Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  292. tölublað  103. árgangur  BRÝTUR HÚN ÞYKKASTA GLERÞAKIÐ? HUNDRAÐ ÁRA VEGSEMD ALDARAFMÆLI SINATRA 102Á FUNDI MEÐ CLINTON 46 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að laun lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi séu orðin hærri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það hefur áhrif á þennan samanburð að gengi íslenskrar krónu hefur styrkst og þessar stéttir samið um launahækkanir á Íslandi. Laun þessara tveggja stétta í lönd- unum fjórum eru borin saman í Morg- unblaðinu í dag. Miðað er við tölur á vefjum hag- stofa Danmerkur, Noregs og Svíþjóð- ar og á vef fjármála- og efnahags- ráðuneytisins á Íslandi. Þær tölur eru síðan framreiknaðar miðað við spár Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, 2015-16, og kjarasamninga hér. Til dæmis eru samanlögð meðal- laun lækna á Íslandi nú ríflega 1.400 þúsund krónur á mánuði, eða um 400 þúsund krónum hærri en í Dan- mörku, sem er í öðru sæti. Eru þá borin saman heildarlaun lækna á Íslandi og föst mánaðarlaun í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, telur samanburð á heildar- launum á Íslandi og grunnlaunum í hinum löndunum þremur gefa skýrari mynd en samanburður á grunnlaun- um. Greiðslur fyrir yfirvinnu og vaktaálag séu enda mun stærri hluti heildarlaunagreiðslna á Íslandi. Hæstu launin á Íslandi  Laun lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi hafa hækkað mikið undanfarið  Styrking krónu breytir samanburði við laun í Danmörku, Noregi og Svíþjóð MLaunin á Íslandi »20 Komin undir 15 krónur » Hrun norskrar krónu eftir mikið verðfall á olíu þýðir að hlutfallslega hafa laun þar lækkað mikið í krónum. » Miðgengi norskrar krónu var 14,8 kr. eftir gærdaginn, en var 23,5 kr. í lok janúar 2013. Ólétt kona er í hópi þeirra 55 sýr- lensku flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins fyrir áramót. Til stóð að hópurinn kæmi hingað fyrir jól en hugsast getur að ferðinni seinki um einhverja daga. Undirbúningur komu þeirra gengur vel í þeim þremur sveitar- félögum þar sem þau munu setjast að. Börnin, sem eru 34 talsins og á aldrinum 1-17 ára, munu fljótlega eftir komuna fá aðlögun í skólum á Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi og fullorðna fólkinu mun bjóðast at- vinna. Fólkinu verður þó öllu gefið svigrúm til að ná áttum áður en að þessu kemur og því veitt sálfræði- aðstoð og annar stuðningur. „Fólk sem er að koma úr erfiðum að- stæðum fer ekkert beint í skóla,“ segir Kristín Sóley Sigursveins- dóttir, verkefnastjóri á Akureyri. Fólkið mun búa í leiguíbúðum og hefur Rauði krossinn að mestu náð að safna nauðsynlegum húsbúnaði. Enn vantar þó t.d. reiðhjól fyrir börnin en slík farartæki verða oftast eftir þegar lagt er á flótta. 34 börn og eitt á leiðinni Morgunblaðið/Sunna Fátækt Sýrlensku börnin komu flest allslaus til Líbanons.  Mögulega verða tafir á komu flóttafólksins MBarnungar brúðir »38-40 Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í fyrsta sinn á vetrinum í gærkvöldi. Litið var á opnunina sem generalprufu fyrir helgina. Lyftur voru prófaðar og annar búnaður. Fjögurra sæta lyftan, Kóngurinn, hefur skemmst í eld- ingum að undanförnu og er lokuð. Drottningin er hins vegar í fullum rekstri og hún var notuð óspart. Ekki voru margir við opnun lyftanna í gær en það fjölgaði á svæðinu þegar leið fram á kvöld. Opið var til klukkan níu. Generalprufa fyrir helgina í Bláfjöllum Morgunblaðið/Eggert Jólaverslunin hófst fyrr en venju- lega með verslunardögunum „svört- um föstudegi“ og „rafrænum mánu- degi“. Þess vegna voru fyrstu dagarnir í desember rólegri en oft áður, samkvæmt úttekt sem Rann- sóknasetur verslunarinnar gerði fyr- ir Samtök verslunar og þjónustu. Ágætt hljóð er í kaupmönnum sem rætt er við. Gunnar Guðjónsson í Gleraugnamiðstöðinni og formaður Samtaka kaupmanna og fasteigna- eigenda við Laugaveg, segir þó að lokanir fyrir bílaumferð um Lauga- veg um helgar fari illa í menn. »16 Kaupmenn ósáttir við lokanir á Laugaveginum Morgunblaðið/Ómar Jól Skoðað í búðir á Skólavörðustíg.  Jólaverslunin fór fyrr af stað 12 GLUGGAR TIL JÓLA  Í Þingeyjarsýslu er vaxandi áhugi á heimavinnslu afurða og ýmsu handverki. Fyrir jólin eru haldnir markaðsdagar víða og búvörur og handverk haft til sölu. „Það er örugglega framtíð í vinnslu afurða í smáum stíl heima og okkar markmið er að vera með gæðavörur,“ segir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir, bóndi í Vallakoti í Þingeyjarsveit. Hún og maður henn- ar, Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson, reykja kjöt á haustin og sperðla og silung allt árið. Þá taka þau allar nautatungur sem til falla og reykja og hafa verið að gera tilraunir með ýmislegt annað hráefni á búinu. Hjónin gerðust nýlega félagar í samtökunum Beint frá býli og eru að fóta sig í heimavinnslunni. »22 Hjónin í Vallakoti reykja kjöt og tungur og fikra sig áfram í heimavinnslu búvara Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vinnsla Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson gefur smakk af hráu jólahangikjöti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.