Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 18
JÓLABLAÐ1988
ViKurt
Ungir Keflvíkingar
í framhaldsnámi erlendis:
„Eitt
ævin-
týri
útí
gegn“
Við vorum lentir í Stuttgart.
Skelltum okkur í eina af þessum
fáránlegu dagsferðum. „Flug-
leiðir þakka samfylgdina og
óska ykkur góðrar dvalar í
Stuttgart“ hljómaði í flugfreyj-
unni sem þakkaði sínum sæla að
vera komin á áfangastað með
130 Islendinga á leið í Boss-
fataverksmiðjuna og á leik með
Asgeiri Sigurvinssyni. Landinn
var samur við sig á leiðinni,
kláraði bjórforðann í vélinni og
var til í slaginn. Flugstöðin í
þessari stóru borg, sem hýsir
um milljón manns, er þó aðeins
eins og eitt klósett í Leifsstöð.
Ja, hérna, hugsaði ég, það er
ýmist of eða van. Við sýndum
vegabréfin og brostum framan í
þýsku tollverðina, sem sinntu
starfi sínu af alvörugefni.
Auglýsing
um tillögu að breyttu
miðbæjarskipulagi í Keflavík
Samkvæmt 17. grein skipulagslaga
nr. 19/ 1964 er lýst eftirathugasemd-
um við tillögu að breyttu miðbæjar-
skipulagi í Keflavík.
Skipulagssvæðið afmarkast að sunn-
anverðu af Tjarnargötu, að vestan af
Kirkjuvegi. Að norðan af Norð-
fjörðsgötu og að austanverðu af sjón-
um.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu
byggingafulltrúa, Hafnargötu 32,
Keflavík, frá 10. nóvember 1988 til
22. des. Athugasemdum við tillög-
una skal skila til byggingafulltrúa
Keflavíkur eigi síðar en 7. janúar
1989, og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir inn-
an tilskilins frests, teljast samþykkir
tillögunni.
Keflavík 19. október 1988
Bæjarstjórinn í Keflavík
Skipulagsstjóri Ríkisins.
Fl 941 KEFLAVIK
DF 2048 MUENCHEN^
Ltt 201 FRANKFURT~
SJ 2594 LAS PALMAS
;J 205 FRANKFURT
MD0N
HAMBURG
833 M-Y0RK-ZURICH
Halla og Hrannar í flugstöðinni í Stuttgart, benda á „hóm svít hóm“.
Frammi fyrir biðu tvö keflvísk
pör, annars vegar Halla Bene-
diktsdóttir og Hrannar Hólm
og hins vegar Guðbjörg Jóns-
dóttir og Omar Ellertsson. Allt
keflvískir nemar í Stuttgart.
Þau síðarnefndu voru að taka á
móti mömmum sínum sem
nýttu sér dagsferðina til að
heimsækja „börnin“ sín. Við
ætluðum hins vegar að eyða
deginum með Hrannari og
Höllu. Hrannar fylgdi okkur
fyrst í Boss-verksmiðjuna, sem
var eins og flóamarkaður, full
af æstum Þjóðverjum í fata-
kaupum. „Þeir keyra jafnvel í
marga klukkutíma til að koma í
verksmiðjuna og versla,“ sagði
Hrannar, aðspurður um þennan
mikla áhuga þeirra fjölda Þjóð-
verja, að versla í þessari þekktu
fataverksmiðju. „Við erum á
versta tíma. Heimamenn eru í
fríi á laugardögum og nota tím-
ann til að versla.“ Eftir árang-
urslitla heimsókn í verksmiðj-
una var haldið til heimavallar
Stuttgartliðsins. Það tók sinn
tíma en þegar við komum á
áfangastað hittum við Höllu og
Astu, eiginkonu Asgeirs, og
slógumst í för með þeim. Aður
en við fórum inn á leikvanginn
notuðum við tækifærið og feng-
um okkur þýska pulsu, með
brauði og sinnepi, skoluðu nið-
ur með úrvalsbjór. En það voru
„Hamborgarar" sem öttu
kappi við Asgeir og félaga inn á
knattspyrnuvellinum. Asgeir
hitaði upp en meiðsli hrjáðu
hann, þannig að Eyjapeyinn
endaði á bekknum. Hvílík von-
brigði hjá okkur 130 íslending-
um. Leýkmenn Stuttgart bættu
okkur Ásgeirsmissinn upp og
unnu sigur í frábærum leik.
Við ákváðum að fara á veit-
ingahús að loknum leik. „Eg
veit um góðan stað,“ sagði
Halla. „Get ég ekki tekið viðtal
við ykkur þar?“ spurði ég. „Við
okkur?“ sagði Hrannar hissa.
„Já, ykkur“ svaraði ég. „Fólk-
ið heima vill fá að vita hvernig
það er að vera í öðrum löndum
að læra, þar sem hvorki er slát-
ur eða hangikjöt. Eftir stuttar
samræður um leikinn snérum
við dæminu við og ég spurði þau
út í veruna í Þýskalandi.
