steinar Magnússon. Boð hafi borist um að stjórna hvalaskoðunarskipi næsta sumar, en nægur tími sé til að hugsa um það. Steinar byrjaði að vinna hjá Eimskipafélagi Íslands 19. maí 1963. „Þeg- ar ég kláraði gagnfræðaskólann vissi ég ekkert hvað ég ætti að fara í. Pabbi þekkti skipstjóra, ég bað hann að tala við hann og mér bauðst messastarf til að byrja með. Þegar ég ætlaði að fara að hætta var ég gerður að háseta, mér var ýtt í Stýri- mannaskólann og eitt leiddi af öðru.“ Steinar var alltaf á Fossunum, síðast á Brúarfossi, þar til hann tók við Herj- ólfi. Hann byrjaði að leysa af sem skipstjóri 1976 og var kvaddur með virktum í Vestmannaeyjum í fyrradag. Byrjaði sem messagutti ALLA STARFSÆVINA HJÁ EIMSKIPAFÉLAGI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.