Víkurfréttir - 15.12.1988, Qupperneq 43
muR
(tittít
Noregsferð 5. bekkjar Gerðaskóla:
„Fannst full-
snemmt að
fara að sofa
klukkan tíu“
JÓLABLAÐ 1988
Hópurinn á Bygdö í Osló.
um krökkum sem sungu há-
stöfum lög sem við höfðum
aldrei heyrt og skildum ekk-
ert í (en við sungum fyrir þau
seinna). Eftir klukkutímaakst-
ur var komið til Hurdal Hotel-
sem átti að vera heimili okkar
var komin kveðjustund. Það
var erfítt að kveðja nýju vinina
og ekki laust við að sumir væru
votir um augun. En Oslóborg
beið okkar, því þar áttum við
að dvelja frá laugardegi til
mánudagskvölds.
í Osló mætti okkur steikj-
andi hiti, sem var eitthvað
annað en rigningin heima. Þar
var tekið á móti okkur oe
hópnum skipt niður í tvo rútu-
bíla. Annar bíllinn þurfti að
hinkra eftir færeyskum hóp frá
Tvöröyri en hin fór strax af
stað. Rútan var full af norsk-
næstu vikuna. Virðulegur
maður sem hét Finn bauð okk-
ur velkomin á Nordisk Barne-
kongress. Svo komu hóparnir
hver af öðrum, tveir íslenskir
skólar, einn færeyskur, einn
danskur og fimm norskir.
Um kvöldið kynntumst við
herbergisfélögunum en okkur
vaka smástund og þá voru
sýnd myndbönd með atburð-
um dagsins. Og síðan var farið
að sofa kl. 10. Okkur fannst
það nú fullsnemmt en við
komumst fljótt á aðra skoðun,
dauðþreytt eftir skemmtilegan
dag.
Vikan leið hratt og allt í einu
Það var einn morgun að Ei-
ríkur skóiastjóri kom inn í skóla-
«stofu til okkar og spurði hvort
við hefðum áhuga á að fara í
skólabúðir í Hurdal í Noregi að
loknu skólaárinu. Þar átti að
halda Nordisk Barnekongress
eða Norrænt Barnaþing. Eins
og við mátti búast höfðu allir
áhuga. Fyrst þurfti að hafa fund
með foreídrum og þau voru líka
spennt fyrir þessu. Svo hófst
undirbúningurinn.
Fyrst þurfti að reyna að fjár-
magna ferðina. Haldin var
vorhátíð fyrir alla Garðbúa og
seldar vöfflur og kafft. Þá var
gefið út blað og haldin tomb-
óla og ýmislegt fleira. Ekki má
heldur gleyma því að mörg
fyrirtæki og félagasamtök
styrktu ferðasjóðinn. Ferða-
sjóðnum var síðan skipt á milli
okkar og 7. bekkjar, sem átti að
fara til Danmerkur um haust-
ið. Einnig þurfti að búa til
veggspjöld og fleira til þess að
kynna heimabyggðina okkar
fyrir hinum krökkunum í
skólabúðunum.
Lokst rann ferðadagurinn
upp eftir langa og stranga bið.
Eldsnemma að morgni 29. maí
mættum við öll, 17 talsins, upp
á flugvöll ásamt fararstjórun-
um okkar, Eiríki Hermanns-
syni skólastjóra og kennaran-
um okkar, Kristjáni Guð-
mundssyni. Þarna hittum við
einnig hressan hóp frá Lund-
arskóla á Akureyri, sem_ var
líka á leiðinni til Hurdal. Aður
en við vissum af vorum við á
leiðinni til Osló.
Vinsælasta íþróttin við Herdalvatn, bátasiglingar.
Það er margt að sjá í Osló og
hún er ótrúlega stór, a.m.k. er
langt á milli merkisstaða. En
við fórum upp á Holmenkoll-
en og skoðuðum frægasta
skíðastökkpall heims og
þaðan í Vigeland garðinn og
svo í Akershus virkið sem er
stíðsminjasafn og fleira. Eld-
gamalt og flott virki. Svo fór-
um við í siglingu til Bygdö og
sáum ýmis söfn þar, Kon Tiki
og Fram og fleira (það sem all-
ir skoða í Osló). A mánudegin-
um keyptum við minjagripi og
smágjafir handa fólkinu
heima og skoðuðum miðborg-
ina betur. Um kvöldið héldum
við út á flugvöll. Viðburðaríkri
ferð var að ljúka og heimþrá
farin að gera vart við sig.
Flugferðin heim gekk vel og
flugfreyjurnar stjönuðu við
okkur enda var fátt í vélinni.
Við fengum að fara fram í flug-
stjórnarklefann að skoða og
hitta flugmennina, en útsýnið
var nú ekkert sérlega mikið
þótt við værum hátt uppi. Um
miðnættið lentum við á Kefla-
víkurflugvelli og þar tók á
móti okkur „móttökunefnd-
in“, mömmur og pabbar og
systkini. Það var gott að koma
heim en minningin um
skemmtilega ferð og góða vini
í Noregi, Danmörku og Fær-
eyjum á eftir að lifa lengi.
Að lokum viljum við þakka
öllum þeim sem gerðu þessa
ferð mögulega.
Linda Helgadóttir og
Birta Rós Arnórsdóttir,
6. bekk Gerðaskóla.
í Holmenkollen skíðastökkpallinum. Jón, Þórunn, Halldór og
Eiríkur.
Á Hurdalhótelinu. Siggi, Maggi, Nonni, Davíð, Sigurgeir og Kári.
var raðað niður þannig að allir
lentu með ,,útlendingi“ í her-
bergi. Næsta dag var dagskrá-
in kynnt fyrir okkur, en hún
var mjög fjölbreytt. Kl. 7 á
hverjum morgni var morgun-
hlaup eða ganga u.þ.b. 5 kml!
og síðan sund eða sturta fyrir
morgunmat. Eftir það var
klukkutíma kynningarfundur
þar sem hver skóli kynnti land
sitt og heimabyggð og síðan
var farið í íþróttir og leiki sem
maður gat valið sér. Eftirtaldir
leikir komu til greina: Sigling-
ar, kanóróður, túngolf, blak,
mini-tennis, ratleikur um
skóginn, indíánaieikur, sil-
ungsveiði (margar stangir -
engin veiði), trampólín, júdó,
glíma og karate og fótbolti.
Þetta var svo endurtekið eftir
hádegi en í stað kynningar-
fundar voru umræður um ým-
is mál s.s. umferðina, mengun
og tísku. Við verðum að viður-
kenna að það var erfitt að
skilja hina Norðurlandabúana
og þess vegna þurftu kennar-
arnir alltaf að túlka fyrir okk-
ur.
Eftir kvöldmat var kvöld-