Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Úrslit kosn-inganna íTyrklandi á sunnudaginn voru nokkuð á skjön við það sem spáð hafði verið. Í aðdraganda kosninganna þótti fátt benda til annars en að tyrkneskir kjósendur myndu skila svipaðri nið- urstöðu og þeir gerðu í júlí, þegar AKP-flokkur Receps Tayiip Erdogan Tyrklands- forseta missti meirihluta sinn í fyrsta sinn frá árinu 2002, og flokkur Kúrda náði inn þing- mönnum í fyrsta sinn. Annað kom á daginn, og vann AKP-flokkurinn ágætan kosningasigur, þar sem hann tryggði sér nauman meiri- hluta þingsæta og 49,4% at- kvæðanna. Veðmál Erdogans heppnaðist því ágætlega, en hann hafði gengið nokkuð á svig við almennar leikreglur lýðræðisins þegar hann neit- aði stjórnarandstöðunni um tækifæri til stjórnarmynd- unar og boðaði í staðinn til annarra kosninga. Í millitíðinni hefur mikið vatn runnið til sjávar, þar sem tyrknesk stjórnvöld hafa blás- ið undir glæður ófriðar milli Tyrkja og Kúrda, efnt til hernaðar gegn Kúrdum í Sýr- landi, sem að nafninu til átti að beinast gegn Ríki íslams, og að öðru leyti ýtt undir óör- yggi heimshlutans. Á sama tíma var hug- myndinni um Er- dogan sem ein- hvers konar lausnara, sem gæti tryggt öryggi Tyrkja komið mjög á flot. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun mála í Tyrklandi, þar sem Erdogan hefur síðustu árin sýnt æ meiri tilhneigingu til þess að líta á sjálfan sig sem upphaf og endi lýðræðisins í Tyrk- landi. Á sama tíma er gripið inn í starfsemi fjölmiðla sem ekki eru Erdogan þóknanlegir og stjórnvöld hafa ítrekað reynt að loka fyrir vissa anga netsins til þess að koma í veg fyrir að Tyrkir geti aflað sér upplýsinga. Ljósi punkturinn við niður- stöðu kosninganna er hins vegar sá að meirihluti AKP- flokksins er naumur og mun ekki duga til þess að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að Erdogan verði færð enn meiri völd, að minnsta kosti ekki án átaka. Hafa spekingar í málefnum Tyrk- lands jafnvel gengið svo langt að tala um að borgarastyrjöld væri í vændum, tæki forsetinn þann slag. Reynslan hefur þó sýnt að ekkert er útilokað þegar Erdogan er annars veg- ar, sérstaklega nú þegar hann hefur náð að beygja andstæð- inga sína einu sinni enn. Vafasöm kosninga- barátta skilaði flokki forseta Tyrklands sigri} Erdogan hafði betur Húsnæðisverðer hátt á Ís- landi. Það veldur þeim sérstaklega vandræðum, sem eru að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismark- aði. Þessi vandi er brýnn og væri hægt að grípa til ýmissa ráðstafana til að draga úr hon- um. Hátt íbúðaverð gerir að verkum að margir neyðast til að leigja sér húsnæði, jafnvel þótt húsaleiga sé mun hærri en afborganir væru af sam- bærilegu húsnæði. Ástæðurnar fyrir háu hús- næðisverði eru ýmsar. Háir vextir, hátt lóðaverð og íþyngjandi byggingarreglu- gerð eru þær helstu. Í Morgunblaðinu á laugar- dag var fjallað um byggingar- kostnað og leiðir til að lækka hann. Þar segir Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs Samtaka iðn- aðarins, að samtökunum hafi reiknast til að gjöld sveitarfé- laga séu ásamt fjármagnskostnaði um þriðjungur af kostnaði við bygg- ingu nýrra húsa. Aðalheiður Atla- dóttir, formaður Arkitekta- félags Íslands, bendir á að í fyrra hafi verið gerðar breyt- ingar á byggingarreglugerð- inni þar sem dregið var úr kröfum, en í því efni sé meira svigrúm til að gera kleift að byggja einfaldara og ódýrara. Kristján Baldursson, eig- andi fasteignasölunnar Trausta, segir að ungt fólk vilji hefja búskap með því að kaupa ódýra, litla tveggja her- bergja íbúð og stækka síðan við sig og vitnar til verktaka um að með einföldun reglu- verks mætti ná