Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Það er alltaf fjör og gleði á aðventu-
helgistundum Íslendinga í Hull og
London á Englandi og á því var
ekki breyting um liðna helgi. „Þetta
var skemmtilegt að vanda, byrjunin
á jólunum hjá okkur,“ segir Inga
Lísa Middleton, formaður íslensku
sóknarnefndarinnar í London.
Nefndin mætir árlega með ís-
lenska kórinn, organista og prest á
aðventuhelgistundina og jólaballið í
Hull, sem fór fram í dansk-
færeysku sjómannakirkjunni.
„Eins og venjulega sungum við líka
íslensk jólalög í lestinni við góðar
undirtektir,“ segir Inga Lísa.
Að helgistundinni lokinni var
slegið upp íslensku jólaballi, þar
sem jólasveinarnir Hurðaskellir og
Stúfur komu í heimsókn. Daginn
eftir var sambærileg íslensk að-
ventuhelgistund í Sænsku kirkj-
unni í London. Hópur barna og
unglinga bar inn kertaljós, nokkur
þeirra lásu ritningarlestra og jóla-
guðspjall og sungnir voru íslenskir
aðventu- og jólasálmar. Sr. Sig-
urður Arnarson leiddi helgihaldið,
íslenski kórinn í Lundúnum söng
undir stjórn Helga Rafns Ingvars-
sonar. Elísabet Þórðardóttir lék
undir á orgel og píanó. Íslendinga-
félagið sá síðan um jólaballið á eft-
ir. „Þetta er mjög skemmtileg hefð
og heldur samfélaginu saman,“ seg-
ir Inga Lísa.
Vilborg Gunnlaugsdóttir hefur
lengi starfað með Freyjunum, fé-
lagsskap íslenskra kvenna á
Húmbrusvæðinu. Hún segir að ís-
lenska samfélagið í Hull og ná-
grenni leggi mikið upp úr því að
viðhalda þessum hefðum og stundin
hafi verið notaleg. „Fjölskyldurnar
halda vel saman og það er góð sam-
staða og samvinna hjá fólkinu,“
segir hún. Bætir við að það sé alltaf
ánægjulegt að fá kórinn og prest-
inn í heimsókn.
Öflugt starf
Jón Aðalsteinn Baldursson bisk-
up var ráðinn prestur Íslendinga í
Bretlandi 1989 og þá kom hann ís-
lensku sóknarnefndinni í London á
laggirnar. Hann gegndi embættinu
í 19 ár. Sigurður Arnarson tók við
af honum 2004 og var til 1. desem-
ber 2009, þegar embættið var lagt
niður. Sóknarnefndin hélt starfinu
áfram með stuðningi frá íslensku
þjóðkirkjunni og lúthersku kirkj-
unum í Bretlandi, einkum kirkj-
unum frá Skandinavíu og Eystra-
saltsríkjunum. Helgi Rafn
Ingvarsson, doktorsnemi í tón-
smíðum við Guildhall School of Mu-
sic and Drama, hefur verið kór-
stjóri undanfarin fjögur ár.
„Söfnuðurinn hefur haldið úti
góðu starfi,“ segir Sigurður, en frá
því prestsembættið var lagt niður
hafa Jón, Sigurður og Steinunn
Arnþrúður Björnsdóttir skipst á að
sinna fjórum messum á ári í Lond-
on og einni í Hull. „Það er dásam-
legt að taka þátt í þessu með þeim
og halda tengslunum við fólkið,“
áréttar Sigurður.
Ljósmynd/Helgi Rafn Ingvarsson
London Frá aðventuhelgistundinni í sænsku kirkjunni, þar sem Íslendingar fjölmenntu.
Jólin byrjuð hjá Íslend-
ingum í Hull og London
Gleði á íslenskum aðventuhelgistundum og jólaböllum
Ljósmynd/Vilborg Gunnlaugsdóttir
Hull Hurðaskellir og Stúfur mættu á jólaballið og skemmtu börnunum.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ég tel enga þörf á að breyta lög-
unum. Þau byggjast fyrst og fremst á
tilskipun frá ESB. Ef hætt verður
með íblöndunarefni í eldsneyti þá
munum við menga meira. Við gætum
mjög auðveldlega aukið framleiðslu
okkur til að anna allri eftirspurn með
5% íblöndun í alla díselolíu,“ segir
Sigurður Eiríksson, einn eigenda Ís-
lensks eldsneytis ehf., sem hefur ver-
ið að framleiða lífdíselolíu úr repju.
Fyrirtækið er einnig að prófa sig
áfram með íblöndunarefni úr þör-
ungaræktun, sem bæði innlendir og
erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á,
m.a. eitt af stóru olíufélögunum hér á
landi. Sigurður segir of snemmt að
segja til um hvaða olíufélag sé um að
ræða, viðræður séu á lokametrunum.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu liggur fyrir frumvarp fjög-
urra þingmanna um breytingar á lög-
um um endurnýjanlegt eldsneyti í
samgöngum á landi. Haft var eftir
Sigríði Á. Andersen, einum flutnings-
manna, að lögin væru vanhugsuð og
búin að valda íslenskum neytendum
óþarfa kostnaði og skaða. Samkvæmt
lögunum, nr. 40/2013, verða sölu-
aðilar eldsneytis m.a. að tryggja að
minnst 5% af orkugildi heildarsölu
eldsneytis til notkunar í samgöngum
skuli vera endurnýjanlegt eldsneyti.
