Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 15
viKun juÍUt Bæjarstjórn Keílavíkur: Ekki verði fækkað I lögreglunni í upphafi bæjarstjórnar- fundar í Keffavík í síðustu viku lagði Guðfinnur Sigurvinsson fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð, undirritaða af öll- um viðstöddum bæjarfulltrú- um eða varabæjarfulltrúum: „Bæjarstjórn Keflavíkur ósk- ar hér með eftir því við hæstvirt- an dómsmálaráðherra og hæst- virtan fjármálaráðherra, að ekki verði fækkað mönnum í lögreglu Keflavíkur frá því sem nú er. Greinargerð: Þeir fjórir Iög- reglumenn sem meiningi er að verði látnir hætta um áramótin hafa starfað við löggæslu hér í tvö og hálft ár, án þess að vera fastráðnir. Brottför þeirra af þessum vettvangi væri mikill skaði fyrir löggæsluna og al- menning á Suðurnesjum. Ekki veitir af núverandi mannafla við löggæslu og önnur aðstoð- ar- og hjálparstörf. Má í því sambandi benda á að til við- bótar störfum í byggðalögun- um hér syðra þarf lögreglan í Keflavík að sinna því sem ger- ist á Reykjanesbrautinni, en þar eru slys og óhöpp allt of tíð. Með tilliti til þessa sam- þykkir bæjarstjórn Keflavík- ur ofangreinda tillögu. Keflavík, 6. desember 1988. Guðfinnur Sigurvinsson, Anna Margrét Guðmundsd., Jón Olafur Jónsson, Hannes Einarsson, Vilhjálmur Ketilsson, Magnús Haraldsson, Hjördís Arnadóttir, Garðar Oddgeirsson, Stella Björk Baldvinsdóttir.“ Var tillaga þessi samþykkt með atkvæðum allra bæjarfull- trúanna. Myndlist á Sjúkrahúsinu Myndir eftir Soffiu Þor- kelsdóttur prýða veggi Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs yfir jólahátíðina. Soffia er Keflvíkingum að góðu kunn. Hún hefur verið virkur meðlimur „Baðstof- unnar“ um árabil undir handleiðslu Eiríks Smith. Soffia hefur tekið þátt í möjgum samsýningum. Á sjúkrahúsinu sýnir Soff- ía fjögur olíumálverk og sex vatnslitamyndir, sjúklingum og gestum til augnayndis. En, sjón er sögu ríkari. JÓLABLAÐ 1988 Ljósm.: hbb. Húsabygging hí. í Garði: Sjálfsíkveikja innandyra Er starfsmenn Húsabygg- ingar hf. í Garði, mættu til vinnu á áttunda tímanum síð- asta föstudagsmorgun urðu þeir varir við mikinn reyk í húsinu og kölluðu þegar til slökkvilið BS. Tókst slökkvi- liðinu að ráða niðurlögum eldsins á skammri stundu. Að sögn Jóhannesar Sig- urðssonar, aðstoðarslökkvi- liðsstjóra, var eldurinn í rusla- gámi innan dyra og taldi hann að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Þó nokkurt tjón mun hafa orðið á verkstæðinu af völdum sóts og reyks. HARPA gefur lífinu lit! MALNINGARSALA OLA BOLAFÓTUR 3. NJARÐVÍK. SÍMI 12471. Fengum nokkur Scandilook vatnsrúm til viðbótar, með hitara og öryggisdúk á frábæru verði Aðeins kr. 38.800.- Eigum einnig vatnsrúm í 90 cm og 120 cm á mjög góðu verði. Ath. 3ja ára ábyrgð á dýnu. SCANDILOOK -ef þú vilt góðan svefn!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.