Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/RAX Ekki við neitt ráðið Skipið hallaðist og seig að framan og er talið að nokkurn tíma geti tekið að ná Perlu upp. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðeins rúmri klukkustund eftir að sanddæluskipið Perla var sjósett í Slippnum í Reykjavík í gærmorgun stóðu aðeins masturstoppar skips- ins upp úr sjónum við Ægisgarð í Gömlu höfninni. Mögulega hefur láðst að loka botnlokum skipsins, að því er fram kom á mbl.is í gær, og sjór fossað inn í skipið. Fram- skipið og vélarrúmið virðist hafa fyllst af sjó, en niðurstöður rann- sóknar á orsökum liggja ekki fyrir. Dráttarbáturinn Magni annaðist færslu Perlu og náði að koma skip- inu að Ægisgarði, en þá var skipið farið að síga og hallast mikið. Þrátt fyrir að Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins hafi brugðist snarlega við og byrjað dælingu úr skipinu tókst ekki að koma í veg fyrir að það sykki við enda Ægisgarðs. Þrír starfsmenn Slippsins og einn frá Björgun voru um borð í skipinu en þeir komust upp á bryggju með að- stoð slökkviliðsmanna, án meiðsla og teljandi erfiðleika. Vettvangurinn tryggður Í frétt frá Gísla Gíslasyni hafnar- stjóra um miðjan dag í gær kemur fram að um borð í Perlunni voru 12 þúsund lítrar af skipaolíu og um 800 lítrar af glussa og smurolíu. Þá var unnið að því að loka loftgötum þannig að olía færi ekki í sjóinn. Vettvangurinn þar sem skipið ligg- ur hafði verið tryggður og meng- unarvarnargirðingu komið fyrir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er til taks ef olía fer að leka úr skip- inu. Fulltrúar Björgunar og Stáls- miðjunnar, sem rekur Slippinn, munu svo fljótt sem verða má leggja fyrir Faxaflóahafnir áætlun um hvernig ná megi skipinu upp af botninum. „Ætla má að um verk- efni sé að ræða sem taka muni nokkurn tíma að undirbúa og fram- kvæma,“ segir í fréttinni. Þar segir ennfremur að engar upplýsingar liggi fyrir um tildrög óhappsins, en samkvæmt lögum annast lögreglan rannsókn máls- ins. Hugsanlega skýrist það ekki fyrr en tekst að ná skipinu upp á nýjan leik hvað fór úrskeiðis. Auk fyrrnefndra aðila koma Umhverf- isstofnun og Rannsóknanefnd sjó- slysa að málinu. Vegur tæplega 500 tonn Sjóvá er tryggingafélag Björg- unar, en TM er tryggingafélag Slippsins. Perla er í eigu Björg- unar ehf. og var skipið smíðað í Þýskalandi árið 1964. Skipið er 48 metrar að lengd og vegur tæplega 500 þungatonn. Perla er minnsta sanddæluskip Björgunar og hefur fyrirtækið gert Perlu út frá árinu 1979. Perla er aðallega notuð til dýpkana, land- fyllingar og annarra skyldra verk- efna. Skipið ber allt að 300 m3 af efni og getur dælt efni upp af allt að 20 m dýpi, segir á vef Björg- unar. Erfitt gæti reynst að ná Perlu  Sökk við Ægisgarð skömmu eftir sjósetningu úr Slippnum í gærmorgun  Tæplega 13 þúsund lítrar af olíu í skipinu  Rannsókn á orsökum rétt að byrja en mögulega hefur láðst að loka botnlokum Fylltist af sjó Slökkviliðsmenn reyndu að dæla úr skipinu en höfðu ekki undan. Morgunblaðið/RAX Perla sokkin Magni náði að koma skipinu að Ægisgarði þar sem það sökk. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Styrking raungengis krónunnar skerðir samkeppnishæfni útflutn- ingsgreina á erlendum mörkuðum. Færri krónur fást fyrir fisk, ál og þjónustu við ferðafólk, landið verð- ur dýrara. Aftur á móti verða inn- fluttar vörur ódýrari. Styrking krónunnar hefur eink- um komið fram gagnvart evru en síður gagnvart Bandaríkjadal og sterlingspundi sem hafa verið að styrkjast gagnvart evru. Gengi evr- unnar var í gær 141,67 krónur og hafði evran ekki verið ódýrari frá því undir lok september 2008, fyrir fall bankanna. Áður hafði evran verið mun ódýrari, fékkst til dæmis fyrir 88,50 krónur um áramótin 2007-2008. Hæst fór evran á þessu tímabili í 185 krónur, fyrir réttum sex árum, eins og sést á meðfylgj- andi línuriti. Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur í greiningardeild Ar- ion banka, segir að styrking krón- unnar að undanförnu hafi aðallega verið vegna afgangs af vöru- viðskiptum við útlönd og þó einkum þjónustuviðskipum þar sem fjölgun ferðamanna eigi stóran þátt. Einnig eigi fjármagnsinnstreymi vegna kaupa erlendra aðila á íslenskum skuldabréfum hlut að máli. Þau nema hátt í 40 milljörðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greining- ardeildar Íslandsbanka, bendir á að Seðlabankinn hafi mætt þessu inn- streymi erlends fjármagns með kaupum á gjaldeyri. Samt styrktist krónan. Heldur verðbólgunni niðri Styrking krónunnar hefur mis- munandi áhrif fyrir hinar ýmsu at- vinnugreinar og svo almenning í landinu. Það fer eftir því hvert er verið að selja afurðirnar og hvaðan vörur eru keyptar. Ingólfur bendir á að evrusvæðið, að dönsku krónunni viðbættri, vegi þungt í utanríkisviðskiptum lands- ins. Verð á innfluttum vörum lækki vegna styrkingar gengisins, eins og tölur Hagstofunnar sýni, og dragi úr verðbólgu. „Þetta hefur verið að greiða niður ríflega innlenda verð- bólgu sem orðið hefur vegna hækk- unar á launum og hjálpað til við að halda verðbólgunni undir verð- bólgumarkmiðum Seðlabanka Ís- lands. Það hjálpar einnig til við að bæta kaupmátt og rétta af fjárhags- lega stöðu heimilanna vegna minni hækkunar lána,“ segir Ingólfur. Dregur úr vexti Aftur á móti dregur hækkun raungengis krónunnar úr sam- keppnishæfni útflutningsgreina. Það bætist ofan á áhrifin af launa- hækkunum. Ingólfur segir að þró- unin bitni ekki síst á þeirri grein sem verið hafi aðalvaxtarbrodd- urinn í atvinnulífinu, undirstaða aukins hagvaxtar og atvinnusköp- unar: ferðaþjónustunnar. Ísland sé orðið dýrara heim að sækja sem nemur hækkun raungengisins. Seg- ir Ingólfur að vegna þess hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg séu útflutningsgreinar næmari fyrir breytingum á raungengi krónunnar. Telur hann að áhrif raungeng- ishækkunarinnar komi fram með töf og leiði til þess að það dragi úr vexti í ferðaþjónustunni á næsta ári, miðað við það sem annars hefði orðið. Styrking krónunnar er þegar far- in að hafa áhrif á rekstur fyr- irtækja. Dæmi um það er prent- smiðjan Oddi sem sagt hefur upp tólf starfsmönnum. Baldur Þor- geirsson framkvæmdastjóri segir við mbl.is að fyrirtækið keppi mikið við erlenda aðila, bæði í umbúðum og prentun bóka. Sú samkeppni hafi ekki gengið vel á þessu ári vegna sterks gengis. Evran jafn ódýr og fyrir bankahrun  Styrking gengis krónunnar skerðir samkeppnishæfni útflutningsgreina á erlendum mörkuðum  Ferðaþjónustan talin viðkvæm  Ódýrari innflutningur greiðir niður innlenda verðbólgu Evran komin í sama verð og 2008 141,11 179,88 185,01 153,8 158,84 169,8169,97 158,5 154,27 141,67 200 175 150 125 100 Heimild: Gengisskráning Seðlabanka Íslands. 26 . 9 . 2 00 8 31 . 12 . 2 00 8 2. 11. 20 09 30 . 12 . 2 01 1 31 . 12 . 2 01 3 31 . 12 . 2 00 9 31 . 12 . 2 01 0 31 . 12 . 2 01 2 31 . 12 . 2 01 4 2. 11. 20 15 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það hafi vissulega nei- kvæð áhrif á ferðaþjónustuna ef gengi íslensku krónunnar styrk- ist frekar. Samkeppnishæfni greinarinnar á evrusvæðinu hafi versnað. Á móti komi að gengi sterlingspunds og Bandaríkja- dollars hafi ekki veikst. Mesta fjölgun ferðamanna að undan- förnu hafi verið frá Bandaríkj- unum og Bretlandi. Yfir þriðj- ungur allra ferðamanna sem komu fyrstu níu mánuði lands- ins voru þaðan. Það myndi valda erfiðleikum ef krónan færi að styrkjast verulega gagnvart þessum myntum. „Við viljum selja Ísland sem einstaka upp- lifun, sem það sannarlega er. Þessi þróun setur aukna kröfu á okkur um að erlendu viðskipta- vinirnir fái þau gæði sem þeir greiða fyrir.“ Fái gæði sem greitt er fyrir FERÐAÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.