Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 41

Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 41
mun JÓLABLAÐ 1988 Mannllf í Grindavík Jón Hólmgeirsson Þegar líður að áramótum er gjarnan staldrað við, litið yfir farinn veg og horft til framtíð- ar. Fram til þessa hefur at- vinnulíf Grindvíkinga byggst á veiðurn og vinnslu sjávarafla eins og í öðrum sjávarplássum yið strendur Iandsins. Nær daglega berast slæmar fréttir af stöðu þessarar mikilvægu atvinnugreinar fyrir þjóðfélag- ið. 1 Grindavík hefur vertíðar- afli mjög dregist saman vegna minnkandi fiskgengdar á hrygningarsvæði við Suður- sjröndina þar sem þorskurinn vitjar uppruna síns til þess að viðhalda hringrás náttúrunn- ar._ Á þessu ári hafa þegar verið seldir 4 bátar af stærðum 56 til 74 tonna. Eru þetta bátar sem stundað hafa netaveiðar á vetrarvertiðum en humarveið- ar á sumrin. Uppistaða í vinnslu í frystihúsunum hér yfir sumarmánuðina hefur verið vinnsla á humri, en vinnuaflið fyrst og fremst ver- ið fólk sem stundar skólanám á vetrum. Gæti því verið frem- ur óljóst um atvinnu þessa ald- urshóps ef ekki kemur annað til. Einnig missa allmargir sjó- menn atvinnu sína vegna sölu þessara báta. Á Iiðnu ári hefur þó at- vinnuástand verið gott í Grindavík en síðsumars fór að bera á atvinnuleysi. Síldin er dularfullur fiskur. Hún getur valdið miklum von- brigðum þeim sem við hana fást, en einnig mikilli gleði og hamingju. Hún gladdi Grind- víkinga svo sannarlega á þessu hausti. Hér hefur verið mikið saltað, en svo er fyrir að þakka Rússum, sem kaupa síldina, og góðri tíð fyrir skipin að sigla með aflann til heimahafnar af miðunum á Austfjörðum og við Suðurströndina. Nú er síldarsöltun að Ijúka og má þá búast við einhverju atvinnuleysi fram yfir áramót, eða fram á vetrarvertíð, að því tilskyldu þó að fyrirtæki hér geti hafið eðlilega starfsemi eftir áramót. Fiskeldi er lausnarorð sem mönnum er mjög tamt í munni þegar rætt er um nýjar at- vinnugreinar. Hér hafa risið á síðari árum þrjár fiskeldis- stöðvar í eigu fyrirtækjanna Eldis h.f., Fiskeldis Grinda- víkur og Islandslax h.f., sem er þeirra stærst. Fjórða stöðin er í uppbyggingu af fyrirtækinu Atlantslax h.f. Þótt allar þess- ar stöðvar séu enn á bernsku- skeiði hafa þær skaffað all mikla vinnu og þar með aukið vinnuval í byggðarlaginu. En nú skulum við láta okkur dreyma. Á aðalfundi S.S.S., sem haldinn var í Festi dagana_28. og 29. október s.l. hélt Árni Þorvaldur Jónsson stud. ark. erindi sem hann nefndi ,,Heilsustöð við Svartsengi". Árni er fæddur hér og uppal- inn og því öllum staðháttum kunnugur. Hér er um próf- verkefni að ræða, sem óneitan- lega gefur tóninn um þá mögu- leika sem Svartsengissvæðið hefur upp á að bjóða. Hug- myndir hans verða örugglega til athugunar hjá þeim aðilum sem áhuga og kunnáttu hafa til að nýta sér þá möguleika, sem þar virðast vera fyrir hendi. En lífið er ekki bara saltfisk- ur. Á vegum Ungmennafélags Grindavíkur fer fram þrótt- mikið íþróttastarf af hinum ýmsu deildum innan félagsins. Aðstaða er þegar orðin all- góð hér og má þar til nefna tvo íþróttavelli, malarvöll oggras- völl. Árið 1980 var hafin bygg- ing íþróttahúss, sem er um 1500 fermetrar að stærð. Þeirri byggingu lauk að mestu seinni hluta árs 1985 og var húsið tekið í notkun 20. október það ár. Bætti þetta mjög alla að- stöðu til ýmiskonar innan- hússleikja, sem skilað hefur góðum árangri. Gamla kvenfélagshúsið, sem lengi þjónaði hér öllu skemmtanahaldi, hefur fengið nýtt hlutverk sem félagsmið- stöð fyrir unglinga og starf- rækt undir leiðsögn og umsjón kennara á vetrum. íbúafjöldi í Grindavík jókst mjög frá 1970 til 1980 en skv. manntali 1. des. 1970 voru hér 1.165 í búar, en 10 árum síðar eða 1. des. 1980 voru hér 1.921 íbúar. Við síðasta manntal frá 1. des. 1987 reyndust vera hér 2.046 íbúar. Þótt dregið hafi hér úr fólks- fjölgun síðari árin hafa þó ætíð verið næg verkefni, bæði í ieik og starfi og svo mun verða enn og því ekki ástæða til annars en líta björtum augum til framtíðarinnar. Jón Hólmgeirsson 'æzzzzzz&zm, Oskum Suðurnesjamönnum friðsœllar jólahátíðar. Þökkum viðskiptin á árinu. Blómastofa Guðrúnar y/SA Falleg verslunarskreyting í Sportbúð Óskars. Ljósm.: hbb. J3sitii j ó [a- OCj / / n \jauo± ízL%. íPöízíz um íamítarijí& á áxinu í&m £7. aé> /tð a. mun futiit

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.