Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Síða 47

Víkurfréttir - 15.12.1988, Síða 47
m ur jtUUt 1 Heilsugæslulæknir í Grindavík: Rettur sjúklinga fyrir borð borinn Vegna deilumáls Ríkisendur- skoðunar og Kristmundar As- mundssonar, heilsugæslulæknis í Grindavík, var á fimmtudag haldinn borgarafundur í Festi. Þar greindi Kristmundur frá að- draganda deilunnar og hver staðan væri nú. Auk þess töluðu formaður heimilislækna og yfir- læknir heilsugæslunnar í Arbæ, Reykjavík. Birtist ræða Kristmundar hér á eftir: „Góðir Grindvíkingar. Það mál sem við ætlum að ræða hér í kvöld er þannig til komið, að fimmtudaginn 24. nóvember s.l. hafði fulltrúi Ríkisendurskoðunar samband við mig símleiðis og tjáði mér að þeir mundu mæta á Heilsu- gæsluna í Grindavík fimmtudag- inn 1. des. til þess að endurskoða reikninga mína til sjúkrasamlaga og Tryggingastofnunar ríkisins vegna útlagðrar vinnu minnar við móttöku hér á heilsugæslustöð- inni. Þeir sögðust vera að vinna að samskonar úttekt á verkum lækna á heilsugæslunni í Keflavík. Mundu þeir mæta 3 saman, 2 endurskoðendur og 1 trúnaðar- læknir á vegum Ríkisendurskoð- unar, sem mér skildist að væri þeim til aðstoðar. Bauð ég þá vel- komna. Þriðjudaginn 29. nóvember, er ég var staddur á Heilsugæslustöð Keflavíkur vegna starfa minna, þá eru þessir sömu aðilar frá Ríkis- endurskoðun og síðar komu hing- að þar að störfum, og varð ég þar vitni að starfstilhögun þeirra. Verður að viðurkennast að mér varð ansi starsýnt á þær aðferðir sem beitt var. Þarna sátu 3 menn inni í lokuðu herbergi með hundr- uð sjúkraskýrslna sjúklinga Heilsugæslustöðvar Keflavíkur umhverfís sig og fletti trúnaðar- læknirinn í þeim að vild sam- kvæmt fyrirmælum endurskoð- endanna. Enginn Iæknir Heilsu- gæslu Keflavíkur var þarna við- Kristmundur Ásmundsson Ljósm.: hpé staddur til að fylgjast með fram- gangi mála. Þóttu mér þessi vinnubrögð með öllu óviðunandi, en mér hafði skilist að viðkomandi læknir heilsugæslustöðva hverju sinni yrði aðili að endurskoðuninni. Taldi ég að hagsmunum sjúklinga væri stofnað í stóra hættu með þessum vinnubrögðum og jafn- framt hætt við alvarlegum trúnað- arbresti á milli læknis og sjúklings ef þetta fengi að viðgangast óátal- ið. Ákvað ég því í samráði við stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna, að hafna alfarið þessari vinnutilhögun við endurskoðun reikninga minna við heilsugæsl- una hér í bæ. Tilkynnti ég fulltrú- um Ríkisendurskoðunar þessa ákvörðun mína símleiðis snemma að morgni fimmtudagsins 1. des. s.l. Framangreindir 3 menn mættu engu að síður á Heilsugæslustöð Grindavíkur kl. 13 þennan sama dag og kröfðust aðgangs að sjúkraskýrslum ykkar hér í bæ á sama máta og í Keflavík. Gerði ég þeim þá bréflega grein fyrir því að ég setti mig alls ekki upp á móti endurskoðun reikninga minna sem slíkri, en myndi ekki hleypa þeim í sjúkraskýrslur minna sjúkl- inga enda er það lagaleg og sið- ferðisleg skylda mín sem læknis Grindvíkinga að standa vörð um skýrslurnar og ekki hleypa nein- um óviðkomandi í þær sem ekki væri þar til að sinna hagsmunum sjúklinga og þá aðeins með sam- þykki sjúklings, hvorki læknum né öðrum. Bauð ég þeim aftur á móti upp á endurskoðun þá þegar ef viðhöfð yrði svokölluð „Árbæjaraðferð", en henni verða gerð nákvæm skil hér síðar af öðrum. Hennar kostur er sá að sé hún viðhöfð kemst eng- inn í skýrslur sjúklinga annar en þeirra læknir, en er jafnframt jafn- gott tæki til að ganga úr skugga um réttmæti reikninga lækna, að mati Félags íslenskra heimilis- lækna. Þetta gátu fulltrúar Ríkisendur- skoðunar ekki fallist á og yfirgáfu staðinn að svo búnu. Föstudaginn 2. des„ eða daginn eftir er ég síðan kvaddur fyrir sakadóm í Keflavík. Mætti ég þar mánudaginn 5. des. Krefst Ríkisendurskoðun þar, að mér skilst ótakmarkaðs og óhindr- aðs aðgangs að sjúkraskýrslum Grindvíkinga ásamt öðrum gögn- um