Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Síða 19

Víkurfréttir - 15.12.1988, Síða 19
\)iKur< juiUt Með Astu, konu Asgeirs Sigurvinssonar, utan við Neckar-leikvang- inn, heimavöll Stuttgart. ar kalt í Stuttgart á meðan það var vetrarblíða heima á ís- landi. „Það er mikill munur á veðri hérna á sumri og vetri. Sumarið er langt og gott. Þáer maður mikið úti, spilar tennis á stuttbuxum og golf og grill- ar úti. Það er æðislegt. A vet- urna erum við meira inni við. Frostið verður oft mikið en aldrei hreyfist hér vindur. Stundum sakna ég þess, þó skrítið sé,“ segir Hrannar. Ekki rauður dregill í Stuttgart er starfandi ís- lendingafélag og þannig halda Islendingarnir hópinn. Hrannar er einnig í bridshóp ásamt Ásgeiri Sigurvins og fleirum, sem hittist minnst einu sinni í viku og tekur í kortin. „Það er mjög skemmti- legt. Við höldum einnig þorra- blót og fáum íslenska hljóm- sveit eða flytjendur til að leika fyrir dansi.“ Þrír árekstrar og tvö innbrot „Það er mikill kostur að vera svona miðsvæðis hérna í Þýskalandi, þannig að það er stutt að fara til annarra landa á bíl. Við höfum notfært okkur þetta og farið víða, m.a. til Italíu og frönsku Rivíerunnar. Tökum með okkur tjald og jaannig kostar þetta ekki mik- ið. Við höfum tvisvar farið til Parísar og í annað skiptið var ekið þrisvar á okkur og það sama daginn! Það endaði auð- vitað með því að bíllinn stór- skemmdist og við stórtöpuð- um á því. Sökudólgarnir voru ekkert að hafa fyrir því að stoppa, héldu bara beint áfram. Þetta gerðist á hring- torginu í París, í þeirri mestu hringavitleysu sem við höfum lent í. Þar eru ökumenn ekki að hafa áhyggjur af smá pústr- um, en þetta var nú örlítið meira“, segir Hrannar og hlær við. Hann bætir því við að tvisvar hafi verið brotist inn í þá tvo bíla sem þau hafa átt og útvarpstækinu verið stolið. „I annað skiptið gleymdist að læsa bílnum, þegar við fórum heim til Islands í frí, þannigað þjófarnir þurftu ekki einu sinni að hafa fyrir því að brjót- ast inn í bílinn. Hitt skiptið var faglegt innbrot og ,,vel“ að verki staðið“, segir Hrannar. Þegar þau eru spurð hvað þau ætli að vera lengi í námi horfa þau hvort á annað og brosa. „Þetta er spurning um hversu langt við förum. Alla- vega 7 vetur. Við erum bara rétt aðbyrja.“ Égspyrþausíð- an hvort það verði ekki mikil hátíð þegar náminu lýkur og góð störf bíði þeirra heima? „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það bíður okkar ekki rauður dregill við heim- komuna en óneitanlega eru möguleikarnir meiri með svona nám að baki. Til þess er leikurinn gerður. íþróttir skipa háan sess heima, þannig að ég kvíði engu. Þó þetta sé ekki leikur einn á meðan á þessu stendur ráðlegg ég öllum að hika ekki við að fara í lengra nám, ef fólk langar til þess og hefur áhuga. Þetta er ekki að- eins venjulegur háskóli sem maður stundar, heldur og skóli lífsins, þegar maður er fjarri öllu nátengdu, bæði landi og ættingjum,“ segir Hrannar. Verðandi sálfræð- ingur horfir aðdáunaraugum á manninn sinn, íþróttafræðing- inn verðandi, og kinkar kolli til samþykkis. Við félagarnir héldum út á flugvöll. Dagsferðin var að enda komin. Við kvöddum unga parið úr Keflavík og lof- uðum að skila kveðju heim. I W PALm "%KFUjÉ „Frá Þýskalandi er sturr til annarra Evrópulanda og höfum við óspart notað okkur það“. FI 941 KEFLAVIK DF 2048 IjUENCHEN LH 2ÖTÍBSKFljRT _ 22-30 '4^6.20 1p;20 30 JÓLABLAÐ1988 Ver^Iunarfólk Kaupmenn - Stofnanir Vinnuhópar Við sjáum um jólaglöggið fyrir ykkur. Snittur - Roastbeefplattar - Fiskiplattar Grænmetisplattar og allskonar góðar huginyndir til að seðja hungrið í önnum jólaundirbúningsins. Öll veisluþjónusta Hagstæð verð en pantið tneð fyrirvara. Sendum á staðinn. MEISLUÞJONUSTAN Iðavöllum - Keflavík ,sími 14797j Verslum heima! futtfo Sími 11777 JOLAHLAÐBORÐ í hádeginu alla virka daga til jóla. Michael Kiely leikur í efri sal laugardag kl. 23-03. Frítt inn. MEÐAL RÉTTA: Svínarif barbeque Súrsæt flesksteik Danskt buff m/lauk Pönnusteikt síld Hangikjöt og ýmsir fiskréttir o.fl. á aðeins 750 kr. Súpa og salatbar fylgja.... P.S. Jólaglögg og piparkökur fyrir fyrir- tæki og starfsmannahópa.... Sendum við skiptavinum okkar og öðrum Suður- nesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól. mWTlBH

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.