kostnaði niður um þriðjung. Það kann að vera vel í lagt, en rétt eins og ekki er hægt að skikka alla til að kaupa sér sömu stærð af fötum ætti að auka möguleika húsnæðis- kaupenda til að sníða sér stakk eftir vexti. Kostnaði við að reisa hús er haldið uppi að óþörfu} Undir oki reglugerðar Þ arsíðustu helgi fóru fram lands- þing tveggja flokka. Annar flokkurinn heldur sig hægra megin og hinn kennir sig við vinstri vænginn. Á öðru þinginu steig reyndur stjórnmálamaður til hliðar fyrir unga konu, á hinni ákvað ungur maður að bjóða sig ekki fram í embætti, þrátt fyrir að hafa yfirlýstan stuðning rúmlega 70 af um 150 þátttakendum. Því sat sá sami og áður sem fastast. Nú get ég ekki alhæft um af hverju Daní- el H. Arnarsson ákvað að endingu að bjóða sig ekki fram til varaformanns Vinstri grænna. Í samtali við Hringbraut sagði Sól- ey B. Stefánsdóttir sem bauð sig fram í hans stað gegn Birni Vali að framboði Daníels hefði verið „illa tekið“. Það er enda óþolandi að ungur maður stefni framtíð flokksins í hættu með því að dirfast að bjóða sig fram til starfa sem hann hefur fulla burði í. Hann á bara að bíða síns tíma. Kannski er þetta fullharkalegt. Í sannleika sagt hef ég ekki heyrt nákvæmar lýsingar á því hvað „illa tek- ið“ þýddi í tilfelli Daníels. Ég veit bara að orðin hljóma rosalega illa fyrir VG, sérstaklega vegna þess sem átti eftir að gerast hinum megin við miðju sömu helgi. Í framboðsræðu sinni til embættis ritara Sjálfstæð- isflokksins sagði Áslaug Arna Sigurðardóttir að ung- liðum innan flokksins væri alvara með að láta hlusta á sig. „Það gerist ekki nema við gefum kost á okkur,“ sagði Áslaug. Það er ýmislegt til í því. Það er meira að segja alveg bullandi mikið til í því. Vissulega er það á ábyrgð Daníels að bjóða sig fram ef hann vill það. Flokkarnir, sem bera sameiginlega ábyrgð á velferð þessara lands, í ríkisstjórn eða stjórnarand- stöðu, ættu hinsvegar líka að sjá sóma sinn í því að letja ekki ungt fólk til verksins. Slíkt hafa allir gömlu fjórflokkarnir gerst sekir um. Kannski voru skipti þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar útspekúlerað PR- uppátæki en þá standa eftir tvær spurn- ingar. A) Só? og B) Af hverju í Gústafnum var engum öðrum flokki búið að detta þetta í hug? Það þarf enginn að efast um að Áslaug er vel að starfinu komin. Sama hvað hverjum finnst um skoðanir hennar, humarinn og hvítvínið hef- ur hún sýnt að hún er harðdugleg, metnaðarfull og sterk kona. Merkilegt nokk þá er nóg til af ungu fólki með svipaða mannkosti í öllum flokkum en samt eigum við aðeins tvo þingmenn undir þrítugu. Taka ber fram að þrátt fyrir ofangreind orð um við- tökur Daníels á landsþingi VG var ung kona kjörin gjaldkeri hreyfingarinnar. Aðrir flokkar virðast einnig vera að gera sér grein fyrir mikilvægi yngri radda. Nú er bara að vona að þær verði ekki bara nýttar í þágu kosninga heldur sem fullgildir jafningjar hinna eldri. annamarsy@mbl.is Anna Marsi- bil Clausen Pistill Að hafa kost á að gefa kost á STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Recep Tayyip Erdogan, for-seti Tyrklands, var álitinntaka mikla áhættu þegarhann boðaði til þingkosn- inga 1. nóvember, fimm mánuðum eftir að flokkur hans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn (AKP), missti meirihluta sinn á þinginu eftir að hafa verið einn við völd í þrettán ár. Áhættan borgaði sig þótt langflestar kannanir fyrir kosningarnar bentu til þess flokknum tækist ekki að endurheimta meirihlutann. Til þess þurfti hann 276 þing- sæti en svo fór að hann fékk 316 sæti og 49,48% atkvæða. Flokkurinn hef- ur aðeins einu sinni áður fengið meira fylgi, eða árið 2011 þegar