Heilsugæslunnar. Eg áréttaði hinsvegar framangreinda afstöðu mína til málsins og leitaði eftir því að „Árbæjaraðferðin" yrði við- höfð. Málið verður síðan flutt í byrjun næstu viku og dómsupp- kvaðning væntanlega skömmu síðar. Vegna þessa ágreinings og vegna þeirra þungu áhyggju sem ég hef af því að réttur sjúklinga í málinu verði fyrir borð borinn, ákvað ég í samráði við stjórn Fél- ags íslenskra heimilislækna að kalla til þessa borgarafundar um málið. Að lokum við ég segja það, að mér er alveg óskiljanlegt hvers- vegna stór stofnun í ríkiskerfinu getur ekki sæst á það að viðhafa þær starfsaðferðir, sem hvoru tveggja tryggir rétta reikninga- gerð lækna og jafnframt gætir þess að trúnaður læknis við sjúklinga sína sé ekki fótum troðinn og einskis virtur.“ ’ hpé/Grv.. TEKIÐ í TAFL Hann leynist víða tafláhuginn. hér eru það krakkar í Grunnskóla Njarðvíkur sem brugðu sér í skák, meðan aðrir voru að útbúa jólaföndur á dögunum. Ljósm.: epj. JÓLABLAÐ 1988 Árbók Suður- nesja komin út Árbók Suðurnesja 1986-87 er komin út. Utgefandi er Sögufélag Suðurnesja í samvinnu við Sam- band sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ritstjórar eru Jón Böðvarsson og Ragnar Karlsson. Að þessu sinni hefur Árbókin að geyma níu greinar ogfrásöguþætti sem snerta sögu Suðurnesja með einum eða öðrum hætti. Af frum- sömdum greinum ritar Jón Böðv- arsson um Hafgerðingadrápu - elsta íslenskt helgikvæði sem brot er varðveitt úr, Olafur Ásgeirsson býr máldaga Brynjólfs biskups Sveinssonar um Kálfatjarnar- kirkju frá 1662 til prentunar, Kristinn Arnar Guðjónsson ritar um áhrif landbrots og sandfoks á byggð og jarðardýrleika á Suður- nesjum 1686-1847, Ragnar Karls- son gerir Rauðhöfðasagnir að um- talsefni og reynir að varpa sögu- legu ljósi á tilurð sagnanna, Jón Gíslason ritar um Jón Sighvatsson dannebrogsmann í Höskuldarkoti í tengslum við .Evimmningu hans frá 1844 sem birt eríÁrbókinniog Jón Valur Jensson ritar yfirlit um útgefnar ættfræðiheimildir um Suðurnesjaættir. Tveirfrásöguþættireruaðauki í Árbókinni. Samanburður á forn- tíð og nútíð í Rosmhvalaneshreppi eftir Sigurð Br. Sívertsen Útskála- klerk sem ekki hefur verið gefinn út áður og þýðing á ferðafrásögu George Steuart Mackenzie um Reykjanesskaga, en Mackenzie ferðaðist vítt um landið sumarið 1810 og ritaði um ferð sína marg- rómaða ferðabók. Sú nýlunda hefur verið tekin upp að Árbókin hafi að innihalda umsagnir um sem flestar bækur er fjalla um Suðurnes eða hafa lands- hlutann að sögusviði. Að þessu sinni eru birtar sjö umsagnir um Suðurnesjabækur. Auk þessa er að finna í Árbók- inni skýrslu stjórnar Byggðasafns Suðurnesja 1987 og félagatal Sögufélags Suðurnesja. Árbók Suðurnesja er 178 blað- síður að stærð, prýdd fjölda mynda og korta og hafa sumar ljósmyndirnar ekki birst áður i bók. Ritið verður til sölu í flestum bókaverslunum. Einnig verður hægt að nálgast bókina hjá Sam- bandi sveitarfélaga á Suðurnesj- um. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD ÚTBOÐ Nefnd sú sem sér um byggingu almennra kaupleigu- íbúða í Miðneshreppi óskar eftir tilboðum i bygg- ingu eins parhúss, einnar hæðar byggðu úr timbri, verk nr. U.05.03, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 191 m2. Brúttórúmmál húss 670 m3. Húsið verður byggt við götuna Ásabraut nr. 3a Sandgerði og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Miðnes- hrepps, Tjarnargötu 4, Miðneshreppi, og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík, frá þriðjudeginum 13. desember 1988, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en fimmtudaginn 29. desember 1988 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. byggingarnefndar kaupleiguíbúða, tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins. JOL HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGI77101 REYKJAVÍK SÍMI 696900

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.