Mikill háskólabær
Hrannar og Halla komu til
Tíibingen haustið 1986. Þetta
er mikill háskólabær og stend-
ur skammt fyrir utan stór-
borgina Stuttgart, þar sem ís-
lenska knattspyrnuhetjan, As-
geir Sigurvinsson, býr og leik-
ur með knattspyrnuliði borg-
arinnar. í Tiibingen setja stú-
dentarnir mikinn ,,svip“ á bæ-
inn, enda eru þeir þriðjungur
hans, um 25 þúsund. „Það
snýst nánast allt um háskól-
ann og það sem tengist hon-
um, enda starfa mörg hundruð
manns við hann. Það er mikið
af fólki í þjónustustörfum sem
tengjast skólanum og auðvitað
öllu námsfólkinu sem býr í
stúdentaíbúðunum í bænum,“
segja þau HrannarogHallaog
skoða matseðilinn vandlega.
Unga parið úr Keflavík var
með heppnina með sér þegar
þau komu fyrst til bæjarins til
að hefjasittnám, haustið 1986.
„Við gerðum okkur enga grein
fyrir því að það væri erfitt aðfá
íbúð hérna. Við fórum á leigu-
miðlun sem benti okkur á íbúð
sem við skoðuðum strax. Nú,
við fengum íbúðina og fannst
ekkert sjálfsagðara en fengum
að vita eftirá að við vorum
fjórtánda parið sem skoðaði
þessa einu íbúð, sem er 2ja her-
bergja í sexbýli, en það er mjög
erfití að fá íbúð hérna í bæn-
um. Hvað réði því að við feng-
um hana vitum við ekki. Við
hljótum að hafa verið ábyggi-
leg á svipinn, sem við auðvitað
erum. Leigan kostar 15 þús.
krónur á mánuði sem er sann-
gjarnt.“
Ævintýri
Þegar þau Halla og Hrann-
ar voru búin að koma sér fyrir
þurftu þau að fara í inntöku-
próf í þýsku, sem er skilyrði til
að vera tekin inn í skólann.
Hrannar var vel undirbúinn
undir prófið eftir sitt fyrra
nám en Halla hafði ekki sömu
sögu að segja, þannig að hann
náði prófinu en hún ekki.
Halla þurfti því að fara í einn-
ar annar nám í þýsku, sem hún
og gerði og hóf síðan nám sitt í
sálfræði strax eftir áramót.
Hrannar fór í íþróttafræði og
einnig líffræði.
En hvernig tilfinning er það
að fara að heiman, burt frá öll-
um vinum og ættingjum til að
hefja nám í fjarlægu landi?
„Þegar út er komið gerir
maður sér óljósa grein fyrir því
hvað maður er aðfara út 1. Mér
finnst þetta bara eitt ævintýri
út í gegn. Vissulega var byrj-
unin erfið. Við komum hingað
tvö, þekktum engan, erfiðleik-
ar í tungumáli, þó það sé fljótt
að koma, og erum í tímum
með 200 öðrum krökkum. Og
svo áttum við ekki þvottavél,"
segir Hrannar. Þvottavél? spyr
ég undrandi. „Við vorum að
sjálfsögðu líka bíllaus,“ bætir
Halla við, „og því þurftum við
að ganga með þvottinn til vina
okkar, í minnst hálftíma, þar
sem við fengum að þvo, oft í
frosti og miklum kulda. En
svo kom að því að við keyptum
okkur bæði þvottavél og bíl,
þannig að þetta ,,ástand“ var-
aði aðeins fyrsta veturinn.
Annars sættir maður sig ótrú-
lega vel við þetta og finnst
þetta ekki stórt vandamál á
meðan þetta stendur yfir. Það
er ekki fyrr en maður hugsar til
baka að það fer hrollur um
mann.
„Eg man að einu sinni
hringdum við heim úr síma-
klefa í 25 stiga frosti. Við
skulfum úr kulda, sjálfir Frón-
búarnir. Svo þegar við vorum
að kvarta yfir kuldanum við
skólafélaga okkar spurðu þeir
hissa: Hva? Eruð þið ekki ís-
lendingar?“
Halla og Hrannar hlógu
bæði. Fannst sennilega spurn-
ing skólafélaga sinna jafn fár-
ánleg og þeim fannst spurning
þeirra um þennan kulda. „Það
hefur ekki komið ein mínúta
frá því við komum sem maður
hefur getað sagt að þetta væri
erfitt og leiðinlegt," segir
Hrannar og verður litið til
Höllu. Hún tekur undir orð
hans og segist svo sakna mest
að fá ekki íslenskan lakkrís.
Þjónninn kemur í þann mund
með steikurnar, sem verður til
þess að Hrannar minnist á ís-
lenska matinn: „Eg sakna ís-
lenska lambakjötsins, sunnu-
dagshryggjarins hennar
mömmu. Stundum langar
okkur líka í fisk, auðvitað frá
íslandi. Við höfum oft keypt
Tiann hér í nokkrum búðum,
^em.nú eru hættar að selj’ann
-vegna hvalveiðideilunnar.”
Halla segir að matarúrvalið sé
þó mikið í Þýskalandi. „Græn-
metið er gott hérna og líka
brauðið.“
Sumrin góð
Okkur verður tíðrætt um
veðrið en þennan dag var frek-