Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 29
\>iKun
(uiUt
Flest eþíópísk heimili hafa
a.m.k. eina þjónustustúlku og
erum við þar engin undan-
tekning. Því þar sem ekki eru
þvottavélar, ryksugur, sjálf-
virkar kaffikönnur og fljóteld-
aður matur er erfitt að komast
af án aðstoðar. Einnig fer raf-
magn og vatn af í tíma og
ótíma, svo sýna þarf mikla út-
sjónarsemi við heimilishaldið.
Mataræði okkar saman-
stendur aðallega af injera,
spaghettí og súpum. Injera er
réttur sem á flestum heimilum
er borðaður þrisvar sinnum á
dag. Hann samanstendur af
þunnu, sýrðu brauði og kássu
sem ýmist inniheldur kjúkl-
ingakjöt (til hátíðarbrigða),
kinda- eða beljukjöt, baunir
eða grænmeti. Fjölbreytni í
mataræði er því ekki mikil en
ekki er hægt að segja annað en
að mataræði hér sé heilsusam-
legt, því nær ekkert framboð er
af sælgæti.
Verslunarferðir í Eþíópíu
eru heilmikið ævintýri. A laug-
ardögum eru haldnir útimark-
aðir í allri Eþíópíu. Á markað-
inum er hægt að kaupa allt
milli himins og jarðar, allt frá
baunum og korni upp í asna
og kindur. Ég mun aldrei
gleyma innkaupaleiðangri sem
við fórum í ásamt nokkrum
vinnufélögum okkar. Ekið var
til Adet, lítils bæjar í ca. 45 km
fjarlægð frá Bahír Dar. En
þegar halda átti heimleiðis
kom í ljós að einn hafði keypt
rollu, annar 5 hænsni, sá þriðji
100 kg af korni og sá fjórði
sama magn af korni. Einnig
bættist í hópinn einn farþegi,
svo heimferðin varð bæði há-
vaðasöm og óþægileg vegna
þrengsla. En ekki er hægt að
segja annað en að verslunar-
ferðir hér séu öllu líflegri en
t.d. hálftíma heimsókn í Hag-
kaup eða Samkaup.
Yfir 100 mál eru töluð í
Eþíópíu en opinbert mál er
Amharíska (ca. 40% lands-
manna tala það mál). Amhar-
ískan er heilmikið torf því staf-
rófið samanstendur af illskilj-
anlegum táknum. I málinu eru
33 samhljóðar með 7 mismun-
andi hljóðafbrigðum, svo sam-
tals eru táknin sem læra þarf
231.
Tímatalið hér er einnig ólíkt
því sem við eigum að venjast.
13 mánuðireru íárinuog byrj-
ar nýtt ár 11. sept. að okkar
tímatali („13 months of sun-
shine“ er vinsælasta auglýs-
ingabrellan). Við sólarupprás
er klukkan eitt hér (kl. 7 að
okkar tíma). Sömuleiðis gildir
að við sólarlag er klukkan eitt
' hér.
Lesendur
athugið:
Næsta blað er
miðvikudaginn
21. desember.
í heimsókn hjá vinum á nýársdag. Injera er borðuð með guðsgöfflunum og til siðs er að fólk troði injera hvert upp í annað (gursha). Það er
talið bera vott um gestrisni og er erfitt að komast undan því, engar afsakanir eru teknar gildar nema ef til vill magaóþægindi.
Frístundir mínar fara að
mestu í heimsóknir til vina og
kunningja, blak, boltaleiki eða
tilraunir til að læra amharísku
af þjónustustúlkunni. Einnig
stendur mér til boða vinna á
sjúkrahúsinu ef lítið er að gera
á skrifstofunni. Tími minn hér
fer því síður en svo til spillis og
lífsreynslan sem fylgir því að
kynnast svo ólíkum menning-
arheimi er ómetanleg.
Sigríður Kristín Sverrisdóttir.
Eldbakaðar pizzur
- bestar í bænum
9” 12”
325 425
1. Oregano
2. Skinka, sveppir, ananas
3. Nautahakk, sveppir, pepperoni 580 680
4. Nautahakk, sveppir, paprika 530 630
5. Skinka, sveppir, laukur, rsekjur 595 695
6. „Langbest” pizza með öllu 695 795
7 Hot pizza", nautahakk, sveppir,
paprika, sterkur rauður pipar,
laukur, pepperoni, hvítlauksolia
Ný og hrP^andi pizza, ofsa goð 595 695
Þegar lítill tími
er til matseldar
jólaösinni er
LANGBEST
að koma við hjá
okkur....
FISKRÉTTIRNIR
OKKAR HAFA SLEGIÐ
f GEGN - frá kr. 295.-
Chick King kjúklingabitar
Alltaf í hádeginu:
Heit og góð
rjómalöguð
súpa m/brauði
kr. 185,-
ÓDÝRIB QG GÓÐIR RÉTTIR
ÍS'Str"**
Gratineruð ýsuflök m/rækjum, bearnaise-
sosuogosti kr. 530,-
kraS585na m/hví,lauksbrauði °9 salati
Gratineruð skinkubrauðsneið m/sveppum
ananas, aspas, bearnaise og osti kr 325 -
T~
Gleðileg jól!
LANC ***
---W'
Hatnargötu 62
Simi 14777
SékalfúÍ Meýlaúíkut
Allar nýju jólabækurnar