Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2015 Lífið er undarlega hverfult. Haraldur Magnússon kvaddi svo allt of fljótt. Við kynntumst þegar börnin okkar, Bragi Hreinn og Unnur Ósk, felldu hugi saman fyrir u.þ.b. níu árum. Það ævintýri endaði með því að Halli leiddi dóttur sína upp að altarinu, í faðm Braga. Það var fagur vordagur og ævintýrið stendur enn. Við vorum stoltir foreldrar. Halli var Vestmanneyingur en bjó lengst af í Mosfellsbæ. Hann var hæglátur maður, hlýr, frem- ur dulur og flíkaði ekki sínum til- finningum. Heiðarleiki og manngæska voru hans aðaleinkenni. Hann var mikill náttúruunnandi og naut þess að fara í laxveiði. Við fjölskyldan minnumst oft á góða daga við Selá í Vopnafirði, þar fékk hann þann „stóra“. Þá var dreginn upp koníakspeli og dreypt á, bara lítið… „Hver er bestur?“ heyrðist nokkuð oft spurt það kvöldið. Halli var lærður kokkur og Haraldur Magnússon ✝ Haraldur Magn-ússon fæddist 17. febrúar 1953. Hann lést 24. október 2015. Útför Haraldar fór fram 2. nóv- ember 2015. starfaði við þá iðju, lengst af á Reykja- lundi. Kokkar eru listamenn og seinni ár dró hann fram málaratrön- ur. Þá kom hið mikla listfengi hans í ljós, einnig á því sviði. Hann var líka feikna góður ljósmyndari. Hann umvafði alla sína fjöl- skyldu og barnabörnin, sex að tölu, skipuðu þó, að ég tel, stærst- an sess í huga hans og hjarta. Við Halli áttum sameiginlegt áhugamál, litla fólkið í Hjallahlíð- inni. Öll börnin sakna nú afa með stóru, sterku hendurnar og hlýja faðminn. Á kveðjustund sem þessari er mér efst í huga þakk- læti fyrir ljúfa samfylgd. Ég votta allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Genginn er stór maður með stórt hjarta. Guð geymi Halla Magg. Laufey Egilsdóttir. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Við Halli kynntumst árið 1980 þar sem við byggðum okkur litlar samliggjandi íbúðir í Bugðutang- anum. Halli og Sissa voru flutt inn nokkrum mánuðum á undan okkur í götu sem var ómalbikuð og plast var í ansi mörgum glugg- um í húsunum í kring. Allir í götunni voru að reyna að koma sér upp húsnæði með sem minnstum kostnaði og fólk flutti inn í hálfkarað húsnæði. En allir voru glaðir og þetta varð mjög gott samfélag með mörgum börn- um. Unnur Ósk og dóttir mín fæddust með tveggja mánaða millibili árið ’79 og tengdust strax órjúfanlegum böndum. Það var gaman að fylgjast með þeim í sandkassanum í garðinum þeirra, talandi saman á táknmáli enda aðeins 7-9 mánaða gamlar. Tveim árum síðar fæddust aðrar stúlkur með tveggja mánaða millibili, Helga Björk og dóttir mín og sagan endurtók sig. Þegar Magnús Már fæddist þremur árum seinna, sveik ég lit, en stelpunum þótti gaman að passa hann. Við fluttum einnig um svipað leyti úr Bugðutangan- um en samgangur dætra okkar hélt áfram. Halli hafði gaman af að mála og taka myndir og hafði listrænt auga, og þar lágu aftur leiðir okk- ar saman um tíma. Halli var ljúf- ur maður og ákaflega hjálplegur í alla staði og mikill er missir fjöl- skyldunnar við fráfall hans. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Elsku Þóranna, Unnur Ósk, Helga Björk, Magnús Már, Unn- ur, systur og barnabörn, mínar innilegustu samúðarkveður til ykkar allra. Guð geymi ykkur. Hugrún Þorgeirsdóttir. Hvað er að frétta? Með þess- um orðum hóf hann Halli öll sam- töl okkar á milli, honum var ávallt í mun að allir hefðu það gott. Margs er að minnast við snöggt og ótímabært fráfall Halla, saman höfum við upplifað margar gleðistundir og einnig gengið í gegnum mjög erfiða tíma þegar hún Sissa okkar glímdi við sín veikindi, og ótíma- bært andlát hennar í kjölfarið. Halli stóð eftir ráðvilltur með þrjú ung börn, en