Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 40

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 ekki ganga svo langt að segja að þær séu góðar, þó að flóttafólkið í þorpinu þurfi ekki að hafast við í tjöldum eins og víða annars stað- ar, geti aflað sér einhverra tekna, börnunum gefist kostur á að ganga í almenningsskóla og að þeim bjóðist ókeypis, lágmarks heilsugæsla sem m.a. er rekin fyr- ir fé frá Rauða krossinum á Ís- landi. Líkamleg heilsa mæðranna sem sækja heilsugæslustöðina í Joun er almennt góð. Það sama má segja um börnin. Það er hefð fyrir því að sýrlenskar konur hafi börn sín lengi á brjósti, jafnvel í tvö ár. Það hefur sem betur fer ekkert breyst þrátt fyrir flóttann frá heimalandinu. En það er andlega hliðin sem veldur heilbrigðisstarfsfólkinu áhyggjum. Þjökuð vegna stríðsins „Margir eiga mjög erfitt,“ segir líbanski læknirinn sem starfar á sjúkrahúsi en vinnur einn dag í viku á heilsugæslustöðvum Rauða krossins. Biðstofan er nú full af ungum mæðrum og börnum þeirra. Sum hlaupa um og leika sér, önnur kúra í hlýju hálsakoti mömmu. Læknirinn sér fram á enn einn langan dag á vaktinni. En honum dettur ekki í hug að kvarta. „Þau vilja sum spjalla, segja mér sína sögu,“ segir hann. „Þau eru þjökuð vegna þess sem þau sáu í Sýrlandi og vandamál- anna sem hafa fylgt þeim.“ Rauði krossinn rekur sjö fær- anlegar heilsugæslustöðvar fyrir flóttafólkið í Líbanon, fimm eru reknar af þeim norska með stuðn- ingi þess íslenska. Þar er t.d. boð- ið upp á mæðra- og ungbarnaeft- irlit og ókeypis lyf. Vonast er til að hægt verði að fjölga þeim á næstunni og ná þá til afskekktustu svæðanna í fjöllunum. Einstakt traust og virðing Rauði krossinn í Líbanon hefur algjöra sérstöðu í landinu. Sam- tökin njóta gríðarlegs trausts og virðingar. Það auðveldar allt mannúðarstarf, líka erlendra syst- ursamtaka sem halda úti marg- þættri aðstoð við sýrlenska flótta- fólkið. Það þykir upphefð að starfa sem sjálfboðaliði hjá samtökunum og því vilja margir ganga til liðs við þau. Ekki veitir af, verkefnin eru ærin, ekki síst nú þegar 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna í neyð hefur bæst við þær 4,4 millj- ónir manna sem fyrir bjuggu í Líbanon. Ein í múrsteinskofa Bræðurnir Hassan og Ali Jawh- ar eru í sjálfboðaliðasveit líbanska Rauða krossins. Síðustu daga hafa þeir sett upp rotþrær og vatns- tanka við múrsteinskofa 18 fjöl- skyldna við ólífu- og appels- ínuakra skammt frá Joun. Þeir hafa kynnst flóttafólkinu vel, er fagnað er þeir mæta í rauðu vest- unum sínum á svæðið. Í gær settu þeir upp kamar við múrsteinskofann hennar Safivu. Í dag er hún í öngum sínum og þeir eiga erfitt með að skilja hana. Hún grætur svo mikið. Hún brotn- ar niður um leið og hún sér þá og það eina sem Ali heyrir hana segja í fyrstu er: „Maðurinn minn, maðurinn minn. Ég sakna hans svo. Getið þið hjálpað mér?“ Hass- an leggur hönd á öxl hennar. Hún róast lítið. Fyrir fjórum mánuðum lagði eiginmaður hennar af stað frá Líbanon. Ferðinni var heitið til Grikklands og þaðan til Þýska- lands. Hún heyrði ekkert í honum lengi og hélt að hann væri dáinn. En nú telur hún sig vita að hann hafi náð á leiðarenda. „Og ég þarf að komast til hans, hvernig get ég það? Ég á ekkert,“ segir hún og þerrar tárin með slæðunni sinni. Ekkert sprengjuregn en sár fátækt Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Safiva hefur orðið fyrir. Hún varð að flýja þorpið sitt, Hala í Sýr- landi, þegar húsið hennar var sprengt í loft upp. Nú er hún alls- laus, alein og fjarri heimkynnum sínum. „Ég veit ekkert hvað varð um aðra í fjölskyldunni minni. Við komum hingað ein eftir sprengju- regnið, ég og maðurinn minn.“ Í Líbanon er hún laus við sprengjurnar og hinn stöðuga ótta sem reif í hverja taug. En aðstæð- urnar eru langt frá því að vera góðar. Hún hefur verið á flakki á milli landshluta, milli þorpa. Nú er hún nýflutt í þennan óeinangraða múrsteinskofa og heldur ráðalaus. Hún er þó þakklát Ali og Hassan. Þeir vilja allt fyrir hana gera. Lofa henni nýrri hurð á kofann. Færa henni segldúka og ætla að hjálpa henni að koma þeim á þak- ið fyrir veturinn. En hjartasárið er enn opið. Maðurinn hennar er í órafjarlægð. Á ókunnum stað. Og hún veit ekki hvort hún hittir hann aftur. Hættuför yfir hafið Fleiri flóttamenn hafa tekið sömu ákvörðun og Safiva og eig- inmaður hennar, að senda einn fjölskyldumeðlim til Evrópu í þeirri von að hann fái hæli og aðr- ir ættingjar geti fylgt í kjölfarið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Heilu fjölskyldurnar geta ekki flú- ið, þær hafa ekki efni á því. „Við heyrum stöðugt af fleiri flóttamönnum sem eru búnir að gefast upp á dvölinni hér og vilja komast til Evrópu,“ segir Dana Sleiman, upplýsingafulltrúi Flótta- mannastofnunar í Líbanon. „Þeir ætluðu sér það ekkert í upphafi, ætluðu heldur að bíða stríðið í Sýrlandi af sér í kunnuglegu ná- grannalandi. En sumir taka áhættuna og fara með þessum bátum smyglara til Evrópu. Ör- væntingin er sláandi.