Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umhverfis-mál eru fú-lasta al- vara. Það vita íbúar Peking þar sem í þessari viku var lýst yfir hálfgerðu neyðar- ástandi vegna loftmengunar. Ekki virðist alvaran þó alltaf ráða för þegar gripið er til að- gerða. Glóðarperan var fórnarlamb aðgerða, sem knúðar voru fram áður en dæmið var reiknað til enda. Við tóku ljósaperur, sem voru mun dýrari, en reyndust ekki endingarbetri og vill svo til að eru mun hættulegri en forverarnir þegar kemur að því að þurfi að farga þeim. Einu var þó látið um það gilda og situr heil álfa fyrir vikið uppi með ákvörðun, sem fylgir heilmikill tilkostnaður fyrir almenning (umgangur af ljósaperum á meðalheimili getur kostað tugi þúsunda króna), en hverfandi ávinningur fyrir umhverfið. Annað dæmi um erindisleysu af þessu tagi er krafan um íblöndum lífeldsneytis í bensín og dísilolíu. Samkeppnis- stofnun segir í nýrri skýrslu að þessi krafa kosti slíkt umstang að hún hamli samkeppni. Í stað þess að fá undanþágu frá til- skipun Evrópusambandsins líkt og Lúxemborgarar var ákveðið að ganga lengra hér á landi og hafa reglurnar strang- ari. Fór svo að fyrirætlanir um að nota íslenska framleiðslu til íblöndunar gengu ekki upp og þurfti að flytja líf- eldsneytið inn frá útlöndum. Sam- kvæmt lögunum frá 2013 eiga 5% af orkugildi heildar- sölu söluaðila eldsneytis á Ís- landi til notkunar í samgöngum á landi að vera endurnýjanlegt eldsneyti. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að bæta því við að ekki mætti taka elds- neyti á rafbíla með í þennan reikning þótt hér á landi sé það vissulega endurnýjanlegt. Sigríður Andersen þingmað- ur vill að þessari íblöndun verði hætt. Hún segir að íblöndunin hafi kostað almenning milljarða frá því að lögin voru samþykkt. Hún lagði fyrirspurn um málið fyrir umhverfisráðherra í haust og kom í svarinu fram að 4% af losun koldíoxíðs á Íslandi væri vegna bíla. Allt umstangið við íblöndunina skilar því sem sagt að losun koldíoxíðs dregst sam- an um 0,2%. Kostnaðurinn, sem leggst á neytendur út af þessu, er veru- legur. Þeir þurfa að bera kostn- að af fjárfestingum seljenda við innviði út af kröfunum. Íblönd- unarefnin eru dýrari en bensín- ið og dísillinn, sem þeim er blandað saman við. Þá er líf- eldsneytið ódrýgra. Etanól inniheldur þriðjungi minni orku en bensín. Ásetningurinn á bak við þessar æfingar allar er ugg- laust góður, en niðurstaðan er hin vandræðalegasta og árang- urinn óverulegur ef nokkur. Íblöndun lífelds- neytis fylgir kostn- aður án ávinnings} Umstang án erindis Það eru frábærtíðindi að Helgi Tómasson ætli í vor að heim- sækja Ísland með San Francisco- ballettinn. Helgi hefur stjórnað ball- ettinum í þrjá ára- tugi og hefur sagt að senn hyggist hann láta af störfum. Helgi hefur borið hróður Ís- lands víða. Hann var í 15 ár einn af aðaldönsurum New York- ballettsins og dansaði þar með mörgum helstu ballerínum þess tíma. Einhverjir nafntoguðustu balletthöfundar heims, Jerome Robbins og George Balanchine, skrifuðu hlutverk sérstaklega með hann í huga. Sagði í The New York Times á sínum tíma að með Helga hefði Balanchine fengið dansara, sem hefði gert honum kleift að sýna hvers hann væri megnugur sem danshöf- undur. Þegar dansferlinum lauk gerðist Helgi listrænn stjórn- andi ballettsins í San Francisco. Það reyndist ballettinum mikil lyftistöng. Þar með varð ballett, sem hafði verið fram- bærilegur heima í héraði, að list- stofnun í fremstu röð í Bandaríkj- unum, ef ekki heim- inum. Veganestið frá New York notaði hann til að semja balletta og mun hann hafa samið dansa fyr- ir um 40 balletta, sem settir hafa verið á svið í San Francisco og víðar. Helgi sagði í viðtali við Morg- unblaðið í sumar að kæmi til þess að hann setti upp sýningu hér mundi hann taka með sér 100 manns. „Þetta eru ekki bara dansarar sem fylgja ballettinum heldur allt umstangið í kringum sýningu og fólkið sem er bak við tjöldin,“ sagði Helgi. „Hins veg- ar er alveg ljóst að mig langar að koma með ballettinn til Ís- lands og setja upp sýningu.