með hjálp frá foreldrum sínum og öðrum að- standendum tókst hann á við þetta erfiða verkefni og kom sín- um börnum svo sannarlega vel til manns. Bestu stundirnar með Halla voru í hinum ótalmörgu veiði- ferðum okkar saman víðs vegar um landið, þar var Halli sko í essinu sínu og kallaði í tíma og ótíma með hárri röddu eins og honum var einum lagið „Hafið þið orðið vör“? Hann var góður veiðifélagi, ávallt léttur í skapi og sá spaugi- legu hliðarnar á tilverunni. Halla fannst ekki leiðinlegt að taka lagið í góðra vina hópi og söng hann þá manna hæst og helst aftur og aftur sömu lögin sem voru í uppáhaldi hjá honum. Já, minningarnar um Halla ylja svo sannarlega, við eigum eftir að sakna þess að heyra hann ekki lengur segja „nú verð- um við að fara að hittast“. Sökn- uðurinn er samt mestur hjá eig- inkonu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, móður og systr- um sem sjá á eftir kærum ástvini sem bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi minning- in um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þurfa ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sigurveig og Árni. Góður maður er fallinn frá og missirinn er mikill. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til Þórönnu, Unnar Óskar, Helgu Bjarkar og Magnúsar Más, Sveins og Leifs. Til Unnar móður hans og til systranna Ásthildar, Sigurbjörgar og Helenu. Við biðum góðan Guð að styðja og styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður, það kæti þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty) Samúðarkveðja, Jóna Björg, Fanney Dögg og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við áttum saman, alltaf varst þú með faðminn opinn og það var alltaf jafn gott að koma til þín. Minning þín mun alltaf lifa og þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt. Þín, Sigurbjörg Sara. Elsku besti afi okkar. Við erum mikið leið yfir því að þú ert dáinn. Þú bakaðir heimsins bestu pönnukök- ur og okkur fannst alltaf gott að vera hjá þér. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Nú vitum við að þú ert engill hjá Guði, við elsk- um þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson þýddi) Þín afabörn, Elías Breki, Eyrún Birna, Sigurbjörg Embla, Ben- dik og Elva María. Ég sat um þetta leyti árs í fyrra á veit- ingastað í mósam- bísku borginni Que- limane og beið eftir flugi til Mapútó. Mér var starsýnt á pizzu- ofninn á veitingastaðnum. Jói Þor- steins hafði sagt mér frá honum þegar ég færði honum reykta hangilærið að heiman sem hann ætlaði að hafa á jólunum. Hann sagði að fyrst ég væri að fara til Quelimane yrði ég að koma við á veitingahúsinu sem hann rak um árabil og sérstaklega gera mér ferð þangað til að sjá pizzuofninn, hann væri engin smásmíði. Hann fylgdi sögunni eftir í smá- atriðum í leiftrandi skemmtilegri og lifandi frásögn, sagði nákvæm- lega frá því hvernig hann hannaði ofninn og hvernig þessu ferlíki var komið fyrir og með kunnuglegum glettnissvip í andlitinu trúði hann mér fyrir því að ekki hefði verið eldað í öðrum eins pizzuofni í henni Mósambík. Það er birta og gleði yfir minn- ingum um Jóa Þorsteins. Það fór ávallt einkar vel á með okkur þegar við hittumst og ég hafði á honum miklar mætur, góð- látlegu augunum og sögunum sem hann sagði af sjálfum sér og sam- ferðarfólki. Ég tók snemma eftir því að hann var úrræðagóður, allt- af með lausnir á takteinum og hann var einstaklega greiðvikinn, dálítill ævintýramaður eins og títt er um þá sem gera Afríku að heimkynnum sínum, hafði alltaf of mörg járn í eldinum, grannur og kvikur í hreyfingum með góða nærveru, eins og sagt er. Ég sá hann fyrst niður við höfn í Mapútó haustið 