Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsmenn Ístaks eru nú að leggja lokahönd á breikkun vegarins yfir Hellisheiði. Síðustu daga hefur verið unnið við ýmsan frágang svo sem við að mála yfirborðsmerkingar, jafna úr fyllingum í vegköntum, setja upp skilti og fleira slíkt. „Núna er bara það allra síðasta eftir, fínpússning ef svo mætti segja. Eftir tvær vikur ætlum við að vera farnir héðan með allan mann- skap og tæki,“ segir Barði Krist- jánsson verkstjóri. Tæp tvö ár eru síðan Ístaksmenn hófu framkvæmdir, það er að breikka og bæta veginn úr Svína- hrauni við af- leggjarann að Hellisheið- arvirkjun. Þar liggur leiðin um Hveradalabrekk- ur, háheiðina og um Kamba niður í Hveragerði. Núna er þessi spotti, sem er um 15 kílómetrar, orðinn allt annar en var. Er að stórum hluta svonefndur 2+1-vegur og á nokkrum stöðum tvær akreinar í hvora átt. Skv. stöðlum sem nú gilda um vegagerð er hver akrein 3,50 metrar á breidd og vegaxlir 1,4 metrar. Í miðju er svo víravegrið og því fylgir hvorum megin um það bil eins metra breitt helgunarsvæði. Þá eru nokkrir afleggjarar af þessari meg- inæð svo sem að orkuvinnslu- svæðum. Að stórum hluta er veg- urinn breiðari að sunnan, það er tvær akreinar, þegar ekið er til austurs. Girt fyrir framúrakstur „Þessi framkvæmd hefur strax sannað gildi sitt. Við höfum séð þess dæmi að vegriðin komi í veg fyrir slys og árekstra, en margir slíkir hafa orðið hér á veginum yfir Hellis- heiði þegar bílar sem koma úr gagn- stæðum áttum rekast saman. Nú er girt fyrir framúrakstur og sé blint, til dæmis í snjó eða þoku, geta öku- menn alltaf fylgt þessari línu. Mér virðist sem umferðin flæði hér vel í gegn, hvort sem það er á einni ak- rein eða tveimur,“ segir Barði sem var með 35 Ístaksmenn í liði sínu þegar framkvæmdir stóðu sem hæst. Nú eru þeir flestir farnir í önnur verkefni sem Ístak hefur með höndum, en eftir þá stendur nú tilbúinn vegur, sem er langþráð samgöngubót. „Ég hef efasemdir um þetta,“ segir Þórir Jónsson á Selfossi. Hann hefur ekið yfir Hellisheiði mörg þúsund sinnum á 43 ára ferli sínum sem rútubílstjóri. Hann byrjaði árið 1972, það er sama ár og vegurinn sem nú var verið að bæta var lagð- ur. „Þar sem þessi nýi vegur er ein akrein finnst mér hann of mjór. Það má litlu skeika ef bílar til dæmis rása til, þá geta þeir lent í vegriðinu eða farið út af. Axlirnar á vegunum hefðu þurft að vera breiðari. Þá má búast við að á veturna safnist snjór að vegriðinu og það gæti skapað erf- iðleika hjá mönnum á mokst- urtækjum. Sennilega hefði ekki kostað miklu meira að leggja tví- breiðan veg til hvorrar áttar, það er aðskildar akbrautir eins eru á Reykjanesbraut,“ segir hann. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðbraut Barði Kristjánsson Ístaksmaður er ánægður með framkvæmdina. Honum þykir umferðin flæða vel og austur við Kambabrún sést hvernig vegurinn skiptist úr tveimur akreinum í eina. Fínpússa nýjan Hellisheiðarveg  Vegrið og 2+1  Slysum og árekstrum afstýrt  Hefur strax sannað gildi sitt, segir verkstjóri Ístaks  Tveggja ára verkefni að baki  Er mjór og litlu má skeika, segir rútubílstjóri á Selfossi Þórir Jónsson Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 4.990 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.890 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Telescopic þrífótur fyrir halogen lampa 6.790 Tíð var hagstæð um meginhluta landins í október þótt úrkomusamt í meira lagi þætti um landið suðvest- an- og sunnanvert. Úrkoma mældist alla daga mánaðarins nema einn í Reykjavík og hafa þeir aldrei verið jafnmargir eða fleiri í október. