Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Mbl.is vakti í gær athygli á viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefnum Politico, en þar kemur m.a. eftirfarandi fram:    Haft er eftirSigmundi að ef umsókn síðustu ríkisstjórnar um inngöngu í Evrópu- sambandið hefði náð fram að ganga hefðu Íslendingar líklega hlotið sömu örlög og Grikkir, sem urðu fyrir efnahagshruni sem ekki sér fyrir endann á, eða Írar sem horfðu upp á gríðarlega hækkun opin- berra skulda í kjölfar þess að stjórnvöld ábyrgðust skuldbind- ingar írskra banka.    Sigmundur benti á að ef Íslandhefði þurft að taka á sig skuldir bankakerfisins íslenska innan Evrópusambandsins með sama hætti og þær hefðu verið í evrum líkt og í tilfelli Grikklands og Írlands hefði það haft hörmu- legar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf.    Þess í stað hefði Ísland náðmiklum árangri í kjölfar efna- hagserfiðleikanna sem gengu yfir landið.    Haft er eftir Sigmundi aðmiklu máli hafi skipt fyrir Ísland og efnahagsbatann hér á landi að hafa sjálfstæðan gjald- miðil, sjálfstætt lagasetningarvald sem veitt hafi stjórnvöldum svig- rúm til aðgerða og stjórn eigin náttúruauðlinda sem ekki hafi ver- ið raunin innan Evrópusambands- ins.    Umsóknin um inngöngu í sam-bandið hafi verið tekin í fljótfærni og að illa hugsuðu máli.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ísland betur sett STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.11., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 7 skýjað Nuuk -3 skafrenningur Þórshöfn 10 skýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 þoka Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 5 þoka Brussel 12 heiðskírt Dublin 13 léttskýjað Glasgow 11 þoka London 12 þoka París 7 þoka Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 7 þoka Berlín 11 heiðskírt Vín 10 léttskýjað Moskva 7 alskýjað Algarve 17 skúrir Madríd 12 léttskýjað Barcelona 18 skúrir Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg 6 alskýjað Montreal 10 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 18 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:17 17:06 ÍSAFJÖRÐUR 9:36 16:58 SIGLUFJÖRÐUR 9:19 16:40 DJÚPIVOGUR 8:50 16:33 Stórvirkar vinnuvélar voru nokkuð áberandi um tíma við höfuðstöðvar Morgunblaðsins og mbl.is að Hádeg- ismóum 2 í Reykjavík. Var þar vask- ur vinnuhópur á vegum borgarinnar að verki en verið var að breikka stíg. „Það var ákveðið að breyta hluta af gömlum vegi, sem liggur frá vatn- inu og upp að litla rauða bústaðnum sem þarna stendur, í reiðstíg,“ segir Óskar Baldursson, verkstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, og bætir við að talsvert hafi verið borið í veginn. Opnast með reiðstígnum, að sögn Óskars, greið leið frá Rauðavatni, meðfram höfuðstöðvum blaðsins og í átt að Grafarholtsvelli og Keldum. Tók það vinnuhópinn um eina viku að klára framkvæmdina. khj@mbl.is Nýr reiðstígur við Hádegismóa  Greið leið er nú frá Rauðavatni og í átt að Keldum  Eldri stígur nýttur Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmdasvæði Um tíma mátti sjá vélar á borð við þennan valtara. Myndband við nýjasta lag kanad- ísku stórstjörn- unnar Justin Bie- ber, I’ll show you, var frumsýnt í gær. Myndbandið er tekið upp hér á landi og þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði um milljón manns horft á lagið á You- tube-rás poppstjörnunnar. Stjarnan sjálf sagði á samskiptamiðlinum In- stagram að hann væri stoltur af sinni nýjustu afurð. Fjölmargir fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt fréttir um lagið og mynd- bandið. Rúm milljón horfði á Bieber á fyrsta degi Justin Bieber Rúnar Pálmason hefur tekið við starfi upplýsinga- fulltrúa Lands- bankans. Rúnar mun starfa innan markaðs- og sam- skiptadeildar bankans og hafa umsjón með sam- skiptum við fjöl- miðla fyrir hans hönd. Rúnar er með BA-gráðu í sagn- fræði og stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands og MA-gráðu í Evr- ópufræðum frá Háskólanum í Maastricht í Hollandi. Rúnar tekur við hjá Landsbankanum Rúnar Pálmason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.