Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Hreindýrið er mjög vinsælt,“ segir
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjöt-
kompanís, aðspurður hvaða kjöt
verði á borðum hjá landsmönnum í
ár. Villibráðin virðist heilla landann
en Jón Örn segir reyktar og grafnar
gæsa- og andabringur seljast tölu-
vert sem og ýmiskonar paté sem
verslunin býr til.
Margir kjósa að borða nauta-
kjöt yfir hátíðarnar eins og nauta-
lund eða beef wellington, að sögn
Jóns Arnar, og er stöðug eftirspurn
eftir því.
„Sala á öllu kjöti hefur aukist,
hvort sem það heitir villibráð, nauta-
kjöt, lambakjöt eða hreinlega hakk í
hamborgara,“ segir Jón Örn enn-
fremur. „Ef ég greini einhverja
breytingu þá finnst mér fólk fara úr
þessu reykta og saltaða og yfir í það
létta,“ segir Jón Örn.
Hreindýrið sem selt er í Kjöt-
kompaníinu er frá Finnlandi. Lund-
in kostar 18.900 krónur kílóið og inn-
anlæri 16.500 krónur.
„Við erum með hefðbundna
sænska jólaskinku, sem er sívinsæl,
og hamborgarhryggurinn líka, og
það er einnig góð sala í hreindýra-
kjöti,“ segir Björn Christensen, eig-
andi Kjöthallarinnar, aðspurður um
jólakjötið í ár.
Af villibráð segir hann að hrein-
dýrakjötið hafi komið í staðinn fyrir
rjúpuna. „Hér áður fyrr seldum við
mikið af íslenskri rjúpu áður en
veiðibannið var sett,“ segir Björn.
Hreindýrakjötið í Kjöthöllinni er
sænskt og kostar 1.295 krónur kíló-
ið.
Í matvöruversluninni Víði er
villibráð ekki til sölu í ár. Þeim mun
meira úrval er af hefðbundnum jóla-
mat eins og hamborgarhrygg og
hangikjöti. Kalkúnn er einnig á boð-
stólum. Að sögn Eiríks Sigurðs-
sonar, eiganda Víðis, er boðið upp á
íslenskan og erlendan kalkún og
bendir hann á að sá íslenski sé ein-
staklega bragðgóður.
Hreindýrakjötið sækir á
Morgunblaðið/Jim Smart
Jólamatur Villibráð verður á borð-
um margra landsmanna.
Kjötsalan eykst
jafnt og þétt
Hjörtur J. Guðmundsson
Laufey Rún Ketilsdóttir
„Ég vil bara lýsa yfir ánægju minni
með að við séum komin á þennan
stað,“ sagði Halldór Halldórsson,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, í samtali við mbl.is eftir að
undirritað var endanlegt sam-
komulag á milli ríkis og sveitarfélaga
um fjármögnun þjónustu við fatlaða í
Safnahúsinu í Reykjavík í gærdag.
Samhliða var kynnt skýrsla verkefn-
isstjórnar um faglegt og fjárhagslegt
mat á yfirfærslu málaflokksins til
sveitarfélaganna.
Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir
samkomulagið þau Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahags-
ráðherra, Eygló Harðardóttir, fé-
lags- og húsnæðismálaráðherra, og
Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Fyrir hönd sveitarfélaganna skrif-
uðu undir þeir Halldór Halldórsson,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, og Karl Björnsson fram-
kvæmdastjóri.
Telja aukna fjármuni duga
Gert er ráð fyrir að samkomulagið
leiði til þess að framlög til þjónustu
við fatlað fólk á hendi sveitarfélag-
anna aukist um allt að 1,5 milljarða
króna á ári. Annars vegar með því að
tímabundin 0,04% hækkun útsvars-
hlutfalls sveitarfélaga, sem ákveðin
var á síðasta ári, verði lögfest sem
hluti af hámarksútsvari þeirra og
hins vegar með hækkun framlaga í
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hlut-
fall af skatttekjum ríkissjóðs.
Halldór sagði ljóst að ákveðnir
hlutir stæðu út af í samkomulaginu
líkt og notendastýrð persónuleg að-
stoð (NPA) en þeir yrðu ræddir
áfram og lending fundin í þeim efn-
um líka. „Við erum á því að þessi
upphæð, einn og hálfur milljarður
sem bætist við tekjur sveitarfélag-
anna, dugi til að fjármagna þá aukn-
ingu sem átt hefur sér stað frá árinu
2011,“ sagði Halldór.
Þjónustan í sem bestan farveg
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra sagði við undirrit-
unina að það sem skipti mestu máli
væri að þjónustan við fatlað fólk væri
í sem bestum farvegi og það strand-
aði ekki á samskiptum milli stjórn-
sýslustiga hvernig sú framkvæmd
tækist.
Áhersla væri því lögð á að hafa góð
samskipti við sveitarstjórnarstigið.
„Ég er ekki síst að horfa til þess að
núna með nýjum lögum um opinber
fjármál þá þurfum við að koma sam-
an á hverju ári og fara yfir fjár-
hagsleg samskipti, verkefnaskipt-
inguna og það hvernig við ætlum að
deila opinberum tekjum á milli okkar
og ég vonast til þess að það sem við
höfum náð að leiða til lykta og hefur
staðið út af að undanförnu, það
hvernig við komum frá því geti verið
gott upphaf að góðu samstarfi inn í
lengri framtíð um þessi mál,“ sagði
Bjarni í samtali við mbl.is.