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar. Úrkoman í Reykjavík mældist 159,5 mm í október og er það um 86 prósent umfram meðalúrkomu ár- anna 1961 til 1990. Þetta er mesta úrkoma í október í Reykjavík síðan 2007 og sú fimmta mesta í október frá upphafi samfelldra úrkomumæl- inga í Reykjavík 1920. Í Stykkis- hólmi mældist úrkoman 89,7 mm og er það um 12 prósent umfram með- allag. Á Akureyri mældist úrkoman 35,4 mm og er það um 61 prósent meðalúrkomu. Úrkoma á Vatnsskarðshólum hef- ur aldrei mælst jafnmikil eða meiri í október en nú og aldrei minni en nú í Miðfjarðarnesi. Mestur hiti í Neskaupstað Meðalhiti í Reykjavík mældist 5,2 stig, 0,8 stigum yfir meðallagi árin 1961 til 1990 og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akur- eyri var meðalhitinn 4,8 stig, 1,8 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 1,9 yfir meðallagi síðustu tíu ára. Landsmeðalhiti í byggð var lægstur hinn 26., -1,3 stig, en hæst- ur 17. og 29., 8,6 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist í Neskaupstað 16., 18,4 stig, og er það jafnframt nýtt landsdægurhámark fyrir þann almanaksdag. Hinn 26. mældist mest frost í byggð, -14,2 stig, í Svartárkoti. Alautt var allan mánuðinn á Akureyri, að jafnaði gerist það fjórða hvert ár að október er alauð- ur þar, en að meðaltali eru 5 dagar alhvítir á Akureyri í þeim mánuði. Ekki varð heldur alhvítt í Reykja- vík, en flekkótt einn morgun. Með- alfjöldi alhvítra daga í október í Reykjavík er einn. Mest snjódýpt í mánuðinum mældist í Svartárkoti, 27 cm, 15 cm mældust á Mýri í Bárðardal og 14 í Birkihlíð í Súgandafirði. Annars mældist snjódýpt hvergi yfir 10 cm. Frekar kalt það sem af er ári Hiti fyrstu tíu mánuði ársins hef- ur verið nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 um landið sunnanvert, en annars lítillega yfir því. Árið verður að teljast frekar kalt miðað við það sem verið hefur á síðari ár- um. Jafnkalt var síðast í Reykjavík 2000 en töluvert kaldara 1995. Á Stórhöfða hefur ekki verið kaldara síðan 1999, síðan 2002 í Stykkis- hólmi og 2005 á Akureyri. Úrkoma er um 20 prósent ofan meðallags áranna 1961 til 1990 í Reykjavík en um 7 prósent á Akur- eyri. Sólskinsstundir hafa verið 121 umfram meðallag áranna 1961 til 1990 í Reykjavík. aij@mbl.is Úrkoma í borginni alla daga október nema einn Morgunblaðið/Árni Sæberg Staðalbúnaður Regnhlífar og regnfatnaður voru áberandi í október. Tveir hafa verið útskrifaðir af þeim þremur sem fluttir voru til aðhlynn- ingar á sjúkrahúsið í Neskaupstað eftir árekstur á Eskifirði í gær- morgun. Sá þriðji er ekki í lífs- hættu. Þrír einstaklingar voru í annarri bifreiðinni þegar árekstur- inn varð, en tveir í hinni. Báðum var þeim ekið á blautu malbiki þeg- ar skyndilega tók við mikil ísing í beygjunni þar sem slysið varð. Skullu saman vegna hálku á Eskifirði Átta erlendir ferðamenn, í fylgd ís- lensks leiðsögumanns, sem rötuðu ekki niður af Sólheimajökli í gær komust heilu og höldnu í bíla björg- unarsveita frá Vík, Hvolsvelli og Heimalandi. Hópurinn dvaldi of lengi á jökl- inum í myrkrinu og óskaði eftir að- stoð að sögn Jóns Hermannssonar, sem situr í svæðisstjórn björgunar- sveita á Suðurlandi. Rötuðu ekki niður af jökli í myrkrinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.