“ Helga mun verða að ósk sinni og munu Íslendingar geta séð ballettinn, sem hann kom í fremstu röð, á sviði í Reykjavík. Undir stjórn Helga Tómassonar komst San Francisco- ballettinn í fremstu röð og nú er hann væntanlegur til Íslands} Ánægjuleg heimsókn Þ að er uppselt á tónleika...“ segir rödd í útvarpinu, „...aukatónleikum hefur verið bætt við...“ heldur hún áfram og tiltekur helstu upplýsingar sem tónleikaþyrstir landsmenn þurfa að hafa á hreinu til að tryggja sér miða. Skilaboð af þessu tagi hljóma iðulega í útvarpi í aðdraganda jóla. Íslendingar eru tónleikaóðir; ef þeir eru ekki sjálfir að syngja í kór einhvers staðar, þá fara þeir á a.m.k. einn af þeim tónlist- arviðburðum sem boðið er uppá í nóvember og desember. Á aðventunni halda Íslendingar hundruð tónleika; á kaffihúsum, í kirkjum, minni samkomusölum eða tónleikahöll lands- manna, Hörpu. Um er að ræða alls konar við- burði, þó að jólaþemað sé í forgrunni, og margs- konar samsetningar tónlistarfólks; allt frá sólóistanum upp í sinfóníuhljómsveitir. Margir eru áhugasamir og ástríðufullir amatörar, aðrir lang- skólagengnir og reynslumiklir atvinnutónlistarmenn. Jólatónleikastemning af þessu tagi þrífst aðeins í sam- félagi þar sem hlúð hefur verið að tónlistarmenningu og tónlistaruppeldi. Þar sem tónlist er þáttur í námskrá og börn hafa möguleika á því að kynnast tónlist og leggja hana fyrir sig, ef áhuginn er fyrir hendi. Skilaboðin sem nú er verið að senda fólki eru hins vegar þessi; Jú, við ætlum að kenna tónlist í grunnskóla og styðja við þá sem vilja læra að spila Bítlalög á gítar og syngja Mamma ætl- ar að sofna, en ef þú átt þér stærri drauma... ja, þá er það þitt vandamál. Þegar tónleikavertíðin stendur yfir í des- ember er með ólíkindum að hugsa til þess að síðustu misseri hafa tónlistarskólar sem bjóða upp á framhaldsnám í söng og hljóð- færaleik ítrekað verið settir í þá stöðu að vita ekki hvort þeir verða í rekstri á næstu önn. Að vita ekki hvort þeir munu fá fjár- magn til að halda dyrum sínum opnum, hvaðan það mun koma né hvenær. Stjórn- endur rýna í bókhaldið og reyna hvað þeir geta að skera útgjöldin niður og starfsfólkið er uggandi um störfin sín. Maður getur rétt ímyndað sér hversu ómögulegt það er að móta framtíðarstefnu við þessi skilyrði og óöryggið hlýtur að bitna á gæðum kennsl- unnar. Og af hverju? Jú, af því að stjórnvöld eru í störukeppni um hver borgar. Tónlistarkenn- arar og tónlistarnemendur geta verið hávær og hljóm- fagur þrýstihópur, en hann er lítill og ráðamenn virðast ekki veigra sér við því að horfa framhjá vandanum og skítaredda sér og skólunum fyrir horn einu sinni á ári. Þeir ættu að leggja við hlustir um hátíðirnar. Sækja tón- leika og jólamessur og velta því fyrir sér hvort sú dá- semdartilfinning sem tónlistin vekur með okkur getur orðið til í andrúmslofti aðgerða- og sinnuleysis. Það getur vel verið að stokka þurfi upp í kerfinu, en það þarf þá að gerast, og í millitíðinni er óforsvaranlegt að bjóða upp- rennandi og starfandi tónlistarmönnum þjóðarinnar að bíða í limbó. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Fer tónlistarnámið í jólaköttinn? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Góður árangur íslenskakarlalandsliðsins í knatt-spyrnu er áhugamönnumog þeim sem unna öðr- um velgengni gleðiefni. En árangur landsliðsins er þó ekki án vandamála fyrir þá starfs- menn Knattspyrnusambands Ís- lands sem sjá um mótamál. Á for- mannafundi KSÍ í nóvember var það gefið út að rask yrði á knatt- spyrnuleikjum á Íslandi meðan á mótinu stæði. Það þýðir ekki ein- ungis rask á leikjum í Íslandsmóti í meistaraflokki karla sökum þess að leikmenn í Pepsi-deildinni eru í landsliðinu, heldur á það einnig við um leiki í meistaraflokki kvenna sem og leiki í yngri flokkum. 16.500 leikir á ári Riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi fer fram dagana 10.- 22. júní en mótið í heild stendur til 10. júlí. Dregið verður í riðla í dag. Fjögur lið eru í hverjum riðli. Einn riðill verður leikinn á níu dögum en hinir riðlarnir fimm á tíu dögum. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að gróf athugun sem gerð var fyrir þremur árum hafi leitt í ljós að um 16.500 formlegir knattspyrnuleikir eru leiknir á Ís- landi á hverju ári. Þar af er um helmingur leikjanna á vegum KSÍ og um helmingur á vegum félag- anna sjálfra. Eru það t.a.m. leikir í N1-mótinu í fimmta flokki stráka á Akureyri og Pæjumótið á Siglu- firði í 6. og 7. flokki stúlkna. Á sumrin fara fram 4.700 leikir í Ís- landsmóti og í bikarkeppni. Því getur rask, þó ekki sé nema í þá tíu daga sem riðlakeppni EM stendur yfir, gert skipuleggj- endum erfitt fyrir. Spilað í Pepsideildinni „Það verður dregið úr öllu mótahaldi á meðan Ísland tekur þátt í EM,“ segir Birkir. Hann segir ekki komið á hreint með hvaða hætti það verður gert. „Við höfum þó gefið það út til liða í Pepsi-deildinni að einhverjir leikir muni fara fram meðan á mótinu stendur,“ segir Birkir. Á það sér- staklega við um þau lið sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða, en þess ber að geta að hún hefst á sama tíma og Evrópumótið í Frakklandi stendur yfir. „Ég geri ráð fyrir því að einhverjir úr Pepsi-deildinni verði í hópnum,“ segir Birkir. Hann segir að við ákvörð- unina um að draga úr mótahaldi þegar keppnin fer fram hafi m.a. verið tekið tillit til vilja félaganna. „Það er þó ekki hægt að útiloka það að ef einhverjir vilja spila þá muni leikirnir fara fram,“ segir Birkir. Áður þurft að gera hlé Hann segir að vissulega skapi þetta aukið álag á mótanefndina en bendir um leið á að A-landslið kvenna og U-21 landslið karla hafi komist í lokakeppni. Þá hafi þurft að gera hlé á mótum. „En þá þurftum við ekki að gera hlé á svo til öllu mótahaldinu,“ segir Birkir. „Við munum birta drög að mótunum til félaganna í byrjun árs,“ segir hann. Spurður hvort brugðist verði sér- staklega við því ef Ís- land kemst áfram úr riðlinum segir Birkir að ekki sé búið að taka ákvörðun um það. „Það verður bara að koma í ljós,“ segir Birkir. EM mun raska Íslands- móti í öllum flokkum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson TM-mótið Fjölmörg mót eru haldin í yngri flokkum á Íslandi hvert sumar. TM-mótið í fimmta flokki kvenna fer fram á sama tíma og EM í Frakklandi. Um helmingur leikja sem fram fara hérlendis á sumrin er á vegum knattspyrnufélaganna sjálfra sem skipuleggja fjöl- mörg mót í yngri flokkum á Ís- landi. Má þar nefna strákamót á Akranesi í 7. flokki, í Eyjum í 6. flokki og á Akureyri í 5. flokki. Af stelpnamótum má nefna Símamótið í Kópavogi og TM- mótið í Vestmannaeyjum fyrir 5. flokk. TM-mótið hefst fimmtu- daginn 9. júní, daginn áður en riðlakeppni EM hefst. Jón Ólaf- ur Daníelsson, íþróttafulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að ekki standi til að fresta mótinu. „Skipulagið er allt of viðamikið til þess að færa þetta. Akranes, er t.d. með sitt mót, Breiðablik með sitt mót og Siglufjörður sitt. Því yrði allt of mikið mál að færa þetta,“ segir Jón. Alla jafna eru 600-700 stúlk- ur á mótinu. TM-mótið samhliða EM MIKIÐ SKIPULAG Jón Ólafur Daníelsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.