Strandi ekki á
samskiptum
stjórnsýslustiga
Framlag til þjónustu við fatlað fólk
eykst um allt að 1,5 milljarða króna
Sátt Samkomulag tókst með ríki og
sveitarfélögum um fjármögnun.
Þjónusta við fatlað fólk
» Samkomulag milli ríkis og
sveitarfélaga um endanlega
niðurstöðu um fjármögnun
þjónustu sveitarfélaga við fatl-
að fólk undirritað í gær.
» Skýrsla verkefnisstjórnar
um faglegt og fjárhagslegt mat
á yfirfærslu málaflokksins til
sveitarfélaga kynnt samhliða.
» Framlag til málaflokksins
eykst um allt að 1,5 milljarða
króna.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að óróinn í Evr-
ópu vegna atvinnuleysis, hryðju-
verkaárása og flóttamannastraums sé
farinn að hafa aukin áhrif á eftirspurn
eftir ferðalögum til Íslands.
Þetta segir Sigrún Unnsteinsdótt-
ir, annar eigenda bílaleigunnar Snail-
.is, og vísar til fjölda fyrirspurna frá
erlendum viðskiptavinum.
Mikil aukning er í bókunum hjá
Snail.is milli ára og er næsta sumar
þegar orðið þéttbókað. Vegna mikill-
ar eftirspurnar verður fyrirtækið
með 50 bíla í leigu á næsta ári.
Bílunum breytt í „svefnbíla“
Sigrún og eiginmaður hennar, Árni
Guðnýjarson, stofnuðu bílaleiguna ár-
ið 2010 og voru þá með sex bíla.
Reksturinn hefur vaxið á hverju ári
og bætast við 14 bílar á næsta ári. Bíl-
arnir eru sendibílar af ýmsum stærð-
um sem hefur verið breytt í „svefn-
bíla“ fyrir ferðalög.
Viðskiptavinirnir eru fyrst og
fremst erlendir ferðamenn.
„Það er töluverð aukning í bókun-
um milli ára. Ég held líka að ástandið í
heiminum hafi aukin áhrif á val ferða-
manna á Íslandi. Fólk sem talar við
okkur spyr í auknum mæli um trygg-
ingar gegn þjófnaði. Ég hef rætt við
fólk í Evrópu, var til dæmis í Póllandi
og Þýskalandi í haust. Fólk sem
ferðast á bílaleigubílum í Evrópu er
nú að lenda í allskonar vandræðum.
Það virðist vera aukning á þjófnaði á
bílum og innbrotum í bíla. Þegar fólk
spyr um þjófnaðartryggingu á Íslandi
kemur það af fjöllum þegar það heyr-
ir að við bjóðum ekki slíkar trygging-
ar. Við höfum aldrei lent í þjófnaði.
Fólk segist vera brennt eftir að hafa
ferðast á bílaleigubílum í Evrópu. Við
fórum að heyra þetta fyrst síðasta
sumar.“
Ekki bara náttúran sem laðar
Sigrún segir suma viðskiptavini
fyrirtækisins kaupa tryggingu ytra
áður en þeir koma til Íslands.
„Fólk vill í auknum mæli koma
hingað af því að það telur landið
öruggt. Fólk talar um að það sé ekki
aðeins náttúran sem laðar að heldur
líka að Ísland sé í tíu efstu sætunum
yfir örugga ferðamannastaði. Fólk
segir okkur að það álíti sig
miklu öruggara með fjölskyld-
una sína á Íslandi en einhvers
staðar í Suður-Evrópu. Þeg-
ar maður fer dýpra ofan í
málin fær maður þá um-
ræðu,“ segir Sigrún.
Vegna hryðjuverkaárás-
anna í París hefur ör-
yggisviðbúnaður
verið hertur mjög
víða í Evrópu.
Morgunblaðið/Ómar
Rekstur í örum vexti Bílafloti Snail.is hefur stækkað hratt á síðustu árum. Bílarnir eru geymdir inni yfir veturinn.
Ferðamenn telja sig
öruggari á Íslandi
Eigandi bílaleigu telur óróa í Evrópu hafa áhrif á bókanir
Vefsíða snail.is hefur legið niðri
að undanförnu vegna árása
tölvuþrjóta á netþjón.
„Síðan okkar www.snail.is var
hýst á netþjóni sem varð fyrir
árás, líklega vegna þess að hún
var á sama stað og fyrirtæki
tengt hvalveiðum,“ segir Sigrún
sem orðið hefur fyrir nokkrum
óþægindum vegna þessa.
Hún segir alla umfjöllun um
Ísland hjálpa til við markaðs-
setningu landsins. Tónlistar-
myndband Justins Biebers og
nýlegt myndband frægra hjóna
í indverska kvikmyndageir-
anum, Bollywood, séu
dæmi um landkynningu.
„Það er rætt um að
400 milljónir Indverja
séu komnir í millistétt.
Það má e.t.v. búast við
því að landkynning af þessu
tagi skili yngri ferða-
mönnum til lands-
ins,“ segir Sigrún.
Urðu fyrir
tölvuárás
VEFSÍÐAN LÁ NIÐRI
Sigrún
Unnsteinsdóttir
4.-18. MARS 2016
SUÐUR AFRÍKA
CAPE TOWN
Ævintýraferð til Suður Afríku þar sem
ferðast verður frá Cape Town um vín-
löndin upp til Klein Karoo og meðfram
ströndinni. Fararstjórar ferðarinnar eru
Bói og Villi sem bjuggu þar um tíma. NÁNAR Á UU.IS
Innifalið er flug, gisting,
flugvallarskattar, íslensk
fararstjórn, 20 kg taska
og handfarangur.