1998 þegar ég kom þangað sem fréttamaður Sjónvarps. Jóhann Þorsteinsson ✝ Jóhann Þor-steinsson fæddist 11. mars 1948. Hann lést 13. október 2015. Minningarathöfn fór fram 2. nóvember 2015. Jói var þá búinn að vera í Mósambík í fá- ein ár og vann fyrir ÞSSÍ í samstarfs- verkefni með þjóðum í sunnanverðri Afríku sem snerist um gæða- mál sjávarfangs. Hann hafði mikla reynslu af slíkum störfum frá Íslandi og naut þess að miðla þekkingu sinni og byggja upp samstarf við heimamenn. Við áttum síðar eftir að kynnast betur þegar við vorum báðir starfsmenn Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands og ég kom suð- ur til Mósambík í efnisleit með skrifblokk og myndavél. Þá var Jói ekki aðeins fylgdarmaður og sögumaður um rannsóknarstofur í gæðaeftirliti eða sjálfa ríkiseftir- litsstofnunina heldur bauð hann mér með í mislangar ferðir um Mapútó og sveitirnar í grennd. Fyrir þá sem hafa ástríðu fyrir ljósmyndun og sjá myndefni við hvert fótmál í fjarlægum heims- hluta eins og Afríku er ekkert betra en að vera á ferð með manni eins og Jóa Þorsteins. Hann var alltaf viljugur til að stöðva bílinn, kom gjarnan í humátt á eftir mér, alltaf þolinmóður, vinsamlegur og hlýr. Við fórum ógleymanlega helgarferð til Svasílands, ókum um landið og höfðum nægan tíma til að spjalla og staldra við þar sem eitthvað markvert var að sjá. Jói Þorsteins var fróður um þennan heimshluta og gerði sér far um að deila þeim fróðleik. Hvar sem hann kom leit hann á alla sem jafningja, fór ekki í manngreinaálit og í fari hans var hvorki að finna hroka né yfirlæti. Ég kunni vel við þessa eiginleika og manninn sem þá hafði að geyma. Hann lifði lífinu lifandi. Blessuð sé minning hans. Eiginkonu og uppkomnum börnum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Gunnar Salvarsson. Það var skólaárið 1977-78 og ég, tæp- lega tvítug, hafði verið ráðin til kennslu við Gagn- fræðaskóla Akraness. Kunnáttan í þeim fögum sem ég bar ábyrgð á var ekki upp á marga fiska en samstarfið við unglingana gekk vel og mér var falið að sjá um tómstundastarfið í skólanum. Þennan vetur mætti Gutti í skólann, hárprúður og í smekk- buxum, ásamt tveimur dönskum skólabræðrum sínum í tóm- stundafræðum. Þeir voru að vinna að lokaverkefni sem fólst í að endurskipuleggja tómstunda- starf unglinganna á Akranesi. Við fjórmenningarnir sátum saman nokkur kvöld að ræða verkefnið en líka framtíðarhug- myndir Gutta um skólastarf á Akranesi. Hann sagðist ætla að klára nám, koma heim og með tímanum stofna nýjan grunnskóla á Akra- nesi. Hugarskólinn hans Gutta virk- aði spennandi á ungu kennslu- konuna. Hann byggði á hug- myndum um samstarf og samvinnu, um virðingu fyrir nem- endum, um möguleika nemenda á að velja sér viðfangsefni við hæfi og um skólastarf sem samstarfs- verkefni nemenda og kennara. Ég varð hugfangin af hug- myndum Gutta sem rímuðu vel við mínar lífsskoðanir og sagðist upprifin ætla að sækja um vinnu um leið og skólinn risi. Gutti reyndist orðum sínum trúr, hann kom aftur heim á Skaga að vinna að undirbúningi Grundaskóla en þá var ég löngu farin á brott í frekara nám. Næstu árin hittumst við Gutti Guðbjartur Hannesson ✝ Guðbjarturfæddist 3. júní 1950. Hann lést 23. október 2015. Útför Guð- bjartar fór fram 30. október 2015. af og til á förnum vegi og hann hermdi brosandi upp á mig atvinnuumsóknina. Árið 1985 stóð ég á tímamótum, náminu lokið en ekkert beið mín starfið svo það varð úr að ég hringdi í Gutta og falaðist eftir kenn- arastöðu til eins árs - bara rétt á meðan ég fyndi mér almennilegt starf. Árin undir stjórn Gutta urðu á endanum ellefu enda reyndist mér - eins og öðrum kennurum og nemendum – býsna erfitt