Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 54
54 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
skipaði í gær hersveitum sínum sem
staðsettar eru innan landamæra
Sýrlands að svara af fullum þunga
öllum þeim ógnum sem þar í landi er
að finna. Eiga sveitir Rússlands að
uppræta þær án tafar.
„Ég gef ykkur fyrirskipun um að
bregðast eins harkalega við og kost-
ur er,“ sagði Pútín á varnarmála-
fundi, en viðburðurinn var sýndur
beint í rússneska sjónvarpinu. „Öll-
um þeim skotmörkum sem ógna
rússneskum sveitum eða innviðum
okkar ríkis ber að eyða án tafar.“
Í máli sínu ávarpaði forsetinn
einnig óbeint ráðamenn í Ankara í
Tyrklandi, en stutt er liðið frá því að
tyrkneskar orrustuflugvélar skutu
niður rússneska herflugvél við
landamæri Sýrlands. Gerðist það 24.
nóvember síðastliðinn.
Varar við frekari ögrun
Rússnesku flugmennirnir náðu
báðir að skjóta sér út úr brennandi
þotunni og var annar þeirra skotinn
til bana af uppreisnarsveitum er
hann sveif til jarðar í fallhlíf sinni.
Hinum manninum var hins vegar
bjargað. Í björgunaraðgerðinni lést
einnig annar rússneskur hermaður
er skotið var á aðra af þeim tveimur
þyrlum sem sendar voru á vettvang.
„Ég vil vara þá við sem aftur hefðu
í hyggju að reyna að skipuleggja ein-
hvers konar ögrun í garð okkar her-
manna,“ sagði Pútín einnig í ávarpi
sínu á fundinum.
Yfirlýsingin talin áhyggjuefni
Lofthernaður Rússa innan landa-
mæra Sýrlands hófst 30. september
síðastliðinn og er með aðgerðunum
verið að styðja við bakið á Bashar al-
Assad Sýrlandsforseta sem átt hefur
í langvarandi og blóðugum átökum
við fjölmarga hópa vopnaðra upp-
reisnarmanna. Fréttaveita AFP
greinir frá því að yfirlýsing Pútíns sé
áhyggjuefni margra en Rússar hafa
margsinnis verið sakaðir um að
sprengja upp önnur skotmörk en
þau sem tengjast Ríki íslams.
Brett McGurk, sérfræðingur
Hvíta hússins í málefnum Ríkis ísl-
ams, hefur meðal annars sagt ein-
ungis 30 prósentum þeirra loftárása
sem Rússar halda úti innan landa-
mæra Sýrlands vera beint gegn liðs-
mönnum vígasamtaka Ríkis íslams. Í
flestum tilfellum segir McGurk
Rússa beina spjótum sínum gegn
öðrum uppreisnarhópum á svæðinu.
Hafa því einkum mannréttinda-
samtök auknar áhyggjur af enn frek-
ara mannfalli í röðum almennra
borgara nú er Pútín Rússlandsfor-
seti boðar hertar hernaðaraðgerðir
innan landamæra Sýrlands.
Rússar sýni klærnar óspart
Eyða ber öllum
ógnum gegn Rúss-
landi án tafar
AFP
Hervald Vladimír Pútín Rússlandsforseti var ómyrkur í máli er hann ávarpaði varnarmálafund í gærdag.
Guo Guangc-
hang, sem er
einn ríkasti mað-
ur Kína og fram-
kvæmdastjóri
fyrirtækisins
Fosun Inter-
national, er nú
horfinn. Hafa
starfsmenn fyr-
irtækis hans, að sögn AFP, ekki
heyrt frá Guo síðan í fyrradag.
Uppi eru sögusagnir um að Guo
sé nú í haldi lögreglu og hefur
breska ríkisútvarpið (BBC) það eft-
ir heimildarmanni innan fyrirtæk-
isins að Guo sé að líkindum að veita
lögreglu aðstoð í tengslum við ein-
hverja rannsókn. „Hann er ekki til
rannsóknar sjálfur,“ sagði hann án
þess að vilja geta sér til um hvaða
rannsókn það væri.
