Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 22
JÓLABLAÐ 1988 \)imn 4iOU* TILKYNNING Keflavík - Grindavík Njarðvík - Gullbringusýsla Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síðaren 16. desember 1988. Að öðrum kosti verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjáyfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keílavík og hjá aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Grinda- vík. Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. t Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og útför móður okkar, systur og ömmu, SIGRÍÐAR SÆMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 128, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Anna Guðmannsdóttir, Ingvar Pálsson, Nína Guðmannsdóttir, Arnar Jóhannsson, Jana Guðmannsdóttir, Magnús Magnússon, Einar Sæmundsson og barnabörn. Geir í undirdjúpunum. Þessa Ijósmynd tók Hilmar Uragi af Geir Sverrissyni þegar hann var á æfingu í sundlauginni í Njarðvík nýverið. Geir æfir yfirleitt á Keflavíkurflugvelli, þar sem laugin í Njarðvík er ekki nógu löng. „Dellurnar að heltaka mig“ - segir Olympíufarinn og sundkappinn Geir Sverrisson, sem á mörg áhugamál Póstur & Sími Keflavík Afgreiðslutími fyrir jól OPNUNARTÍMI FYRIR HÁTÍÐAR: Föstudaginn 16. des. frá kl. 8.30 til 20.00. Laugardaginn 17. des. frá kl. 9.00 til 16.00. Laugardaginn 24. des, aðfangadag frá kl. 9.00 til 12.00. Aðra virka daga frá kl. 8.30 til 16.30. / , STÖÐVARSTJÓRI Það er óhætt að segja að hann hafi orðið frægur á einni nóttu, Geir Sverrisson. Um leið og hann sté á verðlaunapall í Seoul til þess að taka á móti verðlaunum fyrir 100 metra bringusund á Olympíu- leikum fatlaðra íþróttamanna, beindust augu Suðurnesjamanna að þessum afreksmanni okkar, sem var lítið þekktur á meðal okkar fyrir leikana. Víkurfréttir heimsóttu Geir og forvitnuðust örlítið um það sem stráksi er að fást við þessa dagana. Við vissum það að hann á fleiri áhugamál en sundíþróttina. Geir Sverrisson er 17 ára gamall Keflvíkingur, fæddur 30. mars 1971. Geir er fatlaður frá fæðingu en á hann vantar hægri hendina rétt fyrir neðan olnboga. Hann setur það ekki fyrir sig og hefur ljósmyndun sem áhugamál, þar sem tvær hendur eru æskilegar. Geir hefur einnig mikinn áhuga á tölvum og er að nema tölvu- og viðskiptafræði við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. En byrjum á sundíþróttinni. Fyrsta spurning blaðamanns var, hvenær áhugi fyrir sundi hafi fyrst vaknað? „Ég hef alltaf verið mikið í sundi, bæði skólasundi og leik- sundi. Ég byrjaði síðan óvart að æfa sund reglulega fyrir tveimur árum síðan. Þannig var að það var haldið landsmót fyrir fatlaða hér í Keflavík í byrjun síðasta árs og það hafði enginn frá Sjálfsbjörgá Suður- nesjum skráð sig til þátttöku. Stjórninni fannst þetta alveg ófært að það gæti enginn keppt, þannig að það var kom- ið til mín og ég spurður hvort ég gæti ekki keppt í einhverri íþróttagrein. Mér hefur alltaf gengið vel í sundi og sló því til og synti fyrir hönd félagsins á þessu móti.“ -Hvenær fékkst þú að vita að þú ættir möguleika á því að komast á Olympiuleika fatl- aðra? „Ég byrjaði að æfa sund reglulega í apríl 1987 en þaðer ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem ég fæ að vita að ég eigi möguleika á Olympíusæti." -Settir þú alltaf stefnuna á þessa leika frá upphafi? „Fyrst þegar ég byrjaði að synda, þá hafði ég ekki hug- mynd um að þessir leikar væru til, þannig að markmiðið var ekki sett á þá.“ -Var mikill æfingatími fyrir leikana og urðu önnur áhuga- mál að leggjast á hilluna á meðan? „Ég stundaði mikið skíði en hef lítið getað gert af því á þessu ári vegna undirbúnings fyrir leikana. Þetta voru tvær æfingar á dag og gat orðið allt að 20 tímar á viku, sem fóru í æfingar, en þá eru einnigþrek- æfingar inni í þessum tíma.“ -Hvernig var að keppa á Ol- ympíuleikum? Varst þú tauga- trekktur?

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.