hann fékk 48,83%. Hann fékk 40,86% at- kvæðanna í kosningum 7. júní sl. og sú niðurstaða var mikið áfall fyrir Erdogan sem hafði beitt sér fyrir því að þingið samþykkti stjórnarskrár- breytingar til að stórauka völd for- setaembættisins. Óttast aukna togstreitu Erdogan hefur verið gagn- rýndur fyrir einræðistilburði og and- stæðingar hans saka hann um að hafa hindrað viðræður um myndun samsteypustjórnar eftir ósigurinn í júní vegna þess að hann hafi óttast að stjórnarsamstarf við minni flokk myndi veikja stöðu AKP. Stjórnmálaskýrendur telja að sigur flokksins á sunnudag megi m.a. rekja til þess að Erdogan hélt sig til hlés í kosningabaráttunni, ólíkt aðdraganda kosninganna í júní þegar hann lét mikið að sér kveða. Flokkurinn breytti einnig áherslum sínum í kosningabaráttunni, setti loforð um félagslegar og efnahags- legar umbætur á oddinn en talaði minna um breytingar á stjórnkerf- inu. Nú þegar flokkur hans hefur endurheimt meirihluta á þinginu getur Erdogan aftur hafist handa við að knýja fram breytingar á stjórnar- skránni með það að markmiði að auka völd forsetans. Flokkur Erdogans naut einnig góðs af því að öryggismál voru í brennidepli í kosningabaráttunni, m.a. vegna hryðjuverks sem kostaði 102 menn lífið í Ankara 10. október og vegna harðnandi átaka milli stjórnarhersins og Verkamanna- flokks Kúrdistans, PKK, sem hefur barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda frá árinu 1984. Talið er að stuðningurinn við flokk Erdogans hafi aukist á kostnað flokks tyrkneskra þjóðernissinna, MHP, en fylgi hans minnkaði um fimm prósentustig í kosningunum. Lýðræðisflokkur alþýðunnar (HDP), sem nýtur einkum stuðnings Kúrda, missti tæp þrjú prósentustig en komst þó yfir 10% fylgisþröskuld- inn sem þarf til að koma mönnum á þing. Erdogan sagði eftir kosning- arnar að úrslitin sýndu að Tyrkir vildu „stöðugleika“ og leiðtogar flokks hans sögðust ætla að beita sér fyrir þjóðareiningu. Stjórnmála- skýrendur sögðust þó óttast að sigur AKP yki ólguna sem hefur verið í landinu, m.a. vegna herferðar tyrk- neskra yfirvalda gegn uppreisnar- mönnum úr röðum Kúrda og tog- streitu sem hefur verið milli þeirra sem aðhyllast veraldlegt stjórnkerfi og þeirra sem beita sér fyrir ísl- ömskum gildum. Flokkur Erdogans á rætur að rekja til íslamskrar hreyfingar sem var bönnuð áður en hann var stofnaður fyrir fjórtán ár- um. Forystumenn flokksins hafa af- neitað íslamskri róttækni og lýst honum sem íhaldssömum lýðræðis- flokki. Andstæðingar hans gruna hann þó um að vilja grafa undan ver- aldlega stjórnkerfinu og binda enda á aðskilnað ríkis og trúar. AFP Óvæntur stórsigur Stuðningsmenn AKP halda á mynd af Recep Tayyip Erdogan forseta eftir sigur flokksins í þingkosningum á sunnudaginn var. Erdogan tók áhættu sem borgaði sig Vill meiri völd » Recep Tayyip Erdogan fæddist árið 1954 og gekk í ísl- amskan skóla áður en hann lauk háskólaprófi í stjórnun við Marmara-háskóla og gekk til liðs við hreyfingu íslamista. » Erdogan var kjörinn borgarstjóri Istanbúl árið 1994 og þótt standa sig vel í því embætti. » Hann afplánaði fjögurra mánaða fangelsisdóm árið 1999 fyrir trúarofstækis- áróður. » AKP-flokkurinn var stofn- aður 2001 og fékk meirihluta á þinginu ári síðar. Erdogan varð þá forsætisráðherra. » Hann gegndi embættinu í ellefu ár, eða þar til hann var kjörinn forseti Tyrklands með 52% atkvæða í ágúst í fyrra. » Forsetaembættið er valdalítið en Erdogan hyggst knýja fram stjórnarskrárbreyt- ingar til að auka völd þess. Tveir þriðju þingsins þurfa að samþykkja breytingarnar, eða 367 þingmenn. Flokkur Erdog- ans fékk 316 sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.