Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 59

Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 59
\>iKun jutm an af handboltanum og ákvað því að taka hann fyrir. Það var erfið ákvörðun að segja skilið við félagana í ÍBK, en hún var þó fyrst og fremst handbolta- legs eðlis. Hjá KR gafst mér kostur á bæði fleiri og lengri æfingum undir stjórn útlærð- asta og besta þjálfara landsins, Jóhanns Inga Gunnarssonar, með tveimur okkar bestu og reyndustu handknattleiks- manna, þeim Alfreð Gíslasyni og Páli Olafssyni, auk sex fél- aga minna úr U-20 liðinu. Mér var ljóst að þetta var einstakt tækifæri fyrir mig og ég á seint eftir að sjá eftir þessu. Síðan ég byrjaði að æfa undir stjórn Jó- hanns Inga hef ég nánast verið að læra handbolta upp á nýtt. Hann er mjög hæfur þjálfari og mikill sálfræðingur, og það er gaman að sjá hvernig hann vinnur. Það er mikil barátta um sæti í liðinu svo maður kemst ekki upp með neitt ann- að en að leggja sig allan fram.“ -En hver er mesta breytingin við að vera kominn í KR? „Stærsta stökkið er að vera bara í einni íþrótt, og ég sé eft- ir körfunni og blakinu. Ég hef æft mikið, oft með landsliðinu á morgnana og KR á kvöldin, og kennt leikfimi í Myllu- bakkaskóla og F.S. á daginn, þannig að það er ekki pláss fy r- ir neitt annað en handbolt- ann.“ Slappa af í bílnum Þegar minnst er á það hvort Einvarði finnist ekkert lýjandi að ferðast alltaf á milli Kefla- víkur og Reykjavíkur til æf- inga, gerir hann lítið úr því. „Mér finnst það í raun nauð- synlegur tími til þess að vera með sjálfum mér og hugsa um lífið og tilveruna. Það er oftast mikið fjör í leikfimikennslunni og á æfingunum, og því lítið tóm til að slappa af annars staðar en í bílnum. Þar fyrir ut- an er þetta í raun minnkuð keyrsla frá þvi sem var þegar ég var á Laugarvatni, en þá keyrði ég upp í 1500 kmá viku. Handboltalega séð eru breytingarnar frá því ég gekk í KR gífurlegar. Munurinn á 1. og svo 2. og 3. deild er mjög mikill, enda markmiðin og hugsjónin allt önnur. 3. deild- in er að mestu leyti skipuð Reynismenn selja ávexti og jólatré Nú um jólin munu félagar úr knattspyrnudeild Reynis ganga í hús í Sandgerði og selja hina geysivinsælu jólaávexti. Er ávaxtasalan árlegur við- burður í fjáröflunarstarfi fél- agsins. Verða þeir félagar á ferðinni núna um helgina. En þeir ætla ekki að láta kyrrt liggja með ávaxtasöluna eina, heldur bjóða þeir nú líka upp á jólatré. Verða þau seld við áhaldahús hreppsins að Strandgötu á föstudag, 16. des.,frákl. 17-21 oglaugardag og sunnudag frá kl. 10-21. JÓLABLAÐ 1988 „Gleymi því seint, þegar ég kom inná í fyrsta landsleiknum innan um allar þessar stjörnur „áhugamönnum um holla hreyfingu" og aðeins fá lið sem berjast um toppinn. 2. deildin er barningur margra jafnra liða, en þegar komið er í 1. deild eru gerðar ótrúlegar kröfur og mikill þrýstingur frá stuðnings- og stjórnarmönn- um um árangur. Eftir heim- komu allra landsliðsmann- anna er stemningin fyrir hand- boltanum mikil og áhorfenda- fjöldi á leikjum KR er iðulega yfir 1000 manns og mikil læti. Hérna heima varð maður varla var við áhorfendur.“ Leist ekki á blikuna í 1. landsleiknum Að síðustu ræðum við um tilfinninguna að leika með landsliði og hvernig gangi að aðlagast toppslagnum í 1. deild með nýju félagi. „Ég gleymi því seint þegar ég kom inn á í fyrsta lands- leiknum, sem var í Flugleiða- mótinu gegn Islandi-A. Ég var sendur inn á línuna og þegar ég leit aftur fyrir mig sá ég Geir Sveinsson gnæfa yfir mig. Ég ákvað því að færa mig yfir til vinstri, en þar var fyrir Kristj- án Arason og ekki leist mér betur á hann, þannig að ég af- réð að koma mér yflr til hægri. Þar tók ekki betra við, því Alfreð Gíslason var þeim megin, þreknasturþeirra allra. Mér var öllum lokið og ég gat ekki annað en hugsað hvað ég Við höfum jólagjöfina handa eigin- manninum. Mikið úrval af fallegum peysum frá GANT. Rakspíri og sápa frá Karl Lagerfeld kr. 1.695.- Ný sending af stökum jökkum frá GANT. Mikið úrval af Birmington sokkum. 5% staðgr.- afsláttur herrafataverslunin PERSÓNA HAFNARGÖTU 61 - SÍMI 15099 -ÞEGAR ÞÚ KAUPIR FÖT Nýtt greiðslu- korta- tímabil væri að vilja þarna innan um allar þessar stjörnur. Ekki löngu síðar var ég svo farinn að æfa með „Alla“ og get ekki sagt annað en mér hafi líkað mjög vel vistin hjá KR það sem af er. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað maður er fljótur að fá taugar til nýs félags, en þrátt fyrir það mun ég þó allt- af fyrst og fremst verða Kefl- víkingur. - Það breytist aldrei,“ sagði Einvarður Jó- hannsson, einn efnilegasti íþróttamaður Suðurnesja í dag. SIEMENS heimilistæki í úrvali Eldavélarsett, örbylgjuofnar, kæli- og frystitæki, þvotta- vélar, hrærivélar, ryksugur, kaffivélar. Útvarpstæki, sjónvarpstæki, myndbandstæki. Pioneer og Sharp - hljómtæki. Skák- tölvur, jólaseríur og margt fleira. ^ Hafnargötu 25 ^ Keflavík Símar 11535-11521

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.