Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 9
V/KUR jUitU molar - Vangaveltur - Gagnrýni - Grín JOLABLAÐ 1988 Umsjón: Emil PúU Röng einstefna á Hafnargötunni? Kaupmenn við Hafnar- götuna eru mishressir yfír einstefnunni á götunni, nú á aðventunni. Eru það einkum kaupmenn á kaflanum frá Skólavegi að Vatnsnesvegi sem eru óhressir og telja að einstefnan hafí slæm áhrif á verslunina hjá sér, þar sem utan við þessar verslanir séu engin bílastæði og þess vegna fari umferðin framhjá. Telja þeir óþarfa að hefja ein- stefnulokunina fyrr en við Skólaveg. Eins eru aðrir kaupmenn, þ.e. þeir sem eru norðan Tjarnargötu, í hópi þeirra óánægðu vegna stefnu þeirrar sem aka má. Telja þeir of langt að þurfa að fara norður að Aðalgötu til að komast til þeirra og því fari umferðin í auknum mæli framhjá þeim, t.d. niður Tjarnargötu og síðan upp Hafnargötuna. Að vera samkvæmur sjálfum sér Að undanförnu hefur mikill áróður farið fram hér á síðum þessa blaðs um að fólk verslaði heima. Kaup- maðurinn í Nonna og Bubba kemur í viðtal í öðru blaði og kvartar sáran yfir því að stór hluti verslunarinnar fari til Reykjavíkur. Segirhann ,,að hugarfarið þurfí að breytast, annars komi það niður á íbúðarverði, verslun, blaða- útgáfu, þjónustu og að fólk missi vinnu sína.“ Ekki virð- ist hann þó vera samkvæmur sjálfum sér, þvi nú í jólamán- uðinum hefur hann nánast farið með alla sína auglýs- ingapeninga í útvarpsstöðv- arnar á Reykjavíkursvæð- inu, en heimamenn lítið sem ekkert fengið. Undirgötin Þó prentvillupúkinn sé oftast til leiðinda, fer hann einstaka sinnum á viðkvæma staði, svo úr verður hin mesta kátína hjá mörgum lesandanum. Slíkt átti sér stað í síðasta blaði, er orðið undirföt breyttist í undirgöt. Lífga upp á hversdagsdrungann Lögreglumenn í eftirlits- ferð um Hafnargötu í Kefla- vík urðu mikils reyks varir við hús eitt, eina nóttina fyr- ir skömmu. Var slökkviliðið þegar kallað út, en afturkall- að von bráðar, þar sem um reyksprengju var að ræða. Við nánari athugun viður- kenndu fjórir unglingar að hafa, þó óölvaðir væru, kveikt í saltpétri o.fl. til að mynda reyk þennan, vegna þess að bærinn hefði verið svo drungalegur að ekki veitti af smá breytingu þar á. Verður ekkert skreytt? Kaupmenn við Hafnar- götu, sumir hverjir a.m.k., telja að bæjarfélagið eða ein- hver félagasamtök heíðu unnið gott verk, hefðu þau tekið að sér að sameina kaupmenn um að skreyta götuna og jafnvel hafa þar uppi einhverjar uppákomur, t.d. jólasveina. Finnst sum- um að það sé lítill jólasvipur á þessari verslunargötu Suð- urnesja, nú á jólaföstunni. En margir þeirra segjast vera til í skreytingar, ef einhver fáist til að sjá um það fyrir þá, þ.e. safna mönnum og efni saman. Úr því sem komið er, er lítið annað hægt að gera en að hlægja að þessu. Jólin komin Þrátt fyrir að veðurguðirn- ir séu ekki alltaf hliðhollir, trekkir gjafa-jólatré Keflvík- inga alltaf jafn mikið að. Enda er það merki um að jól- in séu á næstu grösum. Sæk- ir ungviðið hart að jólasvein- um, sem áttu frekar erfítt með að fikra sig í gegnum fólksmergðina. Vonandi fá- um við að eiga þessa ánægju- stund sem fastan lið sem lengst, enda veitir ekki af, nú á þessum stresstímum, rétt fyrir jólin. SKÍÐI Á ALLA FJÖLSKYLDUNA SKAUTAR hvítir og svartir ATOMIC skíði • SALOMON bindingar og skór SKÍÐAPAKKAR - VERÐ: BARNAPAKKI Atomic Pro skíði 70-110 cm. Salomon 127 binding- ar. SX 11 Mini skór. Barna- stafir. (12.210.-) VERÐ KR. 10.990.- FULLORÐINSPAKKI Atomic Exclusive skiöi. Salomon 447 bindingar. Salomon SX 41 skór. Full- orðinsstafir. (19.320.-) VERÐ KR. 17.990.- SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 - Keflavik Simi 14922 UNGLINGAPAKKI Atomic Drive ARX skiði. Salomon 137 bindingar. SX 11 JR skór. Fullorðins- stafir. (15.370.-) VERÐ KR. 13.990,- Betri FULLORÐINSPAKKI Atomic 3 D, Kevalr Sport skíði. Salomon 547 binding- ar. Salomon SX 41 skór. Fullorðinsstafir. (24.020.-) VERÐ KR. 21.990.- Skíðafatnaður frá NINO CERUTTI, KAPPA, LUTA, DON CANO OG GOLDEN CUP. Lúffur, hanskar, ennisbönd, húfur og margt fleira. Dýnan hefur nuddandi og örvandi áhrif á líkamann á meðan þú sefur. Aðeíns kr. 6.600.- jólagjafir m BAY JACOBSEN r BJ HEILSUDYNA sem leggst ofan á aðra dýnu Þægilegar BJ sjúkrakoddi Spegla- klukkur WASSILI-stóii króm - svartur eða hvítur 10.800.- Speglasúlur TJARNARGÖTU 2 - SÍMI 13377 buxnapressa kr. 6.500.- Úrval jólagjafa Aðeins kr. 2.800.- frá 1.800.- Rafmagns

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.