Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Orkustofnun hefur veitt Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til til- raunatöku á kalkþörungaseti af hafs- botni austan Æðeyjar og út af Kaldalóni í Ísafjarðardjúpi. Með til- raunatökunni er fyrirhugað að ljúka þeim rannsóknum sem fyrirtækið hefur staðið fyrir í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jök- ulfjörðum, frá árinu 2011. Fram kemur á vef Orkustofnunar að leyfið er veitt til tilraunatöku með sanddæluskipi á samtals 600 rúm- metrum af kalkþörungaseti af hafs- botni, eða á 300 rúmmetrum austan Æðeyjar og 300 rúmmetrum út af Kaldalóni í Ísafjarðardjúpi. Efnis- takan er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu kemur fram að til- raunatakan muni raska kalkþörung- um, en að umfang rasksins verði óverulegt. Tilraunatakan mun fara fram á mjög afmörkuðum svæðum, en austan Æðeyjar verður dælt grunnt á tæplega 1.100 metra langri línu, og út af Kaldalóni verður dælt grunnt á rúmlega 800 metra langri línu. Mörk framangreindra svæða til tilraunatöku miðast við 10 metra til beggja hliða út frá dælingarlínum, því vegna strauma og vinda getur orðið erfitt að halda tilraunatökunni á umbeðnum línum. Tekin verða a.m.k. 24 sýni af kalkþörungasetinu, sem verða kornastærðargreind og efnagreind, og að auki verður gerð skýrsla um hvernig gengur að dæla efninu á mismunandi stöðum. Við undirbúning að útgáfu leyfis- ins var leitað umsagnar Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Um- hverfisstofnunar. aij@mbl.is Kalkþörungar af hafsbotni  Fá leyfi til tilraunatöku á kalkþörunga- seti austan Æðeyjar og út af Kaldalóni Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Djúp Æðey í Ísafjarðardjúpi. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sveiflur hafa einkennt verð sem fengist hefur á fiskmörkuðum síð- ustu mánuði. Áberandi er einnig hvað ýsa hefur lækkað í verði á síðustu mánuðum. Í nýliðnum októbermánuði fengust um 250 krónur að meðaltali fyrir kíló af óslægðri ýsu, en meira en 100 krónum meira að jafnaði í október í fyrra, samkvæmt upplýsingum Ragnars Hjartar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Suðurnesja. Oft hefur ýsa verið dýrari en þorskur á fiskmörkuðum en svo hefur ekki verið í ár. Undanfarið hefur þorskverðið sveiflast frá tæpum 300 krónum upp í 367 krónur og algengt verð síðustu vikurnar hefur verið 310-320 krónur. Ragnar segir að markaðs- nærri 350 tonn frá því í fyrra. Markaðurinn á Siglufirði er í meirihlutaeigu Fiskmarkaðar Suðurnesja sem rekur markaði í Sandgerði, Grindavík, Hafnarfirði, Ísafirði og Höfn. verið hjá línubátum fyrir Norður- landi í haust. Hann nefnir sem dæmi að í september og október hafi Fisk- markaður Siglufjarðar selt um 1.670 tonn og það sé aukning um aðstæður erlendis hafi mest áhrif á verð og þannig hafi verið erf- iðleikar á mörkuðum fyrir ýsu. Meðalverð fyrir allan fisk seldan hjá Fiskmarkaði Suð- urnesja var örlítið hærra í októ- ber í ár heldur en var í sama mánuði í fyrra, 256 krónur núna, en 255 krónur í október á síðasta ári. Mokafli hjá línubátum fyrir Norðurlandi Ragnar segir að í upphafi árs hafi menn haft áhyggjur af minna framboði inn á fiskmarkaðina, en síðan hafi ræst úr. Hann segir lík- legt að árið hjá þeim endi í um 23.500 tonnum, sem sé í samræmi við áætlun. Í fyrra seldu markaðir FS 25.900 tonn, en það var metár. Ragnar segir að markaðir á norðanverðu landinu hafi verið sterkir að undaförnu og mokafli Kíló af ýsu lækkar um 100 krónur á fiskmörkuðum  Miklar sveiflur hafa einkennt markaðina í ár  Þorskur mun dýrari en ýsa Morgunblaðið/ÞÖK Lækkun Ýsan hefur gefið eftir í verði á fiskmörkuðum síðustu mánuði. Ekki er ýkja langt síðan um 400 krón- ur fengust fyrir ýsu á fiskmörkuðum og í síðustu viku kom fram gagnrýni á fisksala fyrir að lækka ekki verð til neytenda. Á mbl.is var á laugardag greint frá því að útsöluverð á ýsu í verslunum hefði hækkað síðasta ár þrátt fyrir að markaðsverð hefði fallið talsvert síðan á síðasta ári. Landssamband smábátaeigenda vakti athygli á þessu á heimasíðu sinni í síðustu viku. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, sagði á mbl.is eðlilegt að allir markaðsaðilar fengju eitthvað fyrir sinn snúð en gæta yrði sanngirni. „Á sama tíma og markaðsverðið fellur úr rúmum 400 krónum í 260 krónur þá hækkar verðið hjá fisksölum og við erum ekki ánægðir með það,“ sagði Örn. Fram hefur komið að nýting á óslægðri ýsu uppúr sjó sé um 40% séu flökin unnin roðlaus og beinlaus. Auk þess bendir Ragnar Hjörtur á að fisksalar kaupi yfirleitt besta fiskinn á mörkuðunum og fyrir helgi hafi það verið hátt í 300 krónur. Gagnrýni á ýsu- verð í fiskbúðum KAUPA OFT DÝRASTA FISKINN Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.