Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 26
viKun JÓLABLAÐ1988 A Strikinu í Kaupmannahöfn. Danmerkurferð 8. bekkjar Gerðaskóla: „Sýndum lopa- peysur og gömlu dansana“ Við vorum önnum kafin í bókunum cr Eiríkur skólastjóri kom inn og spurði frekar hvers- dagslega, hvort við hefðum nokkurn áhuga á að sækja um dvöl í skólaíþróttabúðum í Dan- mörku. Við höfðum verið í frek- ar fúlu skapi þennan dag en nú lifnaði yfir okkur og við svöruð- um játandi með miklum áhuga. Eiríkur sagðist þá ætla að sækja um en hann gæti þó engu lofað, það væri ekkert víst að við fengjum jákvætt svar. íslend- ingar fengju að senda einn bekk og síðan ætti að koma einn bekkur frá hverju hinna Norð- urlandanna. Nokkrum vikum seinna kom í ljós að aðeins tveir ís- lenskir skólar hefðu sótt um og að hinn skólinn, sem var í Kópavogi, hefði farið árið áð- ur. Við vorum því næst og fögnuðurinn var mikill. Undirbúningurinn varð að hefjast strax vegna þess að það var ekki mikill tími eftir af skólaárinu og við áttum að mæta til Nyborg 11. septemb- er, eða rétt eftir að skólinn byrjaði að nýju eftir sumarfrí- ið., Ymis félög og félagasamtök styrktu nýstofnaðan ferðasjóð og auk þess var haldin vorhá- tíð, sem gaf drjúgan pening. Margrét Jóhannsdóttir hjálp- aði okkur við að koma af stað kaffi- og vöfflusölu á meðan aðrir skoðuðu sýningu, köst- uðu kúlu eða pílum eða flugu flugdrekum. Eins var bóka- sala og prjónaáheit, þar sem lengsti trefill landsins var prjónaður. Og auðvitað söfn- uðum við fyrir ferðinni og | juttu vasapeningum í fiskvinnslu, hver fyrir sig, allt sumarið. Að morgni 10. september lögðum við af stað og flugum til Kaupmannahafnar og lent- um þar í sól og blíðu. Við tók- um leigubí! að Amager far- fuglaheimilinu, sem kom al- gerlega á óvart. Við bjuggumst við eldgömlum húskofa og lélegu umhverfi, en við okkur blasti stór og falleg bygging með miklum og stórum garði og fallegum trjágróðri. Þegar við höfðum komið okkur fyrir drifum við okkur niður á göngugötuna frægu, Strikið, þar sem fararstjórarn- ir, María íþróttakennari og Ei- ríkur skólastjóri, kynntu það sem fyrir augu bar. Þar voru tónlistarmenn að spila út um allt og sirkuslistamaður með sýningu. Um kvöldið fórum við að sjálfsögðu í Tívolí, það stærsta sem ég hef nokkurn tíma séð. Þetta var síðasta Tí- volíhelgi sumarsins og því margt um manninn. Þarna fengum við tíma frá kl. 18-24 og hefðum við þurft alla helg- ina til að geta farið í öll tækin. Ogleymanlegt kvöld í Tívolí. Daginn eftir fórum við í járnbrautarlest til Korsör og þaðan tókum við ferju til Ny- borgar á Fjóni. Skammt frá brautarstöðinni var svo íþróttamiðstöðin sem við átt- um að dveljast á. Húsakynnin voru mjög góð. Fjórir saman í herbergi, hver með læstan skáp og sturta í hverju her- bergi. Stór samkomusalur og matsalur. Sundlaug og flott íþróttahús hinum megin við götuna og rosalegt fótbolta- svæði til ýmissa leikja. Margir grasvellir saman. Sendum Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. UTVEGSBANKI ÍSLANDS HF. Hafnargötu 60 - Keflavík - Sími 11199

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.