Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í Reykjavík á morgun og að þessu sinni koma fram á henni 240 tónlistarmenn og hljómsveitir á 293 tónleikum, að sögn Gríms Atlason- ar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Tónleikastaðir eru 13, þ.á.m. Eld- borg í Hörpu og Vodafonehöllin og gestir verða 9000 talsins og þá að meðtöldu fólki úr tónlistargeir- anum og fjöl- miðlamönnum. Hefur gestum fjölgað um 3000 frá árinu 2010 sem skýrist af því að Harpa var ekki meðal tón- leikastaða, hún var vígð ári síðar. „Við þurfum alltaf að hugsa þetta þannig að allir þessir gestir þurfa að geta komið sér inn á einhvern stað á þessum tíma,“ segir Grímur. – Í fyrra var „off venue“ dag- skráin stærri en nokkru sinni áður, þ.e. þeir tónleikar sem haldnir eru utan dagskrár og aðgangur er ókeypis að … „Já, við slógum aðeins niður þar, erum í 600 tónleikum núna,“ segir Grímur. Það séu engu að síður afar margir tónleikar og haldnir á 43 stöðum. Nonference í Gamla bíói – Einhverjar nýjungar eru á dag- skrá hátíðarinnar í ár, m.a. tónlist- arráðstefnan Nonference í Peder- sen-svítunni í Gamla bíói. „Já, við erum með mjög flotta, litla og hnitmiðaða dagskrá þar fyr- ir íslenska bransann, tengjum sam- an íslenska og erlenda bransann og ÚTÓN (Útflutningsmiðstöð ís- lenskrar tónlistar) heldur utan um hana. Við höfum ákveðið að vera með svona „artista delegate ind- ustry“ punkt þar sem þeir sem eru með slík armbönd geta hist yfir há- tíðina. Þar höldum við opnunarp- artíið okkar, móttökur og þar verð- um við með þessa dagskrá yfir hátíðina,“ segir Grímur. Fyrir- lestrar og umræður verði þar m.a. og segir Grímur að með þessu sé verið að auka áherslu á tónlistar- bransann enda sé Airwaves líka við- skiptaráðstefna. „Það eiga mikil við- skipti sér stað á Airwaves,“ bendir hann á. Þennan hluta dagskrár- innar geti listamenn og aðrir úr tónlistarbransanum nýtt sér en ekki almennir gestir. Margt nýtt og ferskt – Það er alltaf erfitt að velja úr þessum mikla fjölda tónlistarmanna sem spila á hátíðinni en ég verð samt að spyrja þig hverju megi alls ekki missa af. „Þeir sem hafa gaman af tónlist eiga annað hvort að sökkva sér ofan í dagskrána eða fara á tilviljana- kennt fyllirí,“ segir Grímur kíminn. „Við teljum hvert og eitt atriði vera eitthvað sem fólk ætti að sjá en auðvitað reynum við að raða þeim þannig að eitt henti vel á 200 manna stað en annað á 3000 manna stað. Ég valdi fimm erlend í viðtali á Rás 2 og ég get valið fimm önnur núna eða tíu. Það er svo margt gott og skemmtilegt, margt nýtt og ferskt. Hipphopp-senan í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn verður brjálæðislega skemmtileg og það verður gaman að sjá Bubba og Dimmu, Operators og HAM. Fyrir Íslendinga er það kannski einhver klisja en það er gaman fyrir okkur að sýna það á Airwaves. Svo eru það Fríkirkju-giggin: Mirel Wagn- er, Flo Morrissey, Holly Macve og Agent Fresco „unplugged“ og það er hægt að fara og sjá hvað Lára Rúnars er að gera, fara í Kaldalón og sjá Pálma Gunnarsson og Tusk í brjáluðum blúsbræðingi og spuna,“ segir Grímur. Þá sé einnig hægt að fara á Airwords, hlusta á skáld lesa og tónlistarmenn spila. „Úlfur Úlfur mun koma þar fram í aðeins öðru- vísi útgáfu,“ segir Grímur. Allir fá borgað – Ég hef heyrt af ósáttum tónlist- armönnum sem segja launin fyrir að spila á hátíðinni afar lág og mjög lágar upphæðir hafa verið nefndar í því sambandi. Hvað eruð þið að borga tónlistarmönnum fyrir að spila á hátíðinni? „Allir fá borgað, allir íslenskir tónlistarmenn og vissulega má segja að það sé mjög lítið. Ef þú ert að koma fram einn færðu að lág- marki 25.000 krónur en hljómsveit fær að lágmarki 50.000 krónur. Svo eru náttúrlega