Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 2

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stekkjarstaur kom með strætisvagni til byggða í gærmorgun. Heimsótti hann meðal annars börn- in á leikskólanum Kvistaborg. Sveinninn skemmti krökkunum á meðan þau fóru í stutta ferð um Fossvogshverfi. Heimsóknin er liður í jólaverkefni þar sem Strætó fær leikskólabörn til að senda jólamyndir sem prýða vagnana í des- ember. Fyrsti íslenski jólasveinninn, Stekkjar- staur, kemur í Þjóðminjasafnið kl. 11 í dag. Jólasveinn með strætó til byggða Morgunblaðið/Eggert Strætisvagnar skreyttir með jólamyndum leikskólabarna Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fimmtán manna sendinefnd frá rúss- nesku matvælastofnuninni, eins kon- ar „heilbrigðisvottunarnefnd“, kom hingað til lands snemma í september- mánuði. Enn er beðið eftir skýrslu nefndarinnar hér á landi og því að hún gefi út „heilbrigðisvottorð“ til handa íslenskum fiskvinnslufyrir- tækjum, en hingað til hefur verið vandkvæðalítið að fá slíkt vottorð frá Rússum í kjölfar slíkra heimsókna. Nánast árlega hefur slík nefnd komið hingað til lands, til þess að kynna sér hvernig fiskvinnslufyrir- tæki og frystihús, sem átt hafa í við- skiptum við Rússland, standa sig hvað varðar heilbrigðismál, hrein- læti, frágang, pökkun og fleira. Þegar nefndin kom hingað til lands í nóvember í fyrra var lokað á við- skipti við nokkur íslensk fiskvinnslu- fyrirtæki, en það var í fyrsta skipti sem það gerðist, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. „Þetta var ansi stór sendinefnd frá Rússunum, eða um fimmtán manns, sem kom hingað snemma í septem- ber. Þeir skiptu sér í smærri hópa og fóru um land allt að heimsækja fisk- vinnslufyrirtæki og skoða,“ segir við- mælandi Morgunblaðsins, sem þekk- ir vel til heimsókna heilbrigðisnefnda Rússanna. Ekkert bólar á vottorði Hann segir að eftir heimsóknirnar um landið hafi nefndarmenn lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til hafi tekist, jafnframt því sem út hafi verið gefið að þau fyrirtæki sem lentu á rauðum lista í nóvember í fyrra hefðu gert úrbætur á því sem athugasemd- ir voru gerðar við þá, af hálfu Rúss- anna. Stjórnvöld og forsvarsmenn út- gerða og fiskvinnslufyrirtækja hafi því staðið í þeirri meiningu að um vel heppnaða heimsókn hafi verið að ræða. Nú eru liðnir þrír mánuðir og hvorki bólar á skýrslu Rússanna um Íslandsförina, né „heilbrigðisvottorð- inu“ rússneska frá nefndinni. Samkvæmt samtölum blaðamanns Morgunblaðsins í gær við fulltrúa fiskvinnslu, útgerðar og stjórnvalda leikur lítill vafi á því í huga viðmæl- enda að það að Rússar haldi svona að sér höndum tengist beint viðskipta- banni Rússa á Íslendinga og þetta fá- læti Rússa sé bein afleiðing af því. Eins og kunnugt er settu Rússar í sumar bann á innflutning sjávaraf- urða frá Íslandi og hefur það þegar haft mikil áhrif. Ekkert bendir til þess að breyting verði á viðskiptaleysinu milli Rúss- lands og Íslands í náinni framtíð, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Rússar halda að sér höndum  Rússnesk sendinefnd sem kom til landsins í haust til þess að gera úttekt á íslenskri fiskvinnslu hefur hvorki gefið út „heilbrigðisvottorð“ né skilað skýrslu Morgunblaðið/Skapti Fiskvinnsla Rússarnir heimsóttu um 80 fyrirtæki í september. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessi bókmenntagrein hafði veru- leg áhrif, meðal annars á ritun ann- arra veraldlegra sagna eins og Ís- lendingasagna,“ segir Bragi Halldórsson, fyrrverandi kennari í íslensku við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hefur unnið að undirbúningi heildarútgáfu 146 æv- intýra frá miðöldum. Slíkt safn hef- ur ekki áður komið út á Íslandi. „Ég hef verið að vinna að þessu, að safna ævintýrunum úr handritum og vísindaritum, frá því sumarið 2011. Ég hef haft mikla ánægju af því. Það er þó með þetta eins og margt annað að ég hefði aldrei lagt í verkið í upphafi ef ég hefði vitað hvað það var flókið mál.“ Hann segist vera kominn með prentsmiðjuhandrit og útgefanda. Bókaforlagið Skrudda hyggst gefa verkið út í nokkrum bindum á næsta ári, fáist styrkir til þess. Rík- isstjórnin samþykkti í gær, að til- lögu forsætisráðherra, að veita þrjár milljónir króna til útgáfunnar. Ævintýrin eru kristileg, svokall- aðar dæmisögur, sem prestar flétt- uðu gjarnan inn í prédikanir sínar, allt til siðaskipta. Þau ganga út á að leiðbeina fólki með að hegða sér eins og það á að gera. Einn helsti upphafsmaður æv- intýra eða dæmisagna, svokallaðra exempla á latínu, var spænskur gyð- ingur, Petrus Alfonsi, sem hafði mikil samskipti við Mára. Hann var einna fyrstur til að semja ævintýri snemma á 11. öld með safni sínu. Rit hans á latínu varð gífurlega vinsælt og með því opnaði hann sagnasjóð austurlenskra ævintýra fyrir Evr- ópumönnum, allt frá Indlandi, Persíu og Arabíu allar götur til 3. og 4. aldar. Á síðari hluta 13. aldar og í upphafi þeirrar 14. urðu síðan til enn stærri söfn ævintýra á latínu og úr þeim var þýtt á íslensku á 14. öld og á 15. öld bættust síðan við þýð- ingar úr miðensku. Sagnasjóður ævintýranna Morgunblaðið/Kristinn Ævintýramaður Bragi Halldórsson teflir og safnar ævintýrum.  Undirbúin heildar- útgáfa á ævintýrum frá miðöldum Forstjóri Lands- nets segir brýnt að hefjast handa við styrkingu meginflutnings- kerfis Landsnets. Notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í fár- viðrinu sem gekk yfir landið í byrj- un vikunnar ef kerfisstyrkingar sem félagið vill ráð- ast í hefðu verið komnar til fram- kvæmda. Viðgerð á háspennulínum Landsnets er að mestu lokið og er beint tjón félagsins metið um 120 milljónir króna en afleitt tjón sam- félagsins er enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og að- faranótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til fram- kvæmda,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Lands- nets, í tilkynningu. „Það voru ein- göngu eldri flutningslínur með tré- möstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hall- ormsstaðarhálsi þar sem vindstyrk- urinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum.“ Alls brotnuðu 30 möstur í flutn- ingskerfi Landsnets vegna vind- álags og ísingar í fárviðrinu. 120 millj- óna tjón í óveðrinu Guðmundur Ingi Ásmundsson  Brýnt að styrkja meginflutningskerfið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 9 milljóna króna styrk í til- efni jóla til tíu góðgerðarsamtaka sem starfa hér á landi. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og Hjálpræðisherinn á Íslandi fá 800.000 krónur hver. Þá fá Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp – félagasamtök, Rauði kross Íslands, Fjölskylduhjálp Ís- lands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur eina milljón krónur hver. Styrkja til góðs um jól VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Jólapakki VITA Jólagjöfin er ferð til Kanarí eða Tenerife KANARÍ Verð frá69.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á Las Camelias. *Verð án Vildarpunkta 79.900 kr. TENERIFE Verð frá 109.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á La Siesta. *Verð án Vildarpunkta 119.900 kr. 16. - 26. jan.16. - 26. jan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.