að kveðja Grundaskólann hans Gutta. Undir stjórn hans lærði ég eiginlega allt sem ég kann í kennslu og bý að í störfum mín- um í dag. Það þarf afburða skólamann til að byggja upp og leiða skólastarf sem laðar það besta fram í öllum. Byggja upp skóla sem rýmir gæðinga og gikki og veitir bæði kennurum og nemendum frelsi til að prófa og reyna eitthvað nýtt, gefur ríkuleg tækifæri til að skapa og lítur á mistök sem tæki- færi til lærdóms. Og þannig skólamaður var Gutti. Það vottaði reyndar fyrir smá afbrýðisemi hjá mér þegar bæjarpólitíkin fór að höggva æ meira af tíma skólamannsins en auðvitað voru hans mannkostir þannig að þá bar að nýta til heilla fyrir fleiri en okkur í Grunda- skóla. Gegnumheill og hlýr lagði hann sitt af mörkum til svo margra þarfra samfélagslegra verka. Föst á fundi erlendis finnst mér sárt að geta ekki fylgt góðum vini síðasta spölinn en hugga mig um leið við tilhugsunina um að hans stóra lífsframlag mun ekki bara lifa með mér í mínum störf- um heldur með svo ótalmörgum öðrum. Sigrúnu, dætrum og fjöl- skyldu sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Geirsdóttir. ✝ Kristinn Ás-grímur fæddist 7. maí 1956 á Siglu- firði og lést 20. október 2015. For- eldrar hans voru Halldóra María Þorvaldsdóttir, f. 1925, d. 1982, og Pétur Þorsteinsson, f. 1922, d. 1995. Systir Ásgríms er Eyrún Pétursdóttir, fædd 17. apríl 1952. Ási nam trésmíði á yngri árum og starfaði hjá Byggingafélaginu Berg um árabil. Síðan lá leið hans á sjóinn og var hann á skip- um Þormóðs ramma sem gerð voru út frá Siglu- firði. Ási flutti til Reykjavíkur og vann þar í nokkur ár og síðan við upp- byggingu á Kára- hnjúkum. Ási var alltaf mikill áhuga- maður um ættfræði og knattspyrnu, og þó sér í lagi enska boltann. Einnig voru ljósmyndun og fuglaskoðun mikið áhugamál um tíma og eru þeir ófáir uppstopp- aðir fuglarnir sem prýða heimili hans. Útför Ása fer fram í kyrrþey að eigin ósk. Eftir fimm ára baráttu við krabbamein er móðurbróðir minn, Kristinn Ásgrímur Pétursson (Ási P), fallinn frá aðeins 59 ára gamall. Ási var góður drengur, en kaus að fara töluvert erfiða leið í gegnum lífið. Skilnaður foreldra hans og móðurmissir höfðu mikil áhrif á allt hans líf. Ási var mikill áhuga- maður um ættfræði og var stund- um ansi merkilegt hvað hann vissi um menn og málefni svo maður tali nú ekki um afmælisdaga fólks. Hann þurfti ekki neina Íslend- ingabók til að rekja ættir fólks. Meiri líkur voru á því að Íslend- ingabók þyrfti á hans aðstoð að halda. Og það sem hann vissi um enska boltann var sko ekki á færi allra. Ási var alla tíð mikill einfari, en vinátta hans og Odds Guð- mundar (Gudda) var þó mikil og voru þeir mikið saman og fóru víða. Það var Ása mikið áfall þegar Guddi lenti í hörmulegu slysi og varð ekki samur aftur. Og í raun má segja það sama um Ása. Seinni árin tók hann miklu ástfóstri við líkamsrækt og var hann daglega annað hvort hlaupandi eða hjól- andi um allan Siglufjörð á milli þess sem hann skaust í ræktina út í sundlaug. Hann keypti sér myndavél og var með vélina á lofti við hvert tækifæri. Þegar heilsu Ása tók að hraka þá er óhætt að segja að systir hans hafi verið hon- um ómetanleg sem hún reyndar var um alla tíð. Á nánast hverjum degi heimsótti hún hann á sjúkra- húsið og sá til þess að honum liði nú sæmilega. Ási kvaddi okkur 20. október sl. á fæðingardegi móður sinnar sem hefði orðið níræð þennan dag. Og fyrir mér er það engin tilviljun. Hvíldu í friði, elsku Ási minn. Við sjáumst síðar. Þorsteinn Þormóðsson. Kristinn Ásgrímur Pétursson (Ási) Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, þó að grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.