Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri „Þetta er skemmtilegt og byrjaði vegna áhuga okkar á vinnslu af- urða og eldun á góðu hráefni. Við höfum lengi verið að stússa í svona fyrir okkur sjálf, en á sínum tíma unnum við bæði í kjöt- vinnslum.“ Þetta segir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir, kúabóndi í Vallakoti í Þingeyjarsveit, en hún og maður hennar, Þórsteinn Rúnar Þór- steinsson, eru nýlega orðin félagar í samtökunum Beint frá býli og hafa um nokkurt skeið verið að fóta sig í heimavinnslu búfjár- afurða o.fl. Markaðsdagur í sveitinni „Við reykjum kjöt á haustin og auk þess sperðla og silung allt ár- ið. Þá tökum við allar nautatungur sem falla til og reykjum þær auk þess að gera líka tilraunir með ýmislegt hráefni og það er mjög gaman að því,“ segir Jóhanna, en nú á dögunum var haldinn mark- aðsdagur í sveitinni og komu mjög margir til þess að sjá það sem er á boðstólum frá Vallakotsbúinu. Jóhanna Magnea og Þórsteinn Rúnar eru með nokkuð stórt kúabú og hafa í ýmsu að snúast, en áhuginn á heimavinnslu hefur alltaf verið að aukast og því var ákveðið að slá til. Þau eru einnig með kindur og sperðlarnir eru all- ir gerðir úr kindakjöti úr Vallakoti og nágrannabæjum þar sem fjárbúið er ekki mjög stórt. Sperðlarnir eru án bindiefna og eftir gömlum uppskriftum sem þau kynntust í sínum uppvexti, en þau eru bæði uppalin í sveit. Mikilvægt að kjötið meyrni Á kúabúinu fellur ýmislegt spennandi til og má þar nefna nautatungurnar sem þau reykja og er Þórsteinn Rúnar reykmeist- arinn á bænum. Hann reykir við tað sem þau hjónin þurrka sjálf og í sumar var byggt nýtt reykhús í Vallakoti sem þau eru að fá vottun á til þess að þau megi selja reykt- ar afurðir. Ábrystir eru einnig mjög vinsæl vara sem mikið fellur til af í Valla- koti enda bera margar kýr á hverju ári. Þær þarf að frysta og síðan eru þær seldar í flöskum til neytenda. Nautakjötið er allt skorið í stór stykki strax eftir slátrun gripa og öllu kjötinu er pakkað í lofttæmd- ar umbúðir. Þannig er það látið meyrna í allt að 20 daga í kæli og síðan skorið og pakkað í neytenda- umbúðir. Þau eru með lærðan kjötiðnaðarmann sem kemur alltaf til þeirra til þess að úrbeina og til að tryggja að allt sé rétt gert. Mjög góður rómur hefur verið gerður að þessari aðferð og þykir kjötið sérlega vel verkað og bragðgott. Hreinar afurðir án aukaefna Jóhanna Magnea hefur einnig mikinn áhuga á niðursuðu ýmiss konar og býr til marmelaði o.fl. sem hún verið að selja á markaðs- dögum. Þar hefur hún lagt mjög mikið upp úr umbúðum og má segja að hún skreyti hverja krukku. Hún kaupir rauðrófur og rauðkál til þess að sjóða niður og er með fjölbreytt úrval gjafa- pakkninga í matvörunni. Fjalla- grösin eru t.d. í sérstökum pokum merktum Vallakoti. Í Þingeyjarsýslu hefur verið vaxandi áhugi á heimavinnslu af- urða sem og handverki öllu og fyr- ir jólin eru markaðsdagar haldnir víða þar sem búfjárafurðir og ým- islegt handverk tengt landbúnaði er til sölu. „Það er örugglega framtíð í vinnslu afurða í smáum stíl heima og okkar markmið er að vera með gæðavörur. Hreinar af- urðir án aukaefna sem neytendur vita hvaðan koma,“ segir Jóhanna Magnea í Vallakoti brosandi og segir að þau hjón séu bjartsýn á framhaldið í heimavinnslunni. Vaxandi áhugi á heimavinnslu  Hjónin á kúabýlinu Vallakoti í Þingeyjarsveit feta sig áfram í heimavinnslu afurða  Komin í sam- tökin Beint frá býli  Ábrystir og marmelaði  Reykja kjöt, tungur, sperðla og silung í nýju reykhúsi Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vallakot Gamlar uppskriftir í heiðri hafðar. Jóhanna Magnea Stefánsdóttir, bóndi í Vallakoti, með hangikjöt og stóra sperðla sem eru gerðir eftir gamalli sveitauppskrift. Bóndi hennar, Þórsteinn Rúnar, er reykmeistarinn. Markaðsdagur Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson gefur gestum að smakka hrátt jólahangikjöt. Íshildur Rún Haraldsdóttir 10 ára fylgist forvitin með. Skreyttar krukkur Það er margt bragðgott og fallegt að finna í hill- unum hjá Vallakotshjónum. Krossgátubók ársins 2016 er kom- in í verslanir en bókin kemur út ár hvert fyrir jólin. Þetta er 33. árgangur bókarinnar. Krossgátubókin er 68 síður og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir annarrar hverrar gátu eru aftast í bókinni. Forsíðu- myndin er að venju eftir Brian Pilkington teiknara. Hún er af Bjarna Benediktssyni fjármála- ráðherra. Krossgátubók ársins 2016 fæst í blaðasölustöðum landsins. Útgef- andi er sem fyrr Ó.P.-útgáfan ehf., Grandagarði 13, Reykjavík, en að- aleigandi hennar er Ólafur Páls- son. Prenttækni ehf. prentaði bók- ina. Krossgátubók árs- ins 2016 komin út Opinn fræðslu- fundur um heil- ann verður hald- inn í fyrir- lestrasal Íslenskrar erfða- greiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík, í dag, laugardag, klukkan 14 til 15.30. Kári Stefánsson, læknir og erfða- fræðingur, Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum, Auður Jónsdóttir rithöfundur og Jón Kal- man Stefánsson rithöfundur halda erindi um heilann. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur frá kl. 13:30. Allir eru velkomnir. Opinn fræðslu- fundur um heilann Kári Stefánsson Laugardaginn 12. desember klukk- an 11 kemur Stekkjarstaur í Þjóð- minjasafnið en hann er fyrstur bræðra sinna til að koma til byggða. Í kjölfarið koma sveinarnir hver af öðrum í safnið eins og þeir hafa gert frá árinu 1988. Jólasvein- arnir skemmta gestum með söng og skemmtisögum með fróðlegu ívafi. Allir velkomnir en hópar eru beðnir að bóka heimsóknir á jóla- sveinadagskrána á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is. Stekkjarstaur mætir í Þjóðminjasafnið STUTT Glæsilegur kvenfatnaður & fylgihlutir Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Fylgist með okkur á faceboock
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.