KÍNA
Einn ríkasti maður
Kína hvarf í skyndi
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna segir Abu Saleh, yfirmann fjár-
mála innan vígasamtaka Ríkis ísl-
ams, hafa verið drepinn nýverið í
loftárás bandamanna innan landa-
mæra Sýrlands. Var hann „einn af
æðstu og reyndustu mönnum“ sam-
takanna, að því er fréttaveita AFP
greinir frá, en árásin var gerð í nóv-
ember síðastliðnum.
„Abu Saleh er þriðji meðlimur í
fjármálastjórnun samtakanna sem
við drepum,“ sagði Steve Warren,
ofursti í Bandaríkjaher, á blaða-
mannafundi sem haldinn var í Bag-
dad í Írak. Sagði hann þar Saleh
hafa gegnt eins konar stöðu fjár-
málaráðherra Ríkis íslams.
Brett McGurk, sérfræðingur
Hvíta hússins í málefnum Ríkis ísl-
ams, segir í færslu á samskiptasíðu
Twitter að Saleh hafi verið drepinn
ásamt tveimur aðstoðarmönnum sín-
um og að bandarískar hersveitir hafi
leitt loftárásina.
Hefur lamandi áhrif
„Drápið á Saleh og forverum hans
er mjög lýjandi fyrir samtökin og
dregur úr bæði þekkingu og hæfi-
leikum þeirra til að samræma fjár-
mögnun samtakanna,“ sagði Warren
ofursti. „Árásir sem þessar eru til
marks um hvernig við förum að því
að eyða þessum samtökum.“
AFP
Hermál Brett McGurk, sérfræðingur Hvíta hússins í málefnum Ríkis íslams,
á blaðamannafundi sem haldinn var í sendiráði Bandaríkjanna í Írak.
Skarð höggvið í
raðir Ríkis íslams
Prófanir stóðu yfir í Pakistan í gær
á öflugri tegund skotflaugar sem
borið getur kjarnaodd. Eldflaugin
sem um ræðir nefnist, að sögn
fréttaveitu AFP, Shaheen III og er
hún hönnuð til þess að granda skot-
mörkum á jörðu niðri í allt að 2.750
kílómetra fjarlægð, en vopn þetta
getur borið bæði hefðbundna
sprengjuhleðslu og kjarnaodd.
„Þessu vel heppnaða flugi, sem
endaði í Arabíuhafi, var ætlað að
staðfesta tæknigetu þessa vopna-
kerfis,“ segir í tilkynningu yfir-
stjórnar hersins þar í landi, en
þetta er í annað skipti á þessu ári
sem herinn prófar Shaheen-
skotflaug. Var það seinast gert í
mars síðastliðnum. Hershöfðinginn
Mazhar Jamil, sem fer fyrir skot-
flaugaáætlun Pakistans, hrósaði
mjög þeim vísindamönnum sem að
prófunum þessum komu og segir
þær marka þáttaskil.
PAKISTAN
Shaheen tók á loft
frá skotpalli sínum
AFP
Vopn Skotflaugin Shaheen III frá
Pakistan getur borið kjarnaodd.
John Kerry,
utanríkis-
ráðherra Banda-
ríkjanna, mun
næstkomandi
þriðjudag sækja
Moskvu heim á
leið sinni frá Par-
ís og sitja þar
fund með Vla-
dimír Pútín Rússlandsforseta, en til
umræðu verða einkum málefni Sýr-
lands og stríðið gegn víga-
samtökum Ríkis íslams þar í landi.
„Þeir munu ræða hinar yfir-
standandi tilraunir til að koma á
breytingum á stjórnmálum Sýr-
lands,“ hefur fréttaveita AFP eftir
talsmanni utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna, en Kerry mun einn-
ig koma inn á málefni Úkraínu.
Þá greinir AFP jafnframt frá því
að Kerry muni eiga fund með Ser-
gei Lavrov utanríkisráðherra.
BANDARÍKIN
John Kerry sækir
Vladimír Pútín heim
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
NIKITA
hundaolía
Selolía fyrir
hunda
VP Globe
Nú199.900 kr.
SPARAÐU 50.000 kr.
Loftljós hannað af Verner Panton.
40 cm. 249.900 kr. Nú 199.900 kr.
VPGlobe-loftljós
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
Opið til 22:00 alla daga til jóla - lau. 10-22, sun. 12-22, mán. - fös. 11-22
NÝTT KORTATÍMABIL