hljómsveitir sem fá meira eftir markaðsvirði en að sama skapi eru þetta 168 hljóm- sveitir eða atriði sem fá greitt fyrir hverja framkomu. Ef þær koma fram tvisvar fá þær tvisvar sinnum þessa upphæð og svo fá þær mat og annað. Iceland Airwaves er auðvitað há- tíð sem þú þarft ekki að spila á ef þú vilt það ekki, hún er ekki hugsuð sem gróðalind eða tekjuöflun fyrir neinn í sjálfu sér. Ef það er gróði eða einhver hagnaður af henni þá er hann ekki að fara í eitthvað annað, hann er bara í hátíðinni. Markmið okkar sem stöndum að hátíðinni er að koma þér til útlanda, að það komi menn og konur úr bransanum og horfi á þig hér. Við erum „show- case“ hátíð og aðrar sambærilegar hátiðir komast ekki með tærnar þar sem við erum með hælana í því að greiða „backline“, mat, drykki, greiða peninga fyrir ferðir, hótel og þá bæði fyrir íslenskar og erlendar hljómsveitir. Það er engin hátíð sem gerir eins og við og ég held að margir gleymi þessu og haldi að við séum hátíð af því tagi sem gengur út á að ná í peninga. Það er bara ákveðinn bissness og við erum öðruvísi bissness, okkar helsta markmið er að koma íslenskri tón- list á framfæri erlendis,“ segir Grímur. Allt hefur stækkað – Hátíðin hefur vaxið að umfangi og tekjur af henni aukist með aukn- um fjölda gesta. Hefur hlutur lista- manna ekkert stækkað í takt við það? „Jú, hann hefur náttúrlega stækkað því það var greitt sama sem ekkert,“ segir Grímur. „Hann er því aldeilis búinn að stækka og allt hefur stækkað. Við getum bara sýnt einhverjar tölur, þúsundfaldar greiðslur til listamanna, ef þú ferð úr eiginlega engu í á annan tug milljóna. Hátíðin borgar allt sem hún er með og það er enginn af- gangur af henni. Þetta er það sem við bjóðum upp á og getum boðið upp á,“ segir Grímur. Hann hafi sjálfur verið í hljómsveit í nokkur ár frá árinu 1988 og þá hafi brans- inn verið allt annar. Þeir sem voru í hljómsveitum þá geti verið afbrýði- samir út í hljómsveitir í dag. Mögu- leikarnir séu svo miklu meiri nú en áður og hljómsveitir hafi það marg- falt betra í dag en þær sem voru starfandi fyrir 20 eða 30 árum. Grímur segir engan spila til- neyddan á Airwaves og tónlistar- menn viti að hverju þeir gangi. „Mjög margar íslenskar hljóm- sveitir hafa verið að sækjast eftir því að komast á SXSW í Texas, CMJ í New York eða TGE í Brigh- ton. Á öllum þessum stöðum eru þær að borga mörg hundruð þús- und með sér og jafnvel milljónir. Við erum að bjóða upp á mörgum sinnum betri sýningarglugga en t.d. SXSW getur boðið upp á. Það er svo erfitt að ná í gegn þar, þú ert kannski að spila á pizzustað og allur bransinn er á fylliríi úti í bæ og það eru einhverjar háskólakrakkar að detta inn og er alveg sama hvað er í gangi,“ segir Grímur. Iceland Airwaves sé mikið tækifæri fyrir ís- lenska tónlistarmenn til að koma sér á framfæri og mikinn fjölda tón- leika þeirra erlendis megi að hluta þakka hátíðinni og starfi ÚTÓN. Dagskrá og upplýsingar um tón- listarmenn hátíðarinnar má finna á vef hennar: icelandairwaves.is. Helsta markmiðið að koma ísl- enskri tónlist á framfæri erlendis  240 tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á Iceland Airwaves sem hefst á morgun Einstök Dj flugvél og geimskip kemur fram á átta tónleikum á Airwaves. Grímur Atlason Hot Chip Iceland Airwaves lýkur með tónleikum í Vodafonehöllinni á sunnudaginn og er enska hljómsveitin Hot Chip sú þekktasta sem þar kemur fram. Morgunblaðið/Eggert JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30 SCOUTSGUIDE,ZOMBIE APOCALYPSE 8,10 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 6 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 3D 5;30,8 SICARIO 8,10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.