Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 21
WH3&«Í± JÓLABLAÐ 1988 molar - grín - gagnrýni - vangaveltur Umsjón: Emil Páll Skuldabrennur? Keílavíkurbær hefur nú ákveðið að standa bæði að áramótabrennu svo og ann- arri á Þrettándanum, með tilheyrandi blysför. Hvað brennt verður á þessum brennum hefur ekki enn frést um en gárungarnir telja þó vist að það eina sem Kefla- víkurbær eigi meira en nóg af séu skuldir og því hljóta brennur þessar að verða skuldabrennur! Hvað með ábyrgð oddamannsins? Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur var bók- uð harðorð bókun bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um málefni HK. Þar var m.a. bent á ábyrgð stjórnar HK og þá ekki síður bæjarstjór- ans í Keflavík sem eftirlits- manns eigna bæjarfélagsins. Vilhjálmur Ketilsson, fyrr- verandi bæjarstjóri, gat ekki orða bundist og spurði á móti hvað væri með ábyrgð oddamanns sjálfstæðis- manna í Keflavík og bæjar- fulltrúann Ingólf Falsson? En eins og flestir vita er hann bæði í stjórn HK og fram- kvæmdastjóri þess fyrirtæk- is; Suðurnesjamenn! Gleymum Kringlunni. Verslum á heimaslóðum mur< Menningarsjóðurinn dottinn upp fyrir Hannes Einarsson, bæjar- fulltrúi og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja, upp- lýsti á síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur að hug- myndir Hitaveitunnar um sérstakan menningarsjóð væru nú dottnar upp fyrir. Ástæðuna sagði hann vera þá að í slíkum málum yrði að vera algjör samstaða, því í raun hefðu sveitarfélögin neitunarvald. Þar sem Mið- neshreppur og Vatnsleysu- strandarhreppur hefðu verið mótfallnir þessu, væri þetta úr sögunni. Sóun á fjármunum í umræðum um hækkun útsvarsprósentu á síðasta fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur ræddi Guðfinnur Sig- urvinsson um kostnað því samfara að vera með sjö bæj- ar- og sveitarstjórnir á Suð- urnesjum. Taldi hann þetta vera hina mestu sóun á fjár- munum borgaranna. Óheyrilega hár skrifstofukostnaður Brunavarnir Suðurnesja kvarta nú sáran yfir óheyri- lega háum skrifstofukostn- aði hjá SSS en fyrir þá þjón- ustu að hafa bókhaldið hjá sambandinu eru greiddar litlar 1200 þúsund. Er þetta fyrsta árið sem SSS sér um þetta mál en það var áður í höndum Keflavíkurbæjar og þó greiðslan í fyrra hafi verið undir hálfri milljón kvört- uðu aðildarsveitarfélög BS yfír háum kostnaði. Lokuðu á kost eigin fyrirtækis Sá sérstæði atburður átti sér stað í síðustu viku að Kaupfélag Suðumesja neit- aði afgreiðslu á kosti um boið í HK togarann Bergvík vegna skulda fyrirtækisins við þetta eignarfyrirtæki sitt. Svo togarinn kæmist út var staðgreiddur kostur hjá Nonna og Bubba. Því spyrja menn nú hvað sé eftir hjá HK, fyrst eigandi þess, kaupfélagið, þorir ekki leng- ur að framlengja viðskiptin? Tjarnarsel: Jólaball á sunnudag Á næstu vikum verða jóla- böllin ómissandi þáttur í lífí bamanna. Hið fyrsta sem við vitum af verður nú á sunnu- dag fyrir krakka áTjamarseli í Keflavík. Er það foreldrafélagið sem stendur að hátíð þessari sem verður nú haldin í íþróttahúsi Myllubakkaskóla og stendur yfirfrákl. 14til ló.Erverði að- göngumiðans stillt í hóf og kostar því aðeins 250 kr. fyrir bamið. JOLAGJAFIR I DROPANUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.