Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 11
okkar, það er á einhvern dularfullan
hátt í genetísku minni okkar. Lífið
er miklu dularfyllra en við gerum
okkur grein fyrir. Ég ber í mér allt
sem mamma, pabbi, ömmur, afar og
aðrir forfeður skiluðu mér í gegnum
genin.“
Tímarnir breyst til batnaðar
Í þessari nýjustu bók Þórunnar
bregður fyrir mörgum sterkum kon-
um, þetta er mikil kvennasaga,
mæðgnasaga, systrasaga og vin-
kvennasaga.
„Ég ólst upp meðal kvenna, við
erum fimm systurnar í hópi sjö al-
systkina. En á mínum bernskuárum
var stelpuheimur og strákaheimur
sitt hvor heimurinn og það er ótrú-
lega gaman að sjá hvað tímarnir
hafa breyst mikið til batnaðar. Það
er gaman að skoða kvennasöguna í
þessari bók og það er frábært fyrir
konur af minni kynslóð að hafa lifað
aukin kvenréttindi og sjá þau ger-
ast. Til dæmis finnst mér gaman að
sjá stríðsmálaðar blondínur núna
sem lögregluforingja á Íslandi. Litla
barnið í mér, þetta gamla, hrekkur í
kút, rétt eins og þegar ég lenti í
fyrsta sinn hjá kvenlækni á slysó, þá
hugsaði ég: „Ha, þessi litla stelpa í
græna sloppnum, er hún læknir?“
Þannig hittir maður sína eigin for-
dóma.“
Tabú tengd klofsvæðinu
Þórunn segir að það hafi verið
gaman fyrir menntaskólastelpu og
unga konu að upplifa hinn kraft-
mikla hippatíma og þá vakningu
sem honum fylgdi.
„Hippabyltingin, sem ég tók
þátt í, gekk meðal annars út á það
að afneita ríkjandi tísku og fara yfir
í meiri rómantík. Þá vaknaði fal-
legur stuðningur við þriðja heiminn,
sem ég áttaði mig ekkert á fyrr en
eftir á. Hipparnir voru með aftur-
hvarf til fortíðar, þeir vildu vefa sín
eigin klæði, vildu ekki vera háðir
kapítalisma heimsins. Fötin sem
hipparnir klæddust, batik og hand-
gerðar hippamussur, voru til að
sýna samstöðu með menningar-
heimum þriðja heims, indíánum,
Afríkumönnum og fleirum. Við vor-
um í uppreisn gegn staðlaðri og las-
inni vestrænni hugmyndafræði, við
risum upp gegn því að allir væru
klæddir í eins jakkaföt og konurnar
í óþægilegum tískuklæðum.“
Hippatímanum fylgdi líka frelsi
í ástamálum og tilraunir með hug-
víkkandi efni. Var Þórunn aldrei ef-
ins um að hún vildi opna ókunnu
fólki, lesendum bókarinnar, sýn inn
í hennar innstu persónulegu mál?
„Ég er orðin algerlega ónæm
fyrir þessu og hef ekkert til að
skammast mín fyrir. Er hægt að
gera meira en tala um sífilis hjá
ömmu og afa? Það var mál sem
hafði ofboðslega mikil áhrif á mína
fjölskyldu án þess að ég vissi, af því
þetta var þaggað niður þar til ég
fann það í bréfum fyrir þremur ár-
um. Þetta var mikið tabú, af því
þetta tengdist klofsvæðinu.
Kristninni fylgdi svo mikil kynbæl-
ing og konur voru lokaðar inni, og
eru því miður enn lokaðar inni víða
um heim. Ég vil leggja mitt af
mörkum til að berjast gegn kynbæl-
ingu. Mál sem tengjast klofsvæðinu
eiga ekki að vera feimnismál.“
Rekum dimma skugga burt
Þórunn segist löngu búin að
læra að það sé best að vera „org-
inal“, eins og maður er.
„Ég hvet fólk til að vera það
sjálft. Sem betur fer er miklu meira
umburðarlyndi en áður og komin
alls konar heiti á öllum þessum
syndrómum sem gera okkur sér-
stök. Þetta eru genetískar gjafir, og
álög. Þegar ég var ung áttu allir að
vera eins, og konur voru skelfilega
kúgaðar. Hávaxnar konur gengu í
keng og voru með bogið bak, en
núna rigsa ungu stelpurnar um á
háum hælum, stoltar af hæð sinni.“
Þórunn er mikil talskona já-
kvæðninnar og hún segir það miður
hversu oft hafi verið gert grín að
Pollýönnu.
„Það ætti að gera hana að dýr-
lingi. Nú hefur heila-líffræðin sýnt
fram á að þess meira sem maður
ákveður að hugsa um góða hluti og
velur það fagra framyfir það ljóta,
þess meira eykst virknin í heilastöð-
inni fyrir innan ennið þar sem
gleðin býr. Ef það væru heiðnir
tímar þá ætti að reisa Pollýönnu
hof. Og við færum þangað til að
sækja í okkur kraft til að draga
hvítu skuggana til okkar og reka þá
dimmu í burtu.“
Æskan 23 ára sólbrún ævintýrasnót í Mexíkó, eitt besta ár Þórunnar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið lau. 10-22, sun. 13-18
Nýtt kortatímabil
DIMMALIMM
Úrval af
Jólagjöfum,
Jólafötum
Úlpur
Kápur
Útigallar
Húfur
Lambúshetur
Náttföt
Náttkjólar
DimmalimmReykjavik.is
Gjöfin
hennar
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
www.selena.is • Næg bílastæði
Selena undirfataverslun
Undirföt
Náttföt
Sloppar
- Nýtt kortatímabil -
Opið alla daga til jóla
Gjafakort
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Jólagjöfin
hennar
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Flottar sokkabuxur og leggings
Austurveri | Háaleitisbraut 68 | sími 553 3305
FRÁBÆRT ÚRVAL
PILS - PEYSUR - BUXUR -
BOLIR - NÁTTFATNAÐUR
Meyjarnar
Fallegu jólagjafirnar
færðu hjá okkur
Skoðið flottu fötin á
friendtex.is
GjafakortOpið laugardaga í desember kl. 12-16
Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is
Opið alla virka daga kl. 11:00-17:00, laugardaga kl. 12:00-16:00.
Mikið úrval af primaloft jökkum fyrir dömu
og herra, einnig hálfsíðar kápur.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Náttfatnaður og
nærfatnaður frá
Calvin Klein