Metanól frá CRI á Reykjanesi hefur
ekki reynst góður kostur til íblönd-
unar og hafa íslensku olíufélögin flutt
inn etanól frá finnska fyrirtækinu
Neste, til að standast kröfur laganna,
með miklum tilkostnaði. Finnska efn-
ið er unnið úr pálmaolíu en íblönd-
unarefni úr þörungum er m.a. unnið
úr koltvísýringi og heitu vatni. Auka-
afurðir eru fullnýttar, m.a. í dýrafóð-
ur. Einnig er hægt að búa til etanól
úr hratinu með smá íblöndun af glýs-
eríni er til fellur við olíuframleiðslu.
Íslensk framleiðsla ekki öll eins
Sigurður segist geta tekið undir þá
gagnrýni að metanól sé ekki hentugt
íblöndunarefni. Ekki sé hins vegar
hægt að setja alla íslenska fram-
leiðslu undir einn hatt, það sé eins og
líkja saman appelsínum og kart-
öflum.
Sigurður segir afurð Íslensks elds-
neytis hafa staðist allar kröfur og
gefist vel hjá þeim aðilum sem byrj-
aðir eru að nota íblöndunarefnið, t.d.
rútufyrirtækið Gray Line Iceland og
Landsvirkjun. Gray Line keypti ný-
verið 30% hlut í fyrirtækinu og kín-
verskir fjárfestar hafa einng sýnt
áhuga, líkt og kom fram í Morgun-
blaðinu nýverið. Þá hefur íslenskt ol-
íufélag, sem fyrr segir, sýnt fyrir-
tækinu mikinn áhuga.
„Okkar framleiðsla í dag er aðal-
lega repjuolía en þörungaolía er
framtíðin. Við ættum að geta annað
allri eftirspurn eftir íblöndun hér á
landi. Metanól verður aldrei notað
sem íblöndunarefni,“ segir Sigurður,
sem gerir sér vonir um að á næstu ár-
um verði framleiðsla á þörungaolíu
komin á fullt skrið í verksmiðju fyrir-
tækisins á Reykjanesi.
Aukin mengun ef
hætta á íblöndun
Eitt stóru olíufélaganna hefur sýnt
Íslensku eldsneyti ehf. mikinn áhuga
Valgeir Sigurðsson,
rithöfundur og blaða-
maður, lést 8. desem-
ber sl., 88 ára gamall.
Valgeir fæddist 23.
mars árið 1927 í
Fremri-Hlíð í Vopna-
fjarðarhreppi og ólst
þar upp. Hann var
sonur hjónanna Sig-
urðar Þorsteinssonar,
og Guðrúnar Sigríðar
Sigurjónsdóttur.
Hann átti þrjú syst-
kini og tvö uppeld-
issystkini sem öll eru
látin.
Eftirlifandi eiginkona Valgeirs er
Sigríður Einars Sveinsdóttir kenn-
ari. Saman eignuðust þau soninn
Svein Valgeirsson prest í Dóm-
kirkjunni. Stjúp-
dóttir Valgeirs er
Þórný Perrot.
Árið 1957 flytur
Valgeir til Reykja-
víkur og frá 1965
var hann búsettur í
Kópavogi. Hann
starfaði m.a. sem
blaðamaður á Tím-
anum í ein 12 ár og
var skjalavörður í
Alþingi frá 1979 til
starfsloka 1997.
Hann var einn af
stofnendum Holl-
vinafélags Rík-
isútvarpsins. Hann var höfundur
fjögurra viðtalsbóka auk þess sem
ljóð, viðtöl og greinar eftir hann
hafa birst í fjölda rita.
Andlát
Valgeir Sigurðsson
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
stendur fyrir sinni árlegu jólatrjáa-
sölu í Hamrahlíðarskógi. Opið verð-
ur frá klukkan 10 til 16 um helgina
og verða jólasveinar á ferðinni báða
dagana kl. 13.
Í skóginum getur fjölskyldan sag-
að sér alíslenskt jólatré fyrir jólin en
einnig eru til söguð tré á staðnum. Í
Hamrahlíð hafa verið ræktuð tré í
rúm fimmtíu ár. Skógurinn er við
Vesturlandsveg í Úlfarsfelli í Mos-
fellsbæ. Skógurinn blasir við þegar
Vesturlandsvegur er ekinn.
Jólatrjáasala hafin
í Hamrahlíðarskógi
Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs
2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni
á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viður-
kenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja
til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og
uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og
þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar
ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá
Flugfélagi Íslands. Handhafi Eyrarrósarinnar
hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur.
Frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú er verndari
Eyrarrósarinnar.
Umsóknum skal fylgja
Lýsing á verkefninu
Tíma- og verkáætlun
Upplýsingar um aðstandendur
Fjárhagsáætlun
Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. janúar 2016
og verður öllum umsóknum svarað. Þær skulu sendar
með tölvupósti til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið
eyrarros@artfest.is
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu
Listahátíðar í síma 561–2444 og á vefsvæði
Eyrarrósarinnarwww.listahatid.is/eyrarrosin
Eyrarrósin 2016
auglýsir eftir umsóknum