Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 20

Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 20
JÓLABLAÐ 1988 mun jUUU Fjölmenni á tombólu hjá Myllubakkaskóla í Keflavík Hin árlega tombóla nem- enda Myllubakkaskóla í Keflavík var haldin um miðjan síðasta mánuð. Að venju var aðsókn mjög góð og náði röðin út fyrir skólalóðina á tímabili. Vilhjálmur Ketilsson skóla- stjóri taldi að aðsókn nú hefði verið mun betri en oft áður og því þurfti sem fyrr að hleypa viðskiptavinum inn í hópum. Voru það nemendur 4. og 5.| bekkjar sem stóðu að tombólu þessari og vörðu þeir ágóðan- um nú til uppbyggingar á skólalóðinni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum erekk- ert ofsagt um aðsóknina. y | Nemendur 4. og 5. bekkjar sem stóðu að tombólunni. Vegna mikils fjölda varð nú að mynda þau utandyra. j'-.'Vs * r J OLATRESS ALA KIWANISKLÚBBSINS KEILIS er hafin. Sölustaður er áhaldahús Keflavíkurbæjar við Vesturbraut. OPIÐ: Fimmtud. 15.12. kl. 17-20 Föstudag 16.12. kl. 17-22 Laugard. 17. og sunnud. 18. des. kl. 14-22 Mánud. 19. til fimmtud. 22. des. kl. 17-22 Þorláksmessu kl. 14-22 Aðfangadag kl. 10-12 Jólatré - greni - krossar Borðskraut - jólatrésfætur Kiwanisklúbburinn Keilir Gleðileg jól Jólin nálgast. Þá hugsum við gamla fólkið tii jólanna, þegar við vorum ung. Nú vildi ég senda jólakveðju til þeirra mörgu sem gleðja mig. T.d. Lionsfélaga i Njarðvík sem hafa sótt mig annan hvern fimmtudag í vetur á spilakvöld og bænastund í kirkjunni á eft- ir. Eins kvenfélagskvenna í Keflavík og Njarðvík sem gleðja mig og ótal mörgum sem ég ekki get talið. Einnig kveðju til Styrktarfélags- kvenna í Keflavík. Þið sem mína götu greiðið og gleðja marga aftanstund. Eg óska þess að ykkur leiði alheimsfaðir hverja stund. JJ Þakkir til lögreglu- og sjúkra- flutningamanna Ég undirrituð þakka lög- reglu og sjúkraliðsmönnum þá miklu hjálp, að keyra mig í þjálfun, mikið slasaða, þeg- ar ég komst ekki í venjulegan bíl. Guð launi ykkur fyrir. Gleðileg jól. Virðingarfyllst, Olga Elíasdóttir, Suðurgötu 12, Keflavík. Byggðasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.