“ Þetta er neyðarúrræði, hættu- för. Um 3.500 flóttamenn eru tald- ir hafa farist á leið sinni um hafið til Evrópu á þessu ári. Stundum eru börnin send ein af stað. Violet hjá UNICEF heyrði af fjölskyldu sem ætlaði að senda fimm ára dreng einan síns liðs á báti frá Líbanon til Tyrklands og þaðan til Evrópu. Lokaáfangastaðurinn var Belgía þangað sem einhver skyld- menni voru þegar komin. Þar sleppur hann kannski við að þurfa að vinna, eða að sjá á eftir systur sinni barnungri í hjónaband. „Ég hef ekki heyrt hvort þau létu verða af því,“ segir Violet hugsi og bætir við: „En þetta er aðeins eitt dæmi.“ Lítill kofi hlaðinn úr múrsteinum í skjóli banana- trjánna. Geislar sólar gægjast í gegnum þykkt lauf- skrúðið og fuglarnir syngja í hitanum sem er óvenju mikill miðað við árstíma í Líbanon. Tvær mæður taka brosandi á móti bræðrunum Ali og Hassan Jawhar, sjálfboðaliðum Rauða krossins, með ung- börn sín á handleggnum. Lítill drengur, þriggja ára á að giska, réttir mér höndina, forvitinn. Mestan áhuga hefur hann á bláum og bleikum skónum mín- um. Bræðurnir hafa litið til með þeim um skeið. Önn- ur þeirra, Nawal, eignaðist tvíbura fyrir tíu dögum. Hún nefndi stúlkurnar sínar Hibu og Hemu. Hema litla er sofandi inni í kofa en Hiba geispar værðar- lega í fangi móður sinnar. „Vitið þið hvað gerðist?“ segir Nawal og brosið þurrkast skyndilega af andliti hennar. „Það kom hópur manna, þeir lögðu bílnum við veginn. Svo tóku þeir mennina okkar og fóru með þá inn á akurinn. Þeir börðu þá.“ Ali og Hassan er brugðið. En konurnar geta ekki gefið þeim neinar skýringar aðrar en þær að þau séu innflytjendur og árásarmennirnir heimamenn. Þau eru Sýrlendingar og þeir Líbanar. Við kofann þeirra líkt og fleiri í nágrenni borg- arinnar Saida í suðurhluta landsins er nú kominn vatnstankur og rotþró. Þær eru þakklátar Rauða krossinum. Sérstaklega er tvíburamóðirin Nawal ánægð með útisturtuna sem Ali og Hassan settu upp. Rauði krossinn stendur yfirleitt ekki í slíkum verk- efnum, þetta er fyrsta sturtan sem þeir félagar setja upp á svæðinu. En Ali segir einfaldlega: „Hún vildi útisturtu svo við gerðum útisturtu fyrir hana.“ Nawal var mjög áhyggjufull er hún gekk með tví- burana. Hún kom til Líbanons frá Sýrlandi áður en borgarastyrjöldin braust út og hefur lítið sem ekkert stuðningsnet. Rauði krossinn veitti henni aðstoð, út- vegaði henni mæðravernd, og svo fór að hún fæddi stúlkurnar á sjúkrahúsi en þurfti að greiða fyrir fæðingarhjálpina úr eigin vasa. En síðan þá hefur hún engan lækni hitt. Og ekki dætur hennar heldur. „Við sendum einhvern strax á morgun,“ segir Hass- an ákveðinn. Henni er létt og bros læðist aftur fram á varir hennar. Færanleg heilsugæsla, sem íslenski Rauði kross- inn rekur ásamt þeim norska, er nýbyrjuð að eiga viðkomu í nágrenninu. Með þeirri þjónustu sem Nawal getur fengið þar, s.s. ungbarnavernd, er von til þess að aðstæður hennar breytist til hins betra. Hún, Hema og Hiba bætast því fljótlega í hóp yfir 90 þúsund flóttamanna sem fá aðstoð hjá heilsugæsl- unum árlega. Kannski er það þegar orðið raunin. Tvíburamóðir Nawal með dóttur sína Hibu í fanginu. „Vitið þið hvað gerðist?“ Á flótta Hálf milljón sýrlenskra barna er nú í Líbanon. Mörg þeirra eru fædd í landinu, enda um 3-5 ár síðan flestir flóttamennirnir flúðu þangað undan stríðinu í heimalandinu. Þau fá ekki alltaf fæðingarvottorð og eru því ríkisfangslaus. Flest flóttafólkið býr við fátækt og hefur aðeins takmarkaðan aðgang að heilsugæslu. Þegar börnin eldast er alls ekki víst að þau geti gengið í skóla. Morgunblaðið/Sunna Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil Hunda- og kattafóður á frábæru verði Ný stærri og glæsilegri verslun Kíktu í heimsók n L i f and i v e r s l un Verð að eins 13.900 kr. Elite fiskabúr TILBOÐ • 54 l. • Ljós og ljósastæði • Lok • Dæla • Hitari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.